Birting draga um breytingar á stjórnarskrá feli ekki í sér skuldbindingu fyrir formenn stjórnmálaflokka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. júlí 2020 13:12 Drögin byggja á vinnu formanna flokka sem fulltrúa eiga á Alþingi sem staðið hefur yfir á kjörtímabilinu. Vísir/Vilhelm Forseti mun aðeins geta setið í 12 ár í embætti og frambjóðendur til forseta munu þurfa meðmæli minnst 2,5% kosningabærra Íslendinga til að geta boðið sig fram. Þetta er meðal þess sem boðað er í drögum að breytingum á stjórnarskrá sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa á kjörtímabilinu átt reglulega fundi um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Drög að frumvarpi um breytingar á afmörkuðum hluta stjórnarskrár Íslands voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Í samráðsgátt er áréttað að birting í draga samráðsgátt á þessu stigi feli ekki í sér skuldbindingu af hálfu formanna flokkanna til að standa að framlagningu frumvarpa í þessari mynd á Alþingi. Umsagnarfrestur er til 22. júlí næstkomandi. Endurskoðun á II. kafla Skúli Magnússon héraðsdómari og dósent var fenginn til að semja frumvarp til stjórnarskipunarlaga í samráði við formenn flokkanna, sem fæli í sér tilteknar afmarkaðar breytingar á öðrum kafla stjórnarskrárinnar. „Mér var sem sagt falið að aðstoða við endurskoðun á öðrum kafla stjórnarskrárinnar og það er sá kafli sem lýtur að forseta Íslands og handhafa framkvæmdavalds, ríkisstjórn og ráðherrum og skildum atriðum,“ segir Skúli. „Ég held að megi segja að markmiðin með þessari endurskoðun séu kannski tvíþætt, annars vegar er að uppfæra stjórnarskrána þannig að hún endurspegli betur gildandi réttarreglur sem í sjálfu sér er enginn ágreiningur um,“ segir Skúli. Dæmi um það séu til dæmis þingræðisreglan sem lagt er til að fest verði í sessi í stjórnarskrá samkvæmt drögunum og reglur um myndun ríkisstjórnar. „Í annan stað þá er verið að gera mjög hógværar umbætur og verið að marka kannski stefnuna aðeins fram á við. Dæmi um það eru til dæmis ákvæði um umsjónar- og samræmingarhlutverk forsætisráðherra, það er fest í lög að hæfni og málefnaleg sjónarmið eigi að ráða förinni við skipun embættismanna,“ nefnir Skúli sem dæmi. Þessi atriði myndu kalla á einhverja endurskoðun á gildandi lögum. „Það er verið að gera talsverðar breytingar á reglum um ráðherra ábyrgð, sem sagt stjórnarskrárinnar, og landsdóm,“ útskýrir Skúli. Kjörtímabil forseta verði sex ár í stað fjögurra Breytingarnar sem lagðar eru til fela þannig annars vegar í sér ákveðnar lagfæringar og hógværar breytingar en hins vegar töluvert miklar breytingar á kjörtímabili forseta Íslands. „Það er sem sagt gert ráð fyrir því að forseti geti setið að hámarki í tvö kjörtímabil, sem væri þá að hámarki sex ár, og þarna er verið að taka mið af stjórnskipun ýmissa annarra ríkja þar sem að sú hugmynd er lögð til grundvallar að það sé óheppilegt að einn maður, einn og sami maðurinn, gegni embætti af þessu tagi of lengi,“ segir Skúli. Þá er lagt til að 2,5% til 5% kosningabærra Íslendinga í stað 1.500 meðmæla að lágmarki. Miðað við þann fjölda fólks sem nú er á kjörskrá myndi þetta þýða að frambjóðandi myndi þurfa að afla undirskrifta að lágmarki um það bil sex þúsund meðmælenda í stað 15 hundruð líkt og gert er ráð fyrir nú. Aukinn fjöldi meðmælenda eigi ekki að reisa miklar girðingar „Það er auðvitað þannig að árið 1944 þegar að núgildandi ákvæði var samið þá var fjöldi kosningabærra manna eitthvað um sjötíu þúsund og í dag er hann um 250 þúsund