Bodkast um líkamsvirðingu: „Að byrja með hlaðvarp er nýja svarið við miðaldurskrísu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júlí 2020 11:30 Sólrún Ósk Lárusdóttir og Elva Björk Ágústsdóttir fræða um líkamsvirðingu og allt sem málefninu tengist. Mynd/Bodkastið Sólrún Ósk Lárusdóttir og Elva Björk Ágústsdóttir hafa farið af stað með nýtt líkamsvirðingarhlaðvarp sem nefnist Bodkastið. Vinkonurnar eru báðar sálfræðimenntaðar og starfa sem kennarar. Báðar hafa þær líka verið að grúska í ýmsum líkamsvirðingartengdum málefnum síðustu ár. „Við erum báðar í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu og höfum lengi verið miklir líkamsvirðingarsinnar. Í fyrra eignuðumst við báðar börn og fórum þá að skoða líkamsmynd á og eftir meðgöngu og óskuðum eftir reynslusögum kvenna, og fengum heilmargar sögur sem við erum enn að vinna úr. Í þeirri vinnu kviknaði sú hugmynd að koma okkar reynslu, þekkingu og hugarefnum frá okkur á einhvern hátt og fannst okkur hlaðvarp henta vel enda erum við báðar mjög duglegar að tala mikið,“ segir Elva. „Af því að við erum báðar nýorðnar fertugar og að byrja með hlaðvarp er nýja svarið við miðaldurskrísu. Nei, nei, okkur langaði að miðla frekar þessum pælingum okkar um líkamsvirðingu og allt henni tengdri og veltum fyrir okkur ýmsum leiðum en fannst hlaðvarpið svo hentugur miðill. Svo finnst okkur eins og Elva segir mjög gaman að tala og eigum hvort eð er yfirleitt löng samtöl mjög reglulega um þessi mál þannig að þetta lá beinast við,“ bætir Sólrún við. Hún segir að hlaðvarpið sé sérstaklega fyrir fólk með áhuga á líkamsvirðingu eða vilja bæta sína eigin en líka fyrir þá sem vilja vita meira um málefnið. Fleiri en fjölskyldan að hlusta „Líkamsvirðingarvæna hlaðvarpið Bodkastið er fyrir alla. Við munum fjalla um margt sem tengist líkamsvirðingu eins og líkamsmynd, jákvæða og neikvæða, fitufordóma, fegurðarviðmið nútímans, líkamsmynd á og eftir meðgöngu og margt margt fleira. Ég held að flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Við stefnum á að tileinka hverjum þætti eitthvað eitt sérstakt umfjöllunarefni en í fyrsta þætti fórum við svolítið út um víðan völl. Í þætti tvö lögðum við áherslu á neikvæða líkamsmynd og ráð við slíkri líðan,“ segir Elva. „Viðbrögðin lofa góðu, það virðast fleiri en bara fjölskylda okkar og vinir hafa áhuga á að hlusta sem er alltaf plús,“ segir Elva og hlær. „Við teljum margt fólk hafa mikinn áhuga á málefninu og því vonum við að þetta hlaðvarð sé bara kærkomin viðbót í hlaðvarpsflóruna,“ bætir Sólrún við. „Við vorum búnar að láta okkur detta í hug mörg löng og frekar leiðinleg nöfn en þegar kærastinn hennar Elvu kom með uppástunguna Bodkastið þá fannst okkur það bara augljóslega hið eina rétta nafn, þrátt fyrir að vera enskuskotið.“ View this post on Instagram Líkamsvirðingar verkefni . Prófaðu að þjálfa þig í því að vera með jákvæða líkamsmynd. . Ímyndaðu þér hvernig dagurinn þinn væri ef þú værir með jákvæða líkamsmynd eða liðir vel í eigin líkama. Hvað myndirðu gera þann daginn? Hvaða tilfinningar myndirðu finna? Hvernig myndirðu tala til þín og líkamans? . . Myndirðu tala fallegra til þín? Myndirðu sleppa því að fela líkamann? Myndirðu klæðast fötum sem þér finnast falleg eða skemmtileg? Myndirðu taka meira pláss, tala meira, standa beinni í baki, fara í sund, borða fyrir framan aðra, setjast niður án þess að teygja þig í næsta púða til að fela magann, fara úr jakkanum, hjóla, sleppa því að nota farða?...... . Þegar þú hefur fundið ÞITT svar við spurningunum, reyndu þá að gera alla þessa hluti, trúa þessum hugsunum og upplifa þessar tilfinningar. Ef neikvæðar tilfinningar blossa upp getur verið gott að reyna að snúsa þær aðeins "ekki í dag.....þetta er ekki svona dagur. Kannski á morgun" . Því oftar sem við æfum okkur í góðum líkamsmyndardögum, því auðveldara verður það að upplifa slíka daga . . Þetta er pínu svona fake it until you make it dæmi ;) Verkefnið er þýtt, stolið og staðfært frá @talyngracee A post shared by Elva Björk Ágústsdóttir (@elvaagustsdottir) on Jun 24, 2020 at 8:30am PDT Allir líkamar velkomnir Þær segja að líkamsvirðing sé einfaldlega gríðarlega mikilvægt málefni. „Líkamsvirðing er mannréttindayfirlýsing þar sem felur það í sér að allir líkamar eigi rétt á virðingu og góðri umönnun. Samtök um líkamsvirðingu vilja til að mynda stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Einnig vilja samtökin vinna gegn útlitsdýrkun og fitufordómum í samfélaginu. Samtökin vilja búa til samfélag þar sem allir líkamar eru velkomnir og heilsuefling snúist um vellíðan og umhyggju gagnvart líkamanaum. Við viljum einnig að börn læri að þykja vænt um líkama sinn og beri virðingu fyrir margbreytileikanum. Við viljum líka víkka út þröngsýnar hugmyndir um fegurð. Hlaðvarpsþátturinn Bodkastið teljum við vera eitt af þeim tólum sem við getum nýtt til að koma líkamsvirðingarmálum á framfæri. Svo finnst okkur Sólrún við líka bara vera svo svakalega skemmtilegar, ekki skemmir það nú fyrir,“ segir Elva. „Það eru mjög fjölbreytt viðfangsefni sem falla undir hatt líkamsvirðingar, bæði persónuleg og samfélagsleg. Slæm líkamsmynd er því miður allt of algeng og hefur neikvæð áhrif og með því að auka veg líkamsvirðingar getum við bætt bæði líðan og heilsu okkar sjálfra og samborgara okkar,“ segir Elva. Sólrún tekur undir þetta. „Við erum líka sjálfar búnar að vera að ganga í gegnum smá líkamsmyndarvinnu í kjölfarið af þeim breytingum sem verða á líkamanum eftir meðgöngu og erum því enn tengdari málefninu nú en áður.“ Á persónulegu nótunum Markmiðið þeirra með Bodkastinu er að breiða út boðskapinn, að sá fræjum og vekja fólk til umhugsunar. „Það er af nægu að taka en allt sem tengist líkamsvirðingu eins og útlitsviðmið, fitufordómar í kvikmyndum/sjónvarpsþáttum, fyrirmyndir, heilsa óháð holdafari, líkamsmynd barna og unglinga, líkamsmynd í tengslum við kynlíf og barneignir og margt fleira,“ segir Sólrún. „En við erum alls ekki bara á fræðilegu nótunum heldur reynum við líka að hafa þetta létt og skemmtilegt svo einhver nenni að hlusta, við erum tvær vinkonur að spjalla um málefni sem okkur finnst skemmtilegt og áhugavert og eigum vonandi eftir að fá til okkar góða gesti líka. Svo held ég að við lærum sjálfar heilmikið í leiðinni,“ segir Elva. „Við erum auðvitað líka svolítið á persónulegu nótunum og tölum um okkar reynslu og sýn og eigum eftir að deila reynslusögum annarra. Svo komum við kannski inn á það sem er efst á baugi hverju sinni sem tengist líkamsvirðingu. En hlaðvarpið er svo nýtt að það er enn í mótun,“ segir Sólrún að lokum. Hægt er að hlusta á fyrstu tvo þættina hér fyrir neðan. Heilbrigðismál Heilsa Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ekki bara mál feitra kvenna“ Andrea Eyland ræddi breytingarnar sem gerast á líkama kvenna eftir meðgöngu og fæðingu við sálfræðinginn Elvu Björk Ágústsdóttur sálfræðing í hlaðvarpinu Kviknar. Elva Björk er móðir og hefur nýlega gegnið í gegnum líkamsbreytingarnar sem fylgja þessu ferli. 18. maí 2020 20:00 Meirihluti kvenna upplifir slæma líkamsmynd eftir fæðingu Elva Björk Ágústsdóttir og Sólrún Ósk Lárusdóttir safna nú saman reynslusögum Íslenskra kvenna af líkamsmynd eftir barnsburð. 26. apríl 2020 10:36 Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Sálfræðingurinn Elva Björk segir að sumar konur upplifi það jákvætt að ganga með barn og deila líkamanum á meðan öðrum líður eins og það sé geimvera innra með þeim. 30. mars 2020 22:06 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Sólrún Ósk Lárusdóttir og Elva Björk Ágústsdóttir hafa farið af stað með nýtt líkamsvirðingarhlaðvarp sem nefnist Bodkastið. Vinkonurnar eru báðar sálfræðimenntaðar og starfa sem kennarar. Báðar hafa þær líka verið að grúska í ýmsum líkamsvirðingartengdum málefnum síðustu ár. „Við erum báðar í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu og höfum lengi verið miklir líkamsvirðingarsinnar. Í fyrra eignuðumst við báðar börn og fórum þá að skoða líkamsmynd á og eftir meðgöngu og óskuðum eftir reynslusögum kvenna, og fengum heilmargar sögur sem við erum enn að vinna úr. Í þeirri vinnu kviknaði sú hugmynd að koma okkar reynslu, þekkingu og hugarefnum frá okkur á einhvern hátt og fannst okkur hlaðvarp henta vel enda erum við báðar mjög duglegar að tala mikið,“ segir Elva. „Af því að við erum báðar nýorðnar fertugar og að byrja með hlaðvarp er nýja svarið við miðaldurskrísu. Nei, nei, okkur langaði að miðla frekar þessum pælingum okkar um líkamsvirðingu og allt henni tengdri og veltum fyrir okkur ýmsum leiðum en fannst hlaðvarpið svo hentugur miðill. Svo finnst okkur eins og Elva segir mjög gaman að tala og eigum hvort eð er yfirleitt löng samtöl mjög reglulega um þessi mál þannig að þetta lá beinast við,“ bætir Sólrún við. Hún segir að hlaðvarpið sé sérstaklega fyrir fólk með áhuga á líkamsvirðingu eða vilja bæta sína eigin en líka fyrir þá sem vilja vita meira um málefnið. Fleiri en fjölskyldan að hlusta „Líkamsvirðingarvæna hlaðvarpið Bodkastið er fyrir alla. Við munum fjalla um margt sem tengist líkamsvirðingu eins og líkamsmynd, jákvæða og neikvæða, fitufordóma, fegurðarviðmið nútímans, líkamsmynd á og eftir meðgöngu og margt margt fleira. Ég held að flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Við stefnum á að tileinka hverjum þætti eitthvað eitt sérstakt umfjöllunarefni en í fyrsta þætti fórum við svolítið út um víðan völl. Í þætti tvö lögðum við áherslu á neikvæða líkamsmynd og ráð við slíkri líðan,“ segir Elva. „Viðbrögðin lofa góðu, það virðast fleiri en bara fjölskylda okkar og vinir hafa áhuga á að hlusta sem er alltaf plús,“ segir Elva og hlær. „Við teljum margt fólk hafa mikinn áhuga á málefninu og því vonum við að þetta hlaðvarð sé bara kærkomin viðbót í hlaðvarpsflóruna,“ bætir Sólrún við. „Við vorum búnar að láta okkur detta í hug mörg löng og frekar leiðinleg nöfn en þegar kærastinn hennar Elvu kom með uppástunguna Bodkastið þá fannst okkur það bara augljóslega hið eina rétta nafn, þrátt fyrir að vera enskuskotið.“ View this post on Instagram Líkamsvirðingar verkefni . Prófaðu að þjálfa þig í því að vera með jákvæða líkamsmynd. . Ímyndaðu þér hvernig dagurinn þinn væri ef þú værir með jákvæða líkamsmynd eða liðir vel í eigin líkama. Hvað myndirðu gera þann daginn? Hvaða tilfinningar myndirðu finna? Hvernig myndirðu tala til þín og líkamans? . . Myndirðu tala fallegra til þín? Myndirðu sleppa því að fela líkamann? Myndirðu klæðast fötum sem þér finnast falleg eða skemmtileg? Myndirðu taka meira pláss, tala meira, standa beinni í baki, fara í sund, borða fyrir framan aðra, setjast niður án þess að teygja þig í næsta púða til að fela magann, fara úr jakkanum, hjóla, sleppa því að nota farða?...... . Þegar þú hefur fundið ÞITT svar við spurningunum, reyndu þá að gera alla þessa hluti, trúa þessum hugsunum og upplifa þessar tilfinningar. Ef neikvæðar tilfinningar blossa upp getur verið gott að reyna að snúsa þær aðeins "ekki í dag.....þetta er ekki svona dagur. Kannski á morgun" . Því oftar sem við æfum okkur í góðum líkamsmyndardögum, því auðveldara verður það að upplifa slíka daga . . Þetta er pínu svona fake it until you make it dæmi ;) Verkefnið er þýtt, stolið og staðfært frá @talyngracee A post shared by Elva Björk Ágústsdóttir (@elvaagustsdottir) on Jun 24, 2020 at 8:30am PDT Allir líkamar velkomnir Þær segja að líkamsvirðing sé einfaldlega gríðarlega mikilvægt málefni. „Líkamsvirðing er mannréttindayfirlýsing þar sem felur það í sér að allir líkamar eigi rétt á virðingu og góðri umönnun. Samtök um líkamsvirðingu vilja til að mynda stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Einnig vilja samtökin vinna gegn útlitsdýrkun og fitufordómum í samfélaginu. Samtökin vilja búa til samfélag þar sem allir líkamar eru velkomnir og heilsuefling snúist um vellíðan og umhyggju gagnvart líkamanaum. Við viljum einnig að börn læri að þykja vænt um líkama sinn og beri virðingu fyrir margbreytileikanum. Við viljum líka víkka út þröngsýnar hugmyndir um fegurð. Hlaðvarpsþátturinn Bodkastið teljum við vera eitt af þeim tólum sem við getum nýtt til að koma líkamsvirðingarmálum á framfæri. Svo finnst okkur Sólrún við líka bara vera svo svakalega skemmtilegar, ekki skemmir það nú fyrir,“ segir Elva. „Það eru mjög fjölbreytt viðfangsefni sem falla undir hatt líkamsvirðingar, bæði persónuleg og samfélagsleg. Slæm líkamsmynd er því miður allt of algeng og hefur neikvæð áhrif og með því að auka veg líkamsvirðingar getum við bætt bæði líðan og heilsu okkar sjálfra og samborgara okkar,“ segir Elva. Sólrún tekur undir þetta. „Við erum líka sjálfar búnar að vera að ganga í gegnum smá líkamsmyndarvinnu í kjölfarið af þeim breytingum sem verða á líkamanum eftir meðgöngu og erum því enn tengdari málefninu nú en áður.“ Á persónulegu nótunum Markmiðið þeirra með Bodkastinu er að breiða út boðskapinn, að sá fræjum og vekja fólk til umhugsunar. „Það er af nægu að taka en allt sem tengist líkamsvirðingu eins og útlitsviðmið, fitufordómar í kvikmyndum/sjónvarpsþáttum, fyrirmyndir, heilsa óháð holdafari, líkamsmynd barna og unglinga, líkamsmynd í tengslum við kynlíf og barneignir og margt fleira,“ segir Sólrún. „En við erum alls ekki bara á fræðilegu nótunum heldur reynum við líka að hafa þetta létt og skemmtilegt svo einhver nenni að hlusta, við erum tvær vinkonur að spjalla um málefni sem okkur finnst skemmtilegt og áhugavert og eigum vonandi eftir að fá til okkar góða gesti líka. Svo held ég að við lærum sjálfar heilmikið í leiðinni,“ segir Elva. „Við erum auðvitað líka svolítið á persónulegu nótunum og tölum um okkar reynslu og sýn og eigum eftir að deila reynslusögum annarra. Svo komum við kannski inn á það sem er efst á baugi hverju sinni sem tengist líkamsvirðingu. En hlaðvarpið er svo nýtt að það er enn í mótun,“ segir Sólrún að lokum. Hægt er að hlusta á fyrstu tvo þættina hér fyrir neðan.
Heilbrigðismál Heilsa Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ekki bara mál feitra kvenna“ Andrea Eyland ræddi breytingarnar sem gerast á líkama kvenna eftir meðgöngu og fæðingu við sálfræðinginn Elvu Björk Ágústsdóttur sálfræðing í hlaðvarpinu Kviknar. Elva Björk er móðir og hefur nýlega gegnið í gegnum líkamsbreytingarnar sem fylgja þessu ferli. 18. maí 2020 20:00 Meirihluti kvenna upplifir slæma líkamsmynd eftir fæðingu Elva Björk Ágústsdóttir og Sólrún Ósk Lárusdóttir safna nú saman reynslusögum Íslenskra kvenna af líkamsmynd eftir barnsburð. 26. apríl 2020 10:36 Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Sálfræðingurinn Elva Björk segir að sumar konur upplifi það jákvætt að ganga með barn og deila líkamanum á meðan öðrum líður eins og það sé geimvera innra með þeim. 30. mars 2020 22:06 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
„Ekki bara mál feitra kvenna“ Andrea Eyland ræddi breytingarnar sem gerast á líkama kvenna eftir meðgöngu og fæðingu við sálfræðinginn Elvu Björk Ágústsdóttur sálfræðing í hlaðvarpinu Kviknar. Elva Björk er móðir og hefur nýlega gegnið í gegnum líkamsbreytingarnar sem fylgja þessu ferli. 18. maí 2020 20:00
Meirihluti kvenna upplifir slæma líkamsmynd eftir fæðingu Elva Björk Ágústsdóttir og Sólrún Ósk Lárusdóttir safna nú saman reynslusögum Íslenskra kvenna af líkamsmynd eftir barnsburð. 26. apríl 2020 10:36
Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Sálfræðingurinn Elva Björk segir að sumar konur upplifi það jákvætt að ganga með barn og deila líkamanum á meðan öðrum líður eins og það sé geimvera innra með þeim. 30. mars 2020 22:06