Guðni vísar því til föðurhúsanna að finna megi „hálf-fasísk“ skilaboð í myndbandinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2020 19:55 Guðni Bergsson fyrir kappræðurnar í gær. vísir/vilhelm Guðni Bergsson formaður KSÍ segir að þeir sem gagnrýnt hafi kynningarmyndband sambandsins á nýju merki landsliða Íslands verði að sjá í hvaða samhengi það er sett fram. Hann vísar því til föðurhúsanna að í því megi finna einhvers konar „hálffasísk skilaboð.“ Myndbandið sem kynnir hið nýja merki til leiks hefur vakið mikla athygli og fengið mikið áhorf. Ekki virðast þó allir vera á eitt sáttir með myndbandið og það myndmál sem finna má í því. Þannig ritaði Illugi Jökulsson bréf til Guðna þar sem hann benti honum á að í myndbandinu væri ýtt undir „hálffasíska en alranga söguskoðun um að Íslendingar þyrftu í sífellu að berjast.“ Gagnrýnin hefur einnig heyrst úr öðrum áttum, líkt og Vísir greindi frá í dag. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni slógu á þráðinn til Guðna til að heyra hvað honum þætti um þá gagnrýni sem heyrst hefur. „Hún hefur vissulega komið mér á óvart. Ég verð nú að segja það. Ég hef nú svarað Illuga og ég vil nú bara benda á í sjálfu sér að það verður að sjá í hvaða samhengi þetta er allt sett fram. Við erum auðvitað að vísa í sagnahefð okkar varðandi landvættina. Þegar við erum að tala um að hrinda einhvers konar árásum þá er þetta auðvitað bara líkingamál,“ sagði Guðni. „Við erum að tala um gamma, griðung, dreka og bergrisa sem er nú vísbending um það að þetta sé fært í stílinn,“ bætti hann við til að undirstrika mál sitt. Þá sagði hann að það kæmi ekki til greina að búa til einhverja aðra útgáfu fyrir þá sem ekki tengi við landvættina og annað sem KSÍ vísaði í í myndbandinu. Allir eigi rétt á sínum skoðunum en hann get ekki tekið undir að þarna megi finna einhvers konar hálf-fasísk skilaboð. „Ég held að þegar grannt er skoðað og ég er búinn að fara yfir myndbandið og lesa textann oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, þarna gekk fólki bara eitt gott til og ég algjörlega vísa því til föðurhúsanna að hér sé einhvers konar hálffasísk skilaboð eða eitthvað slíkt. Við erum þarna að skapa ákveðin hughrif.“ Fótbolti KSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Landsliðsmerkið slær í gegn: Milljón spilanir á innan við sólarhring Nýtt merki íslensku knattspyrnulandsliðanna hefur slegið í gegn í netheimum eftir að það var kynnt í gær. Myndband sem KSÍ birti á Twitter-síðu sinni hefur verið spilað í yfir milljón skipta á innan við sólarhring og eru viðbrögðin ákaflega jákvæð. 2. júlí 2020 15:30 Mjög ánægð með nýtt merki og treyju KSÍ | Virðist klæða alla jafn vel Nýtt landsliðsmerki, treyjan sjálf og varningur fá góða dóma. 2. júlí 2020 14:05 Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes Eitt frægasta íþróttablað heims fjallar um hinn fjölhæfa landsliðsmarkvörð Íslands. 2. júlí 2020 13:30 Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Umdeilt myndband frá Brandenburg og KSÍ. Meðan Sigmundur Davíð er hrifinn talar prófessor HR um Blut and Boden. 2. júlí 2020 11:17 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Guðni Bergsson formaður KSÍ segir að þeir sem gagnrýnt hafi kynningarmyndband sambandsins á nýju merki landsliða Íslands verði að sjá í hvaða samhengi það er sett fram. Hann vísar því til föðurhúsanna að í því megi finna einhvers konar „hálffasísk skilaboð.“ Myndbandið sem kynnir hið nýja merki til leiks hefur vakið mikla athygli og fengið mikið áhorf. Ekki virðast þó allir vera á eitt sáttir með myndbandið og það myndmál sem finna má í því. Þannig ritaði Illugi Jökulsson bréf til Guðna þar sem hann benti honum á að í myndbandinu væri ýtt undir „hálffasíska en alranga söguskoðun um að Íslendingar þyrftu í sífellu að berjast.“ Gagnrýnin hefur einnig heyrst úr öðrum áttum, líkt og Vísir greindi frá í dag. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni slógu á þráðinn til Guðna til að heyra hvað honum þætti um þá gagnrýni sem heyrst hefur. „Hún hefur vissulega komið mér á óvart. Ég verð nú að segja það. Ég hef nú svarað Illuga og ég vil nú bara benda á í sjálfu sér að það verður að sjá í hvaða samhengi þetta er allt sett fram. Við erum auðvitað að vísa í sagnahefð okkar varðandi landvættina. Þegar við erum að tala um að hrinda einhvers konar árásum þá er þetta auðvitað bara líkingamál,“ sagði Guðni. „Við erum að tala um gamma, griðung, dreka og bergrisa sem er nú vísbending um það að þetta sé fært í stílinn,“ bætti hann við til að undirstrika mál sitt. Þá sagði hann að það kæmi ekki til greina að búa til einhverja aðra útgáfu fyrir þá sem ekki tengi við landvættina og annað sem KSÍ vísaði í í myndbandinu. Allir eigi rétt á sínum skoðunum en hann get ekki tekið undir að þarna megi finna einhvers konar hálf-fasísk skilaboð. „Ég held að þegar grannt er skoðað og ég er búinn að fara yfir myndbandið og lesa textann oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, þarna gekk fólki bara eitt gott til og ég algjörlega vísa því til föðurhúsanna að hér sé einhvers konar hálffasísk skilaboð eða eitthvað slíkt. Við erum þarna að skapa ákveðin hughrif.“
Fótbolti KSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Landsliðsmerkið slær í gegn: Milljón spilanir á innan við sólarhring Nýtt merki íslensku knattspyrnulandsliðanna hefur slegið í gegn í netheimum eftir að það var kynnt í gær. Myndband sem KSÍ birti á Twitter-síðu sinni hefur verið spilað í yfir milljón skipta á innan við sólarhring og eru viðbrögðin ákaflega jákvæð. 2. júlí 2020 15:30 Mjög ánægð með nýtt merki og treyju KSÍ | Virðist klæða alla jafn vel Nýtt landsliðsmerki, treyjan sjálf og varningur fá góða dóma. 2. júlí 2020 14:05 Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes Eitt frægasta íþróttablað heims fjallar um hinn fjölhæfa landsliðsmarkvörð Íslands. 2. júlí 2020 13:30 Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Umdeilt myndband frá Brandenburg og KSÍ. Meðan Sigmundur Davíð er hrifinn talar prófessor HR um Blut and Boden. 2. júlí 2020 11:17 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Landsliðsmerkið slær í gegn: Milljón spilanir á innan við sólarhring Nýtt merki íslensku knattspyrnulandsliðanna hefur slegið í gegn í netheimum eftir að það var kynnt í gær. Myndband sem KSÍ birti á Twitter-síðu sinni hefur verið spilað í yfir milljón skipta á innan við sólarhring og eru viðbrögðin ákaflega jákvæð. 2. júlí 2020 15:30
Mjög ánægð með nýtt merki og treyju KSÍ | Virðist klæða alla jafn vel Nýtt landsliðsmerki, treyjan sjálf og varningur fá góða dóma. 2. júlí 2020 14:05
Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes Eitt frægasta íþróttablað heims fjallar um hinn fjölhæfa landsliðsmarkvörð Íslands. 2. júlí 2020 13:30
Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Umdeilt myndband frá Brandenburg og KSÍ. Meðan Sigmundur Davíð er hrifinn talar prófessor HR um Blut and Boden. 2. júlí 2020 11:17