Betra að ráðast á læknana sem skrifa upp á of mikið af þessum lyfjum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júlí 2020 17:00 Rapparinn Emmsjé Gauti segir fáránlegt að horfa á fíkniefnaneytendur sem glæpamenn en ekki veikt fólk. Skjáskot/Youtube Emmsjé Gauti, sem gefur út plötuna Bleikt Ský í dag, er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta hlaðvarpi Sölva. Í viðtalinu segist Gauti persónulega þekkja fólk sem hefur dáið úr ofneyslu. Hann ræðir einnig um glæpavæðingu fíkniefna, tónlistina, kvíðatímabilið sem hann gekk í gegnum, trúarbrögð, guð og skoðanakúgun. Veikt fólk ekki glæpamenn „Nú þekki ég sjálfur fólk sem hefur dáið úr ofneyslu læknadóps og ég hef sjálfur fundið það þegar ég fékk skrifað upp á Parkodín Forte í massavís eftir hálskirtlatöku hvað ópíóðar eru hættulegt dæmi,“ segir Gauti í viðtalinu við Sölva og bætir við: „Ég held að það fyrsta sem þurfi að fara að gera í þessari umræðu er að ráðast á læknana sem eru að útskrifa allt of mikið af lyfseðilsskyldum lyfjum sem er síðan verið að selja, eins og Oxy, Parkódín Forte og Fentanýl sem er í umferð og er að drepa fólk.“ Hann segir fáránlegt að enn sé horft á fíkniefnaneytendur sem glæpamenn en ekki veikt fólk. Það sé löngu úrelt að eiga við hlutina með þessum hætti og ástæðan fyrir því að svo mikill greinarmunur sé gerður á áfengi og öðrum efnum sé fyrst og fremst vegna þess að áfengi sé samfélagslega viðurkennt og fólk sé háð því með einum eða öðrum hætti. Gauti tekur það skýrt fram að hann sé alls ekki hrifinn af fíkniefnum, en er algjörlega sannfærður um að glæpavæðing efnanna sé löngu úrelt leið til þess að eiga við vandann. „Ég vildi óska þess að það þyrfti enginn að nota fíkniefni… en ég held til dæmis að það sé augljóst að þú lagir ekki sprautufíkil með því að handtaka hann og færa hann í fangageymslu.“ Platan Bleikt ský er væntanleg á streymisveitur á miðnætti en útgáfutónleikarnir fara fram þann 18. júlí. Brotið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtal Sölva við Gauta er komið í heild sína á Youtube. Klippa: Podcast með Sölva Tryggva - Emmsjé Gauti Podcast með Sölva Tryggva Fíkn Heilbrigðismál Tónlist Tengdar fréttir Hugsar um EM málið alla daga: „Ég gerði bara gjörsamlega upp á bak“ Björn Steinbekk er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann meðal annars um EM miðamálið frá því fyrir fjórum árum. 30. júní 2020 10:03 Emmsjé Gauti: „Kominn tími á þetta bull aftur“ „Stundum elskaði ég hana og stundum langaði mig bara að henda henni. En núna er ég mjög spenntur og stoltur“, þetta segir Emmsjé Gauti í samtali við Vísi. 1. júlí 2020 12:58 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Emmsjé Gauti, sem gefur út plötuna Bleikt Ský í dag, er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta hlaðvarpi Sölva. Í viðtalinu segist Gauti persónulega þekkja fólk sem hefur dáið úr ofneyslu. Hann ræðir einnig um glæpavæðingu fíkniefna, tónlistina, kvíðatímabilið sem hann gekk í gegnum, trúarbrögð, guð og skoðanakúgun. Veikt fólk ekki glæpamenn „Nú þekki ég sjálfur fólk sem hefur dáið úr ofneyslu læknadóps og ég hef sjálfur fundið það þegar ég fékk skrifað upp á Parkodín Forte í massavís eftir hálskirtlatöku hvað ópíóðar eru hættulegt dæmi,“ segir Gauti í viðtalinu við Sölva og bætir við: „Ég held að það fyrsta sem þurfi að fara að gera í þessari umræðu er að ráðast á læknana sem eru að útskrifa allt of mikið af lyfseðilsskyldum lyfjum sem er síðan verið að selja, eins og Oxy, Parkódín Forte og Fentanýl sem er í umferð og er að drepa fólk.“ Hann segir fáránlegt að enn sé horft á fíkniefnaneytendur sem glæpamenn en ekki veikt fólk. Það sé löngu úrelt að eiga við hlutina með þessum hætti og ástæðan fyrir því að svo mikill greinarmunur sé gerður á áfengi og öðrum efnum sé fyrst og fremst vegna þess að áfengi sé samfélagslega viðurkennt og fólk sé háð því með einum eða öðrum hætti. Gauti tekur það skýrt fram að hann sé alls ekki hrifinn af fíkniefnum, en er algjörlega sannfærður um að glæpavæðing efnanna sé löngu úrelt leið til þess að eiga við vandann. „Ég vildi óska þess að það þyrfti enginn að nota fíkniefni… en ég held til dæmis að það sé augljóst að þú lagir ekki sprautufíkil með því að handtaka hann og færa hann í fangageymslu.“ Platan Bleikt ský er væntanleg á streymisveitur á miðnætti en útgáfutónleikarnir fara fram þann 18. júlí. Brotið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtal Sölva við Gauta er komið í heild sína á Youtube. Klippa: Podcast með Sölva Tryggva - Emmsjé Gauti
Podcast með Sölva Tryggva Fíkn Heilbrigðismál Tónlist Tengdar fréttir Hugsar um EM málið alla daga: „Ég gerði bara gjörsamlega upp á bak“ Björn Steinbekk er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann meðal annars um EM miðamálið frá því fyrir fjórum árum. 30. júní 2020 10:03 Emmsjé Gauti: „Kominn tími á þetta bull aftur“ „Stundum elskaði ég hana og stundum langaði mig bara að henda henni. En núna er ég mjög spenntur og stoltur“, þetta segir Emmsjé Gauti í samtali við Vísi. 1. júlí 2020 12:58 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Hugsar um EM málið alla daga: „Ég gerði bara gjörsamlega upp á bak“ Björn Steinbekk er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann meðal annars um EM miðamálið frá því fyrir fjórum árum. 30. júní 2020 10:03
Emmsjé Gauti: „Kominn tími á þetta bull aftur“ „Stundum elskaði ég hana og stundum langaði mig bara að henda henni. En núna er ég mjög spenntur og stoltur“, þetta segir Emmsjé Gauti í samtali við Vísi. 1. júlí 2020 12:58
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp