Grindverk Kalla í Pelsinum ekki lengur í vegi fyrir vegfarendum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2020 12:23 Búið er að opna fyrir gangandi umferð á svæðinu. Vísir/Helga/Baldur Búið er að opna fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur.Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, lokaði með grindverki fyrir svæðið síðastliðið sumar. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að kveðið hafi verið á um gangandi umferð um svæðið í deiliskipulagi borgarinnar á sínum tíma hafi það ekki haft lögformlegt gildi, þar sem láðist að þinglýsa skipulaginu. Því hafi lóðarhafi verið í fullum rétti til þess að loka fyrir umferð. Nú sé hins vegar búið að ganga frá breytingu á deiliskipulaginu, þar sem lóðarhafi hafi óskað eftir því að fá að bæta við svölum á byggingu sína við svæðið. Í leiðinni hafi verið ákveðið að setja inn kvöð um gangandi umferð. „Að því loknu er þetta klárað og þinglýst. Þá gátum við þinglýst kvöðinni í leiðinni. Þá erum við sem sveitarfélag komin með hald í að tryggja þessa leið. Sem ég held að sé bara bót í máli fyrir alla aðila.“ Hún segir um sameiginlega lendingu í málinu að ræða, og að aðilar séu sáttir. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík.Vísir/Vilhelm „Stundum þarf bara aðeins að setjast niður, tala saman og sjá einhverja sameiginlega leið. Við viljum að sjálfsögðu hafa blómlega starfsemi í þessum húsum og þau séu nýtt og fá gangandi umferð. Við teljum að það sé til hagsbóta fyrir fólk í borginni en líka fyrir þessa starfsemi. Það þýðir bara meiri verslun og betra svæði, þannig þegar þetta náðist, þetta samtal og þessi sameiginlega niðurstaða þá var þetta ekkert mál,“ segir Sigurborg. Hún segir borgaryfirvöld hafa lagt áherslu á að halda í göngutenginguna á svæðinu, sem eins og áður segir tengir saman Vesturgötu og Tryggvagötu. Hún segir tenginguna skipta miklu máli fyrir gangandi umferð. Samgöngur Reykjavík Skipulag Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira
Búið er að opna fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur.Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, lokaði með grindverki fyrir svæðið síðastliðið sumar. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að kveðið hafi verið á um gangandi umferð um svæðið í deiliskipulagi borgarinnar á sínum tíma hafi það ekki haft lögformlegt gildi, þar sem láðist að þinglýsa skipulaginu. Því hafi lóðarhafi verið í fullum rétti til þess að loka fyrir umferð. Nú sé hins vegar búið að ganga frá breytingu á deiliskipulaginu, þar sem lóðarhafi hafi óskað eftir því að fá að bæta við svölum á byggingu sína við svæðið. Í leiðinni hafi verið ákveðið að setja inn kvöð um gangandi umferð. „Að því loknu er þetta klárað og þinglýst. Þá gátum við þinglýst kvöðinni í leiðinni. Þá erum við sem sveitarfélag komin með hald í að tryggja þessa leið. Sem ég held að sé bara bót í máli fyrir alla aðila.“ Hún segir um sameiginlega lendingu í málinu að ræða, og að aðilar séu sáttir. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík.Vísir/Vilhelm „Stundum þarf bara aðeins að setjast niður, tala saman og sjá einhverja sameiginlega leið. Við viljum að sjálfsögðu hafa blómlega starfsemi í þessum húsum og þau séu nýtt og fá gangandi umferð. Við teljum að það sé til hagsbóta fyrir fólk í borginni en líka fyrir þessa starfsemi. Það þýðir bara meiri verslun og betra svæði, þannig þegar þetta náðist, þetta samtal og þessi sameiginlega niðurstaða þá var þetta ekkert mál,“ segir Sigurborg. Hún segir borgaryfirvöld hafa lagt áherslu á að halda í göngutenginguna á svæðinu, sem eins og áður segir tengir saman Vesturgötu og Tryggvagötu. Hún segir tenginguna skipta miklu máli fyrir gangandi umferð.
Samgöngur Reykjavík Skipulag Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira