Mögulegt framboð Kanye ætti strax undir högg að sækja Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2020 22:45 West með derhúfu með slagorði Trump forseta þegar hann heimsótti Hvíta húsið árið 2018. Þar fór West mikinn. Vísir/Getty Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. West tilkynnti skyndilega og óvænt að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta á Twitter-síðu sinni í gær. Ekki liggur fyrir hvort að hann hafi skilað inn gögnum til að komast á kjörseðilinn í haust og þá er ekki ljóst hvort alvara býr að baki fullyrðingu hans. West hefur glímt við geðræn vandamál undanfarin ár og hefur áður sagst ætla í framboð án þess að standa við það. Reuters-fréttastofan segir að ætlaði West sér í framboð þyrfti hann annað hvort að afla sér stuðnings eins af litlu stjórnmálaflokkunum í Bandaríkjunum eða bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi. Frestur til að skila inn óháðu framboði er þegar liðinn í nokkrum ríkjum, þar á meðal í Nýju-Mexíkó og Norður-Karólínu. Til þess að West gæti boðið sig fram sem óháður frambjóðandi þyrfti hann ennfremur að ráða starfslið eða fá sjálfboðaliða til að safna tugum þúsunda undirskrifta um allt landið á skömmum tíma áður en framboðsfrestur rennur út í fleiri ríkjum í ágúst og september. Hugsanlega gæti West beðið aðdáendur sína um að skrifa nafn sitt á kjörseðilinn í kosningunum í haust. Larry Sabato, forstöðumaður stjórnmálamiðstöðvar Virginíuháskóla, segir Reuters að jafnvel þó að West kæmist á kjörseðilinn tæki hann líklega ekki meira en nokkur prósentustig af greiddum atkvæðum. Líklega tæki hann svipað mikið fylgi af Donald Trump forseta og Joe Biden, sem nær örugglega verður frambjóðandi demókrata. West hefur áður lýst aðdáun og stuðningi við Trump forseta. Heimsótti hann meðal annars Hvíta húsið og fór með furðulega ræðu í október árið 2018. Skömmu síðar sagðist hann ætla að halda sig frá stjórnmálum þar sem hann teldi sig hafa verið notaðan til að breiða út boðskap sem hann tryði ekki á. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. West tilkynnti skyndilega og óvænt að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta á Twitter-síðu sinni í gær. Ekki liggur fyrir hvort að hann hafi skilað inn gögnum til að komast á kjörseðilinn í haust og þá er ekki ljóst hvort alvara býr að baki fullyrðingu hans. West hefur glímt við geðræn vandamál undanfarin ár og hefur áður sagst ætla í framboð án þess að standa við það. Reuters-fréttastofan segir að ætlaði West sér í framboð þyrfti hann annað hvort að afla sér stuðnings eins af litlu stjórnmálaflokkunum í Bandaríkjunum eða bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi. Frestur til að skila inn óháðu framboði er þegar liðinn í nokkrum ríkjum, þar á meðal í Nýju-Mexíkó og Norður-Karólínu. Til þess að West gæti boðið sig fram sem óháður frambjóðandi þyrfti hann ennfremur að ráða starfslið eða fá sjálfboðaliða til að safna tugum þúsunda undirskrifta um allt landið á skömmum tíma áður en framboðsfrestur rennur út í fleiri ríkjum í ágúst og september. Hugsanlega gæti West beðið aðdáendur sína um að skrifa nafn sitt á kjörseðilinn í kosningunum í haust. Larry Sabato, forstöðumaður stjórnmálamiðstöðvar Virginíuháskóla, segir Reuters að jafnvel þó að West kæmist á kjörseðilinn tæki hann líklega ekki meira en nokkur prósentustig af greiddum atkvæðum. Líklega tæki hann svipað mikið fylgi af Donald Trump forseta og Joe Biden, sem nær örugglega verður frambjóðandi demókrata. West hefur áður lýst aðdáun og stuðningi við Trump forseta. Heimsótti hann meðal annars Hvíta húsið og fór með furðulega ræðu í október árið 2018. Skömmu síðar sagðist hann ætla að halda sig frá stjórnmálum þar sem hann teldi sig hafa verið notaðan til að breiða út boðskap sem hann tryði ekki á.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent