Samverkakona Epstein handtekin af FBI Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2020 13:55 Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein. Getty/Jared Siskin Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona og fyrrverandi kærasta Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Hún var sögð handtekin í New Hampshire sökuð um aðild að brotum Epsteins og kemur hún fyrir alríkisdóm innan skamms. Hún hefur áður neitað allri aðild eða þekkingu um brotin sem Epstein er sakaður um. Epstein lést í fangelsi í New York þann 10. ágúst síðastliðinn á meðan hann beið þess að koma fyrir dóm vegna ákæranna um kynferðisbrot og mansal. Hann var handtekinn í fyrra í New York sakaður um að hafa staðið á bak við mansalshring. Sumar þeirra sem sakað hafa Epstein og Maxwell um mansal og kynlífsþrælkun voru unglingar þegar brotin áttu sér stað og þær yngstu aðeins 14 ára gamlar. Dauði Epstein var úrskurðaður sjálfsvíg. Konurnar sem sakað hafa Epstein um misnotkun segjast hafa kynnst honum í gegnum Maxwell. Þær hafi í kjölfarið verið kynferðislega misnotaðar af honum og vinum hans. Virginia Giuffre, ein kvennanna, sakar Maxwell um að hafa boðið henni vinnu við að nudda Epstein, þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul. Fyrr á þessu ári kærði Maxwell bú Epstein og krafðist hún þess að fá bætur fyrir þann kostnað sem fylgt hefur málinu, bæði vegna lagalegrar aðstoðar og við það að tryggja öryggi hennar. Hún segist reglulega fá hótanir og óttist hún um öryggi sitt og líf. Fréttin hefur verið uppfærð. Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona og fyrrverandi kærasta Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Hún var sögð handtekin í New Hampshire sökuð um aðild að brotum Epsteins og kemur hún fyrir alríkisdóm innan skamms. Hún hefur áður neitað allri aðild eða þekkingu um brotin sem Epstein er sakaður um. Epstein lést í fangelsi í New York þann 10. ágúst síðastliðinn á meðan hann beið þess að koma fyrir dóm vegna ákæranna um kynferðisbrot og mansal. Hann var handtekinn í fyrra í New York sakaður um að hafa staðið á bak við mansalshring. Sumar þeirra sem sakað hafa Epstein og Maxwell um mansal og kynlífsþrælkun voru unglingar þegar brotin áttu sér stað og þær yngstu aðeins 14 ára gamlar. Dauði Epstein var úrskurðaður sjálfsvíg. Konurnar sem sakað hafa Epstein um misnotkun segjast hafa kynnst honum í gegnum Maxwell. Þær hafi í kjölfarið verið kynferðislega misnotaðar af honum og vinum hans. Virginia Giuffre, ein kvennanna, sakar Maxwell um að hafa boðið henni vinnu við að nudda Epstein, þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul. Fyrr á þessu ári kærði Maxwell bú Epstein og krafðist hún þess að fá bætur fyrir þann kostnað sem fylgt hefur málinu, bæði vegna lagalegrar aðstoðar og við það að tryggja öryggi hennar. Hún segist reglulega fá hótanir og óttist hún um öryggi sitt og líf. Fréttin hefur verið uppfærð.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56