Óbreyttar veirutakmarkanir til 26. júlí vegna bakslags Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2020 13:45 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Fjöldamörk samkomubanns verða óbreytt í þrjár vikur til viðbótar, þ.e. til 26. júlí og verður því áfram miðað við að ekki komi saman fleiri en 500 manns. Þetta hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis, auk þess sem samþykktar hafa verið breytingar á fyrirkomulagi við veiruskimun á landamærum. Opnunartími spilasala og veitingastaða með vínveitingaleyfi verður einnig óbreyttur næstu þrjár vikurnar og heimilt að hafa opið til 23.00 á kvöldin. Upplýsingagjöf til almennings um einstaklingsbundnar sýkingavarnir verður jafnframt efld. Áður hafði verið áformað að lengja opnunartíma vínveitingastaða, sem og hækka fjöldamörk samkomubanns upp í 2000. Frá því að skimun hófst á landamærunum 15. júní hafa 17.705 sýni verið tekin og virk smit greinst hjá sjö einstaklingum, samkvæmt tölum á Covid.is, og rúmlega 400 þurft að fara í sóttkví eftir smitrakningu. Alls eru þrettán virk smit nú á landinu. Enginn er þó alvarlega veikur. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að um ákveðið bakslag sé að ræða. Það hafi ekki verið óviðbúið en að „lágmarka þurfi áhættuna á því að faraldurinn nái sér á strik hér á landi.“ Tillaga hans um að ekki verði slakað frekar á reglum um samkomubann að sinni byggist á þessu, auk þess sem lögð verður áhersla á að efla fræðslu um einstaklingsbundnar sýkingarvarnir. Þurfa að fara aftur í skimun Þá verður reglum breytt um veiruskimun á landamærum. Sem fyrr verður hægt að velja á milli 14 daga sóttkvíar eða skimunar á landamærum en gert er ráð fyrir að einstaklingar úr fyrrnefndum hópi sem velja skimun þurfi að fara aftur í skimun 4 – 5 dögum eftir komuna til landsins og vera í sóttkví þar til niðurstaða seinni sýnatökunnar liggur fyrir, líkt og sóttvarnalæknir hafði áður kynnt. Breytingin snýr eingöngu að íslenskum ríkisborgurum og þeim sem eru búsettir hér á landi. Stefnt er að því að breytingin komi til framkvæmda eigi síðar en 13. júlí. Heilbrigðisráðherra hefur sem fyrr segir fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja óbreyttar reglur um takmarkanir á samkomum, sem og tillögu þess efnis að breyta reglum um landamæraskimun. Minnisblað með tillögum sóttvarnalæknis má nálgast hér. Fimm greindust með veiruna í gær, þar af tveir við landamæraskimun sem bíða nú niðurstaðna úr mótefnamælingu. Innanlandssmit voru þrjú og tengjast öll konu sem kom til landsins í síðustu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40 Fimm greindust með veiruna í gær Beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og eru viðkomandi einstaklingar í einangrun á meðan. 3. júlí 2020 11:39 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Sjá meira
Fjöldamörk samkomubanns verða óbreytt í þrjár vikur til viðbótar, þ.e. til 26. júlí og verður því áfram miðað við að ekki komi saman fleiri en 500 manns. Þetta hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis, auk þess sem samþykktar hafa verið breytingar á fyrirkomulagi við veiruskimun á landamærum. Opnunartími spilasala og veitingastaða með vínveitingaleyfi verður einnig óbreyttur næstu þrjár vikurnar og heimilt að hafa opið til 23.00 á kvöldin. Upplýsingagjöf til almennings um einstaklingsbundnar sýkingavarnir verður jafnframt efld. Áður hafði verið áformað að lengja opnunartíma vínveitingastaða, sem og hækka fjöldamörk samkomubanns upp í 2000. Frá því að skimun hófst á landamærunum 15. júní hafa 17.705 sýni verið tekin og virk smit greinst hjá sjö einstaklingum, samkvæmt tölum á Covid.is, og rúmlega 400 þurft að fara í sóttkví eftir smitrakningu. Alls eru þrettán virk smit nú á landinu. Enginn er þó alvarlega veikur. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að um ákveðið bakslag sé að ræða. Það hafi ekki verið óviðbúið en að „lágmarka þurfi áhættuna á því að faraldurinn nái sér á strik hér á landi.“ Tillaga hans um að ekki verði slakað frekar á reglum um samkomubann að sinni byggist á þessu, auk þess sem lögð verður áhersla á að efla fræðslu um einstaklingsbundnar sýkingarvarnir. Þurfa að fara aftur í skimun Þá verður reglum breytt um veiruskimun á landamærum. Sem fyrr verður hægt að velja á milli 14 daga sóttkvíar eða skimunar á landamærum en gert er ráð fyrir að einstaklingar úr fyrrnefndum hópi sem velja skimun þurfi að fara aftur í skimun 4 – 5 dögum eftir komuna til landsins og vera í sóttkví þar til niðurstaða seinni sýnatökunnar liggur fyrir, líkt og sóttvarnalæknir hafði áður kynnt. Breytingin snýr eingöngu að íslenskum ríkisborgurum og þeim sem eru búsettir hér á landi. Stefnt er að því að breytingin komi til framkvæmda eigi síðar en 13. júlí. Heilbrigðisráðherra hefur sem fyrr segir fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja óbreyttar reglur um takmarkanir á samkomum, sem og tillögu þess efnis að breyta reglum um landamæraskimun. Minnisblað með tillögum sóttvarnalæknis má nálgast hér. Fimm greindust með veiruna í gær, þar af tveir við landamæraskimun sem bíða nú niðurstaðna úr mótefnamælingu. Innanlandssmit voru þrjú og tengjast öll konu sem kom til landsins í síðustu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40 Fimm greindust með veiruna í gær Beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og eru viðkomandi einstaklingar í einangrun á meðan. 3. júlí 2020 11:39 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Sjá meira
Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40
Fimm greindust með veiruna í gær Beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og eru viðkomandi einstaklingar í einangrun á meðan. 3. júlí 2020 11:39
Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50