Hinsta kveðjan dýrari eftir lagabreytingu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2020 18:45 Útfarakostnaður sem aðstandendur látinna þurfa að bera eykst með nýjum lögum sem samþykkt voru í vikunni. Formaður lífsskoðunarfélags gagnrýnir samráðsleysi og skamman fyrirvara, auk þess sem lögin geri stöðu annarra trúfélaga enn verri gagnvart þjóðkirkjunni. Meðal þeirra rúmlega 30 mála sem samþykkt voru á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí voru breytingar á lögum um þjóðkirkjuna. Með þeim var efndur viðbótarsamningur við kirkjuna til 15 ára, hvers ætlun er að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar eins og það er orðað í viljayfirlýsingu um samninginn milli stjórnvalda og kirkjunnar. Meðal ákvæða nýju laganna er að kirkjugarðar hætti að greiða fyrir prestþjónustu við útfarir, jafnt við kistulagningar og jarðsetningu duftkers eða kistu. Kirkjugarðsstjórn hefur borið þennan kostnað frá 1993 án þess að fá til þess sérstakt fjármagn og hefur þetta því verið fjárhagslega íþyngjandi fyrir kirkjugarðana, eins og fréttastofan fjallaði t.a.m. um í lok síðasta árs. Kostnaður hækki um tugi þúsunda Með lagabreytingunni munu aðstandendur nú bera þann kostnað. „Það snertir ekki bara þjóðkirkjuna, það snertir öll önnur lífsskoðunar- og trúfélög á Íslandi og býr til ójafnræði eftir trúarskoðunum fólks," segir Inga Straumland, formaður Siðmenntar. „Okkur hefur fundist í rauninni fallegt að ríkið styðji við fólk þegar það er að kveðja látinn ástvin. Það er mannlegt og fallegt að leyfa öllum að kveðja með reisn.“ Hún segir í tilfelli hennar félags hafi niðurgreiðslan numið helmingi kostnaðar, eða 35 þúsund krónum. „Niðurgreiðsla ríkisins hefur verið eftir gjaldskrá þjóðkirkjunnar og þetta hafa verið um 35 þúsund krónur fyrir útför með kistulagningu. Við höfum fengið þær greiðslur og verðlagt okkar útfarir á um 70 þúsund krónur þannig að þetta hefur komið til móts við helminginn," segir Inga. „Félagsmenn sem þurftu að borga 35 þúsund krónur áður, til móts við þetta framlag, þurfa nú hins vegar að standa straum af öllum kostnaðinum. Það auðvitað hefur áhrif á stöðu okkar félags.“ Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar.Vísir/sigurjón Eins og unglingur sem þrífur ekki herbergið Fyrir vikið sé þjóðkirkjan í betri stöðu. „Því hún er með fólk á sínum snærum sem er á fullum mánaðarlaunum, hverra upptök eru í ríkissjóði. Við getum ekki keppt við það þannig að við verðum að rukka meira fyrir okkar þjónustu. Það finnst okkur sanngjarnt," segir Inga. Samráð og fyrirvari við lagasetinguna hafi jafnframt verið af skornum skammti. Siðmennt hafi gert miklar athugasemdir við allt ferlið. „Lögin taka gildi um leið og þetta er samþykkt þarna um miðja nótt á Alþingi. Fólk sem bókaði sér athöfn fyrir viku síðan eiga því ekki rétt á þessum greiðslum þegar kemur að útförinni. Þannig að þetta hefði mátt vera gert með meiri fyrirvara og meiri tillitssemi gagnvart öllum," segir Inga. Umræddur viðbótarsamningur hafi verið samþykktur síðastliðið haust án þinglegrar meðferðar eða aðkomu almennings. Samningurinn skuldbindi ríkið til að styðja þjóðkirkjuna til 15 ára og verið sé að létta skyldum af herðum kirkjunnar án þess að draga úr fjárframlögum á móti. „Þetta er eins og ef unglingur fái ennþá vasapeninga þó að hann þurfi ekki lengur að taka til í herberginu sínu, þannig að okkur þykir þetta undarlegt,“ segir Inga. Trúmál Stjórnsýsla Alþingi Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Útfarakostnaður sem aðstandendur látinna þurfa að bera eykst með nýjum lögum sem samþykkt voru í vikunni. Formaður lífsskoðunarfélags gagnrýnir samráðsleysi og skamman fyrirvara, auk þess sem lögin geri stöðu annarra trúfélaga enn verri gagnvart þjóðkirkjunni. Meðal þeirra rúmlega 30 mála sem samþykkt voru á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí voru breytingar á lögum um þjóðkirkjuna. Með þeim var efndur viðbótarsamningur við kirkjuna til 15 ára, hvers ætlun er að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar eins og það er orðað í viljayfirlýsingu um samninginn milli stjórnvalda og kirkjunnar. Meðal ákvæða nýju laganna er að kirkjugarðar hætti að greiða fyrir prestþjónustu við útfarir, jafnt við kistulagningar og jarðsetningu duftkers eða kistu. Kirkjugarðsstjórn hefur borið þennan kostnað frá 1993 án þess að fá til þess sérstakt fjármagn og hefur þetta því verið fjárhagslega íþyngjandi fyrir kirkjugarðana, eins og fréttastofan fjallaði t.a.m. um í lok síðasta árs. Kostnaður hækki um tugi þúsunda Með lagabreytingunni munu aðstandendur nú bera þann kostnað. „Það snertir ekki bara þjóðkirkjuna, það snertir öll önnur lífsskoðunar- og trúfélög á Íslandi og býr til ójafnræði eftir trúarskoðunum fólks," segir Inga Straumland, formaður Siðmenntar. „Okkur hefur fundist í rauninni fallegt að ríkið styðji við fólk þegar það er að kveðja látinn ástvin. Það er mannlegt og fallegt að leyfa öllum að kveðja með reisn.“ Hún segir í tilfelli hennar félags hafi niðurgreiðslan numið helmingi kostnaðar, eða 35 þúsund krónum. „Niðurgreiðsla ríkisins hefur verið eftir gjaldskrá þjóðkirkjunnar og þetta hafa verið um 35 þúsund krónur fyrir útför með kistulagningu. Við höfum fengið þær greiðslur og verðlagt okkar útfarir á um 70 þúsund krónur þannig að þetta hefur komið til móts við helminginn," segir Inga. „Félagsmenn sem þurftu að borga 35 þúsund krónur áður, til móts við þetta framlag, þurfa nú hins vegar að standa straum af öllum kostnaðinum. Það auðvitað hefur áhrif á stöðu okkar félags.“ Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar.Vísir/sigurjón Eins og unglingur sem þrífur ekki herbergið Fyrir vikið sé þjóðkirkjan í betri stöðu. „Því hún er með fólk á sínum snærum sem er á fullum mánaðarlaunum, hverra upptök eru í ríkissjóði. Við getum ekki keppt við það þannig að við verðum að rukka meira fyrir okkar þjónustu. Það finnst okkur sanngjarnt," segir Inga. Samráð og fyrirvari við lagasetinguna hafi jafnframt verið af skornum skammti. Siðmennt hafi gert miklar athugasemdir við allt ferlið. „Lögin taka gildi um leið og þetta er samþykkt þarna um miðja nótt á Alþingi. Fólk sem bókaði sér athöfn fyrir viku síðan eiga því ekki rétt á þessum greiðslum þegar kemur að útförinni. Þannig að þetta hefði mátt vera gert með meiri fyrirvara og meiri tillitssemi gagnvart öllum," segir Inga. Umræddur viðbótarsamningur hafi verið samþykktur síðastliðið haust án þinglegrar meðferðar eða aðkomu almennings. Samningurinn skuldbindi ríkið til að styðja þjóðkirkjuna til 15 ára og verið sé að létta skyldum af herðum kirkjunnar án þess að draga úr fjárframlögum á móti. „Þetta er eins og ef unglingur fái ennþá vasapeninga þó að hann þurfi ekki lengur að taka til í herberginu sínu, þannig að okkur þykir þetta undarlegt,“ segir Inga.
Trúmál Stjórnsýsla Alþingi Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira