„Allir helstu fýlupúkar landsins eru búnir að segja að þetta sé ömurlegt myndband“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2020 11:35 Hér má sjá Sindra (í gulu) fagna Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu 2019 með KR, þáverandi félagsliði sínu. Hann leikur nú fyrir KV. Vísir/Daniel Thor Sindri Snær Jensson, knattspyrnumaður og eigandi Húrra Reykjavíkur, segist gríðarlega ánægður með kynningu Knattspyrnusambands Íslands á nýjum búningum landsliða Íslands, sem og búninginn sjálfan. Hann gefur lítið fyrir háværa gagnrýni á framsetningu KSÍ á kynningarefni í kringum nýtt útlit landsliðanna. Þetta kom fram í viðtali við Sindra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kynning KSÍ á nýju merki sambandsins hefur verið fremur umdeild, en margir hafa sett fram sjónarmið um að bragur myndbandsins sé heldur þjóðrembingslegur, og jafnvel fasískur. Sjálfur gefur Sindri Snær lítið fyrir tengingar við fasisma og annað. Honum finnist myndbandið frábært, og kallar það „gæsahúðarmyndband.“ „Auðvitað er verið að færa í stílinn. Það er aðeins verið að gera eitthvað extra og dramatík. Allir helstu fýlupúkar landsins eru búnir að segja að þetta sé ömurlegt myndband. Þannig að ég held að þetta sé bara frábært myndband,“ segir Sindri. Gæti selt búninginn í Húrra Sindri er sem fyrr segir eigandi Húrra Reykjavíkur, og rekur tvær verslanir undir því nafni í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir margt af því nýja sem KSÍ var að kynna, aukahluti og varning vera það flott, að það væri hægt að selja í verslununum, sem selja þann tískufatnað sem þykir móðins hverju sinni. Það hafi ekki áður átt við um varning undir merkjum KSÍ. „Við hefðum getað selt frönsku treyjuna sem var svört með hvítu, og Nígeríutreyjuna sem var græn og öll í munstri. En þetta gætum við alveg selt í Húrra, ekki spurning.“ Sjálfur gefur Sindri heildarpakkanum, búningnum, varningnum og kynningarefni KSÍ, níu í einkunn. „Ég er virkilega ánægður að sjá þetta hjá KSÍ.“ Fótbolti KSÍ Tíska og hönnun Íslenski boltinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sindri Snær Jensson, knattspyrnumaður og eigandi Húrra Reykjavíkur, segist gríðarlega ánægður með kynningu Knattspyrnusambands Íslands á nýjum búningum landsliða Íslands, sem og búninginn sjálfan. Hann gefur lítið fyrir háværa gagnrýni á framsetningu KSÍ á kynningarefni í kringum nýtt útlit landsliðanna. Þetta kom fram í viðtali við Sindra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kynning KSÍ á nýju merki sambandsins hefur verið fremur umdeild, en margir hafa sett fram sjónarmið um að bragur myndbandsins sé heldur þjóðrembingslegur, og jafnvel fasískur. Sjálfur gefur Sindri Snær lítið fyrir tengingar við fasisma og annað. Honum finnist myndbandið frábært, og kallar það „gæsahúðarmyndband.“ „Auðvitað er verið að færa í stílinn. Það er aðeins verið að gera eitthvað extra og dramatík. Allir helstu fýlupúkar landsins eru búnir að segja að þetta sé ömurlegt myndband. Þannig að ég held að þetta sé bara frábært myndband,“ segir Sindri. Gæti selt búninginn í Húrra Sindri er sem fyrr segir eigandi Húrra Reykjavíkur, og rekur tvær verslanir undir því nafni í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir margt af því nýja sem KSÍ var að kynna, aukahluti og varning vera það flott, að það væri hægt að selja í verslununum, sem selja þann tískufatnað sem þykir móðins hverju sinni. Það hafi ekki áður átt við um varning undir merkjum KSÍ. „Við hefðum getað selt frönsku treyjuna sem var svört með hvítu, og Nígeríutreyjuna sem var græn og öll í munstri. En þetta gætum við alveg selt í Húrra, ekki spurning.“ Sjálfur gefur Sindri heildarpakkanum, búningnum, varningnum og kynningarefni KSÍ, níu í einkunn. „Ég er virkilega ánægður að sjá þetta hjá KSÍ.“
Fótbolti KSÍ Tíska og hönnun Íslenski boltinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira