Dúx með ágætiseinkunn og nær fullkomna mætingu fær ekki inngöngu í Háskólann á Akureyri Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2020 21:12 Davíð Atli Gunnnarsson útskrifaðist úr Framhaldsskólanum á Húsavík í fyrra með ágætiseinkunnina 9,38. Hann fær ekki inngöngu í Háskólann á Akureyri í haust. Samsett Tvítugur piltur sem dúxaði við útskrift úr Framhaldsskólanum á Húsavík í fyrra var synjað um inngöngu í viðskiptafræðinám við Háskólann á Akureyri í haust. Hann segist gáttaður á málinu og gagnrýnir HA fyrir forgangsröðun á þeim skilyrðum sem þarf inn í námið, skilyrði sem honum bauðst ekki að uppfylla sökum takmarkaðs námsframboðs í framhaldsskólanum. Davíð Atli Gunnnarsson útskrifaðist úr Framhaldsskólanum á Húsavík í fyrra með ágætiseinkunnina 9,38 og varð þar með dúx árgangsins. Davíð tók sér ársfrí frá námi eftir útskrift og sótti svo um að hefja nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri í haust. Í fyrradag barst svo svar við umsókninni og var honum synjað um skólavist, líkt og áður segir. Davíð segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki órað fyrir því að umsókn hans yrði afgreidd á þennan hátt. „Ég er búinn að vera að hringja fram og til baka og það eina sem þau segja marktækt er að þeim þykir þetta mjög leitt og benda svo alltaf á ríkið, að það vanti aukið fjármagn.“ Óréttlát afgreiðsla 309 sóttu um nám í viðskiptafræði við HA. 120 áttu upphaflega að fá inngöngu en 30 plássum var svo bætt við þegar menntamálaráðuneytið gaf það út í júní að tryggt yrði fjármagn til framhalds- og háskóla til að mæta aukinni aðsókn. Davíð segir að í samtölum sínum við starfsmenn háskólans hafi hann fengið þær upplýsingar að af þessum 309 sem sóttu um væru 250 með stúdentspróf. „Og það eru reglur um það að þeir sem eru með stúdentspróf gangi alltaf fyrir. Þannig að í raun eru þetta hundrað manns með stúdentspróf sem er hafnað en 150 samþykktir. Ég með þessa einkunn, og 99,93 prósent mætingu, mér er hafnað.“ Í svari HA við umsókn Davíðs eru jafnframt tilgreindar þrjár ástæður sem gætu verið fyrir synjun: Umsækjandi uppfylli ekki inntökuskilyrði Staðfest afrit af námsferli/stúdentsprófi/prófskírteini barst ekki í tæka tíð Forgangsraða þurfti umsóknum vegna mikillar aðsóknar og umsóknin ekki uppfyllt nægilega þá matsþætti sem voru til grundvallar Davíð uppfyllir inntökuskilyrði þar sem hann er með stúdentspróf og þá barst prófskírteini hans í tæka tíð. Synjun umsóknar hans virðist því á grundvelli þriðju ástæðunnar. „Mín gagnrýni er aðallega sú að þeir eru ekki að forgangsraða þessu rétt. Segjum sem svo að það sé nemandi sem útskrifast úr VMA og hann kannski tekur tvo viðskiptafræðiáfanga en er rétt að slefa með sexu eða sjöu í einkunn, þá er hann kominn fram fyrir mig þó að ég sé með fullkomna mætingu og mjög góða einkunn. Þetta finnst mér bara óréttlátt,“ segir Davíð. „Ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera“ Í þessu samhengi vísar hann í inntökuskilyrði háskólans. Þar kemur fram að ef umsækjendur sem eru með stúdentspróf eða sambærilegt próf eru fleiri en þau pláss sem í boði eru, skal forgangsraða nemendum eftir ákveðnum skilyrðum. Þannig er horft til framhaldsskólaeininga í stærðfræði, ensku og viðskiptafræði. Davíð segist hafa tekið eins marga stærðfræði- og enskuáfanga og í boði voru í Framhaldsskólanum á Húsavík. Þannig var hann til að mynda tíu einingum yfir viðmiðinu í stærðfræði. Engir viðskiptafræðiáfangar standa hins vegar nemendum framhaldsskólans til boða og Davíð stóð þess vegna sjálfkrafa höllum fæti í þeim efnum. Þá tekur háskólinn einnig til greina ferilskrá og kynningarbréf, sem Davíð kveðst hafa skilað inn hvoru um sig og fengið fullt fyrir. „Ég er mjög fúll út í skólann. Ég er búinn að vera í sambandi við fólk sem er eitthvað að reyna að gera í þessu fyrir mig en maður veit auðvitað ekkert. Ég bjóst ekki við því að mér yrði hafnað. Það kom ekki upp í hugann. Ég sótti ekki um neins staðar annars staðar því ég gekk bara að því að ég myndi komast inn. Þannig að nú er ég í pattstöðu því ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera.“ Davíð segist ekki una þessari niðurstöðu. Hann hyggst ráðfæra sig við menntamálaráðuneytið og vonast til að hægt verði að kæra niðurstöðuna þangað. „Ég vildi koma fram þessari gagnrýni því þetta er ekki réttlátt fyrir þá sem eru að standa sig frábærlega í námi, eru með fullkomna mætingu, að aðrir séu teknir fram fyrir. Það er ekki réttlátt.“ Akureyri Skóla- og menntamál Dúxar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Tvítugur piltur sem dúxaði við útskrift úr Framhaldsskólanum á Húsavík í fyrra var synjað um inngöngu í viðskiptafræðinám við Háskólann á Akureyri í haust. Hann segist gáttaður á málinu og gagnrýnir HA fyrir forgangsröðun á þeim skilyrðum sem þarf inn í námið, skilyrði sem honum bauðst ekki að uppfylla sökum takmarkaðs námsframboðs í framhaldsskólanum. Davíð Atli Gunnnarsson útskrifaðist úr Framhaldsskólanum á Húsavík í fyrra með ágætiseinkunnina 9,38 og varð þar með dúx árgangsins. Davíð tók sér ársfrí frá námi eftir útskrift og sótti svo um að hefja nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri í haust. Í fyrradag barst svo svar við umsókninni og var honum synjað um skólavist, líkt og áður segir. Davíð segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki órað fyrir því að umsókn hans yrði afgreidd á þennan hátt. „Ég er búinn að vera að hringja fram og til baka og það eina sem þau segja marktækt er að þeim þykir þetta mjög leitt og benda svo alltaf á ríkið, að það vanti aukið fjármagn.“ Óréttlát afgreiðsla 309 sóttu um nám í viðskiptafræði við HA. 120 áttu upphaflega að fá inngöngu en 30 plássum var svo bætt við þegar menntamálaráðuneytið gaf það út í júní að tryggt yrði fjármagn til framhalds- og háskóla til að mæta aukinni aðsókn. Davíð segir að í samtölum sínum við starfsmenn háskólans hafi hann fengið þær upplýsingar að af þessum 309 sem sóttu um væru 250 með stúdentspróf. „Og það eru reglur um það að þeir sem eru með stúdentspróf gangi alltaf fyrir. Þannig að í raun eru þetta hundrað manns með stúdentspróf sem er hafnað en 150 samþykktir. Ég með þessa einkunn, og 99,93 prósent mætingu, mér er hafnað.“ Í svari HA við umsókn Davíðs eru jafnframt tilgreindar þrjár ástæður sem gætu verið fyrir synjun: Umsækjandi uppfylli ekki inntökuskilyrði Staðfest afrit af námsferli/stúdentsprófi/prófskírteini barst ekki í tæka tíð Forgangsraða þurfti umsóknum vegna mikillar aðsóknar og umsóknin ekki uppfyllt nægilega þá matsþætti sem voru til grundvallar Davíð uppfyllir inntökuskilyrði þar sem hann er með stúdentspróf og þá barst prófskírteini hans í tæka tíð. Synjun umsóknar hans virðist því á grundvelli þriðju ástæðunnar. „Mín gagnrýni er aðallega sú að þeir eru ekki að forgangsraða þessu rétt. Segjum sem svo að það sé nemandi sem útskrifast úr VMA og hann kannski tekur tvo viðskiptafræðiáfanga en er rétt að slefa með sexu eða sjöu í einkunn, þá er hann kominn fram fyrir mig þó að ég sé með fullkomna mætingu og mjög góða einkunn. Þetta finnst mér bara óréttlátt,“ segir Davíð. „Ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera“ Í þessu samhengi vísar hann í inntökuskilyrði háskólans. Þar kemur fram að ef umsækjendur sem eru með stúdentspróf eða sambærilegt próf eru fleiri en þau pláss sem í boði eru, skal forgangsraða nemendum eftir ákveðnum skilyrðum. Þannig er horft til framhaldsskólaeininga í stærðfræði, ensku og viðskiptafræði. Davíð segist hafa tekið eins marga stærðfræði- og enskuáfanga og í boði voru í Framhaldsskólanum á Húsavík. Þannig var hann til að mynda tíu einingum yfir viðmiðinu í stærðfræði. Engir viðskiptafræðiáfangar standa hins vegar nemendum framhaldsskólans til boða og Davíð stóð þess vegna sjálfkrafa höllum fæti í þeim efnum. Þá tekur háskólinn einnig til greina ferilskrá og kynningarbréf, sem Davíð kveðst hafa skilað inn hvoru um sig og fengið fullt fyrir. „Ég er mjög fúll út í skólann. Ég er búinn að vera í sambandi við fólk sem er eitthvað að reyna að gera í þessu fyrir mig en maður veit auðvitað ekkert. Ég bjóst ekki við því að mér yrði hafnað. Það kom ekki upp í hugann. Ég sótti ekki um neins staðar annars staðar því ég gekk bara að því að ég myndi komast inn. Þannig að nú er ég í pattstöðu því ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera.“ Davíð segist ekki una þessari niðurstöðu. Hann hyggst ráðfæra sig við menntamálaráðuneytið og vonast til að hægt verði að kæra niðurstöðuna þangað. „Ég vildi koma fram þessari gagnrýni því þetta er ekki réttlátt fyrir þá sem eru að standa sig frábærlega í námi, eru með fullkomna mætingu, að aðrir séu teknir fram fyrir. Það er ekki réttlátt.“
Akureyri Skóla- og menntamál Dúxar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira