Gapandi á færanýtingu Gróttu: „Hvernig þeir fóru að því að skora ekki er rannsóknarefni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 2. júlí 2020 07:30 Færanýing Gróttu var til umræðu í Stúkunni. vísir/s2s Atli Viðar Björnsson, spekingur Pepsi Max-stúkunnar, segir að Grótta hafi líklega fengið fleiri í leiknum gegn Fylki en þeir munu fá í allri fyrri umferðinni. Seltirningar töpuðu 2-0 fyrir Fylki í 3. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nýliðarnir fóru illa með færin sín í leiknum. Atli Viðar, einn markahæsti leikmaður efstu deildar í knattspyrnu, segir að Gróttumenn þurfi að nýta færin ef ekki illa eigi að fara. „Ég held að þeir hafi fengið fleiri færi í þessum leik heldur en þeir munu fá í allri fyrri umferðinni eða jafnvel tímabilinu. Hvernig þeir fóru að því að skora ekki er rannsóknarefni. Er þetta ekki bara gæðaleysi? Þeir eru bara númeri of litlir í verkefnið og það er að skína í gegn,“ sagði Atli Viðar og hélt áfram. „Vonandi afsanna þeir þetta allt saman og mæta til leiks fyrr en síðar, ef ekki á illa að fara snemma. En það eru svo mörg augnablik þar sem teknar eru slakar ákvarðanir eða slakar framkvæmdir í lokamómentinu.“ Davíð Þór segir að þrátt fyrir færanýtinguna þá þurfi liðið að vera enn betur skipulagt en það hefur verið í fyrstu þremur leikjunum. „Menn eru mikið að tala um að þetta séu mikið af leikmönnum sem voru að spila í 2. deild fyrir tveimur árum síðan og þeir eru komnir upp í úrvalsdeild. Þeir eru ekki að fara vinna leiki á einhverjum gæðum eða ná í stig á gæðum.“ „Það sem þeir þurfa að gera og gera betur en þeir hafa gert. Þeir þurfa að vera enn betur skipulagðir. Auðvitað verður ótrúlega erfitt að halda sér í þessari deild og það er enginn spurning um það en það sem mér fannst, sérstaklega í Valsleiknum, er að það sást greinilega hvað þeir voru í miklu basli skipulagslega séð.“ „Það er eitthvað sem Gústi þarf að vinna í með þeim og reyna koma í betra form. Með góðu skipulagi þá geturðu náð í stig og sigur hér og þar. Það er að segja ef þú skorar.“ Hluta af umræðunni um Gróttu má sjá að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Færanýting Gróttu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Grótta Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Atli Viðar Björnsson, spekingur Pepsi Max-stúkunnar, segir að Grótta hafi líklega fengið fleiri í leiknum gegn Fylki en þeir munu fá í allri fyrri umferðinni. Seltirningar töpuðu 2-0 fyrir Fylki í 3. umferð Pepsi Max-deildarinnar en nýliðarnir fóru illa með færin sín í leiknum. Atli Viðar, einn markahæsti leikmaður efstu deildar í knattspyrnu, segir að Gróttumenn þurfi að nýta færin ef ekki illa eigi að fara. „Ég held að þeir hafi fengið fleiri færi í þessum leik heldur en þeir munu fá í allri fyrri umferðinni eða jafnvel tímabilinu. Hvernig þeir fóru að því að skora ekki er rannsóknarefni. Er þetta ekki bara gæðaleysi? Þeir eru bara númeri of litlir í verkefnið og það er að skína í gegn,“ sagði Atli Viðar og hélt áfram. „Vonandi afsanna þeir þetta allt saman og mæta til leiks fyrr en síðar, ef ekki á illa að fara snemma. En það eru svo mörg augnablik þar sem teknar eru slakar ákvarðanir eða slakar framkvæmdir í lokamómentinu.“ Davíð Þór segir að þrátt fyrir færanýtinguna þá þurfi liðið að vera enn betur skipulagt en það hefur verið í fyrstu þremur leikjunum. „Menn eru mikið að tala um að þetta séu mikið af leikmönnum sem voru að spila í 2. deild fyrir tveimur árum síðan og þeir eru komnir upp í úrvalsdeild. Þeir eru ekki að fara vinna leiki á einhverjum gæðum eða ná í stig á gæðum.“ „Það sem þeir þurfa að gera og gera betur en þeir hafa gert. Þeir þurfa að vera enn betur skipulagðir. Auðvitað verður ótrúlega erfitt að halda sér í þessari deild og það er enginn spurning um það en það sem mér fannst, sérstaklega í Valsleiknum, er að það sást greinilega hvað þeir voru í miklu basli skipulagslega séð.“ „Það er eitthvað sem Gústi þarf að vinna í með þeim og reyna koma í betra form. Með góðu skipulagi þá geturðu náð í stig og sigur hér og þar. Það er að segja ef þú skorar.“ Hluta af umræðunni um Gróttu má sjá að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Færanýting Gróttu
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Grótta Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira