Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2020 13:04 Óskar Steinn Ómarsson, ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar Samtaka um íbúalýðræði um að knýja fram íbúakosningu um fyrirhugaða sölu á hlut Hafnfirðinga í HS Veitum. Aðsend Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. „Leyndin í kring um þetta vekur tortryggni. Það var löngu byrjað að tala við Kviku áður en bæjarfulltrúar minnihlutans vissu af fyrirhugaðri sölu. Þetta er allavega ekki til þess að vekja traust á þessu ferli að þetta hafi verið svona leynilegt frá upphafi,“ segir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar í samtali við Vísi. Hafnarfjarðarbær komst að samkomulagi við Kviku banka um að fjármálafyrirtækinu yrði falið að annast söluferlið á eignarhlut bæjarins í HS Veitum áður en Hafnarfjarðarbær samþykkti sölu á eignarhlut sínum í HS Veitum þann 22. apríl síðastliðinn. Gagnrýnir að bærinn afsali sér öruggum tekjustofni Til stendur að selja 15,42 prósenta hlut bæjarfélagsins í HS Veitum og rann fresturinn út til að skila inn tilboðum þann 9. júní síðastliðinn. „Öll tilboð eiga að vera komin inn og þá er væntanlega verið að fara yfir þau. Það gæti þess vegna verið tilkynnt í dag hvort búið er að ganga frá sölunni,“ segir Óskar. „Ég vona að bærinn átti sig á því að þetta er það umdeilt mál að það væri best að stoppa þetta ferli og spyrja bæjarbúa hvort þeir vilji þetta.“ Tölvupóstsamskipti á milli sviðstjóra fjármálasviðs Hafnarfjarðarbæjar og verkefnastjóra fyrirtækjaráðgjafa Kviku banka, sem birt voru í Fréttablaðinu fimmtudaginn 2. júlí síðastliðinn, sýna að samtal milli Hafnarfjarðarbæjar og Kviku um að Kvika myndi annast sölu hlutarins hafi hafist að minnsta kosti þann 24. mars síðastliðinn og að ráðningarbréf hafi verið tilbúið þann 14. apríl. Hlutur Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum er 15,42 prósent.Vísir/Vilhelm „Okkur finnst að meirihlutinn í bæjarstjórn hefði mátt byrja þetta ferli með því að spyrja bæjarbúa hvort þeir vildu gera þetta. Þetta er það stór spurning að það gengur ekki upp að það sé ráðist í þetta með svona skömmum fyrirvara án þess að leyfa bæjarbúum að tjá sig um þetta,“ segir Óskar. „Eignarhlutur Hafnfirðinga í þessu fyrirtæki hefur skilað bænum tekjum upp á 90 milljónir á ári síðustu tíu ár ef við tökum meðaltalið þannig að þetta eru öruggar tekjur fyrir bæinn sem hann er að afsala sér með því að selja hlutinn,“ segir Óskar. „Hann fær kannski einhverja peninga núna til að redda sér úr Covid en þá er búið að afsala þessum örugga tekjustofni og komið í hendur einkaaðila sem geta makað krókinn á þessari eign.“ Skammvinnur gróði fólginn í sölunni Í tilkynningu sem Hafnarfjarðarbær gaf út eftir að sala hlutans var samþykkt í bæjarráði kemur fram að fyrir liggi að Hafnarfjarðarbær, rétt eins og önnur sveitarfélög landsins, verði fyrir miklum tekjusamdrætti vegna lægri tekna og aukinna útgjalda til að milda áhrif faraldurs kórónuveirunnar. Bilið verði einungis brúað með aðhaldsaðgerðum, lántökum og/eða sölum eigna. „Þeir sem hafa byggt upp og fjárfest í þessu eru Hafnfirðingar, þeir hafa byggt upp alla innviði fyrir þessar veitur og þetta var allt byggt upp fyrir skattfé þannig að okkur finnst mjög skammvinnur gróði felast í því að fara að selja þetta til einkaaðila núna," segir Óskar Steinn. Samtök um íbúalýðræði, sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni til að knýja fram íbúakosningu um söluna, hafa safnað um 1064 undirskriftum á rafrænan undirskriftalista þegar þessi frétt er skrifuð. Óskar segir þó að nokkur undirskriftarblöð séu í almennri umferð og enn eigi eftir að telja saman undirskriftirnar á þeim. Þá þarf bæjarstjórn, samkvæmt lögum, að láta kosningu fara fram ef fjórðungur af kjörskrá krefst þess. Það séu um fimm þúsund Hafnfirðingar. Hafnarfjörður Orkumál Tengdar fréttir Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. 22. apríl 2020 23:28 Sveitarfélögin boða mikilvægar veiruaðgerðir fyrir fasteignaeigendur Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu munu leggja fram tillögu í bæjarráðum nú í vikunni, um frestun fasteignaskatta og fasteignagjalda á eigendur íbúða- og atvinnuhúsnæðis til að milda höggið á efnahagslífið af völdum kórónuveirunnar. 31. mars 2020 12:30 Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sjá meira
Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. „Leyndin í kring um þetta vekur tortryggni. Það var löngu byrjað að tala við Kviku áður en bæjarfulltrúar minnihlutans vissu af fyrirhugaðri sölu. Þetta er allavega ekki til þess að vekja traust á þessu ferli að þetta hafi verið svona leynilegt frá upphafi,“ segir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar í samtali við Vísi. Hafnarfjarðarbær komst að samkomulagi við Kviku banka um að fjármálafyrirtækinu yrði falið að annast söluferlið á eignarhlut bæjarins í HS Veitum áður en Hafnarfjarðarbær samþykkti sölu á eignarhlut sínum í HS Veitum þann 22. apríl síðastliðinn. Gagnrýnir að bærinn afsali sér öruggum tekjustofni Til stendur að selja 15,42 prósenta hlut bæjarfélagsins í HS Veitum og rann fresturinn út til að skila inn tilboðum þann 9. júní síðastliðinn. „Öll tilboð eiga að vera komin inn og þá er væntanlega verið að fara yfir þau. Það gæti þess vegna verið tilkynnt í dag hvort búið er að ganga frá sölunni,“ segir Óskar. „Ég vona að bærinn átti sig á því að þetta er það umdeilt mál að það væri best að stoppa þetta ferli og spyrja bæjarbúa hvort þeir vilji þetta.“ Tölvupóstsamskipti á milli sviðstjóra fjármálasviðs Hafnarfjarðarbæjar og verkefnastjóra fyrirtækjaráðgjafa Kviku banka, sem birt voru í Fréttablaðinu fimmtudaginn 2. júlí síðastliðinn, sýna að samtal milli Hafnarfjarðarbæjar og Kviku um að Kvika myndi annast sölu hlutarins hafi hafist að minnsta kosti þann 24. mars síðastliðinn og að ráðningarbréf hafi verið tilbúið þann 14. apríl. Hlutur Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum er 15,42 prósent.Vísir/Vilhelm „Okkur finnst að meirihlutinn í bæjarstjórn hefði mátt byrja þetta ferli með því að spyrja bæjarbúa hvort þeir vildu gera þetta. Þetta er það stór spurning að það gengur ekki upp að það sé ráðist í þetta með svona skömmum fyrirvara án þess að leyfa bæjarbúum að tjá sig um þetta,“ segir Óskar. „Eignarhlutur Hafnfirðinga í þessu fyrirtæki hefur skilað bænum tekjum upp á 90 milljónir á ári síðustu tíu ár ef við tökum meðaltalið þannig að þetta eru öruggar tekjur fyrir bæinn sem hann er að afsala sér með því að selja hlutinn,“ segir Óskar. „Hann fær kannski einhverja peninga núna til að redda sér úr Covid en þá er búið að afsala þessum örugga tekjustofni og komið í hendur einkaaðila sem geta makað krókinn á þessari eign.“ Skammvinnur gróði fólginn í sölunni Í tilkynningu sem Hafnarfjarðarbær gaf út eftir að sala hlutans var samþykkt í bæjarráði kemur fram að fyrir liggi að Hafnarfjarðarbær, rétt eins og önnur sveitarfélög landsins, verði fyrir miklum tekjusamdrætti vegna lægri tekna og aukinna útgjalda til að milda áhrif faraldurs kórónuveirunnar. Bilið verði einungis brúað með aðhaldsaðgerðum, lántökum og/eða sölum eigna. „Þeir sem hafa byggt upp og fjárfest í þessu eru Hafnfirðingar, þeir hafa byggt upp alla innviði fyrir þessar veitur og þetta var allt byggt upp fyrir skattfé þannig að okkur finnst mjög skammvinnur gróði felast í því að fara að selja þetta til einkaaðila núna," segir Óskar Steinn. Samtök um íbúalýðræði, sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni til að knýja fram íbúakosningu um söluna, hafa safnað um 1064 undirskriftum á rafrænan undirskriftalista þegar þessi frétt er skrifuð. Óskar segir þó að nokkur undirskriftarblöð séu í almennri umferð og enn eigi eftir að telja saman undirskriftirnar á þeim. Þá þarf bæjarstjórn, samkvæmt lögum, að láta kosningu fara fram ef fjórðungur af kjörskrá krefst þess. Það séu um fimm þúsund Hafnfirðingar.
Hafnarfjörður Orkumál Tengdar fréttir Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. 22. apríl 2020 23:28 Sveitarfélögin boða mikilvægar veiruaðgerðir fyrir fasteignaeigendur Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu munu leggja fram tillögu í bæjarráðum nú í vikunni, um frestun fasteignaskatta og fasteignagjalda á eigendur íbúða- og atvinnuhúsnæðis til að milda höggið á efnahagslífið af völdum kórónuveirunnar. 31. mars 2020 12:30 Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sjá meira
Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. 22. apríl 2020 23:28
Sveitarfélögin boða mikilvægar veiruaðgerðir fyrir fasteignaeigendur Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu munu leggja fram tillögu í bæjarráðum nú í vikunni, um frestun fasteignaskatta og fasteignagjalda á eigendur íbúða- og atvinnuhúsnæðis til að milda höggið á efnahagslífið af völdum kórónuveirunnar. 31. mars 2020 12:30