í síðustu kosningum, þannig að í raun og veru hefur hlutfallsleg krafa til fjölda meðmælenda lækkað mjög mikið á síðustu áratugum og hugmyndin í frumvarpinu er sú að þetta eigi að vera nokkurn vegin sama krafa og í upphafi, 1944, og jafnframt er þá talið að sú krafa sé í hófi og þetta séu ekki miklar girðingar sem þarna er verið að setja upp gagnvart frambjóðendum til forseta,“ útskýrir Skúli. Stjórnarskrá Forseti Íslands Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Forseti mun aðeins geta setið í 12 ár í embætti og frambjóðendur til forseta munu þurfa meðmæli minnst 2,5% kosningabærra Íslendinga til að geta boðið sig fram. Þetta er meðal þess sem boðað er í drögum að breytingum á stjórnarskrá sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa á kjörtímabilinu átt reglulega fundi um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Drög að frumvarpi um breytingar á afmörkuðum hluta stjórnarskrár Íslands voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Í samráðsgátt er áréttað að birting í draga samráðsgátt á þessu stigi feli ekki í sér skuldbindingu af hálfu formanna flokkanna til að standa að framlagningu frumvarpa í þessari mynd á Alþingi. Umsagnarfrestur er til 22. júlí næstkomandi. Endurskoðun á II. kafla Skúli Magnússon héraðsdómari og dósent var fenginn til að semja frumvarp til stjórnarskipunarlaga í samráði við formenn flokkanna, sem fæli í sér tilteknar afmarkaðar breytingar á öðrum kafla stjórnarskrárinnar. „Mér var sem sagt falið að aðstoða við endurskoðun á öðrum kafla stjórnarskrárinnar og það er sá kafli sem lýtur að forseta Íslands og handhafa framkvæmdavalds, ríkisstjórn og ráðherrum og skildum atriðum,“ segir Skúli. „Ég held að megi segja að markmiðin með þessari endurskoðun séu kannski tvíþætt, annars vegar er að uppfæra stjórnarskrána þannig að hún endurspegli betur gildandi réttarreglur sem í sjálfu sér er enginn ágreiningur um,“ segir Skúli. Dæmi um það séu til dæmis þingræðisreglan sem lagt er til að fest verði í sessi í stjórnarskrá samkvæmt drögunum og reglur um myndun ríkisstjórnar. „Í annan stað þá er verið að gera mjög hógværar umbætur og verið að marka kannski stefnuna aðeins fram á við. Dæmi um það eru til dæmis ákvæði um umsjónar- og samræmingarhlutverk forsætisráðherra, það er fest í lög að hæfni og málefnaleg sjónarmið eigi að ráða förinni við skipun embættismanna,“ nefnir Skúli sem dæmi. Þessi atriði myndu kalla á einhverja endurskoðun á gildandi lögum. „Það er verið að gera talsverðar breytingar á reglum um ráðherra ábyrgð, sem sagt stjórnarskrárinnar, og landsdóm,“ útskýrir Skúli. Kjörtímabil forseta verði sex ár í stað fjögurra Breytingarnar sem lagðar eru til fela þannig annars vegar í sér ákveðnar lagfæringar og hógværar breytingar en hins vegar töluvert miklar breytingar á kjörtímabili forseta Íslands. „Það er sem sagt gert ráð fyrir því að forseti geti setið að hámarki í tvö kjörtímabil, sem væri þá að hámarki sex ár, og þarna er verið að taka mið af stjórnskipun ýmissa annarra ríkja þar sem að sú hugmynd er lögð til grundvallar að það sé óheppilegt að einn maður, einn og sami maðurinn, gegni embætti af þessu tagi of lengi,“ segir Skúli. Þá er lagt til að 2,5% til 5% kosningabærra Íslendinga í stað 1.500 meðmæla að lágmarki. Miðað við þann fjölda fólks sem nú er á kjörskrá myndi þetta þýða að frambjóðandi myndi þurfa að afla undirskrifta að lágmarki um það bil sex þúsund meðmælenda í stað 15 hundruð líkt og gert er ráð fyrir nú. Aukinn fjöldi meðmælenda eigi ekki að reisa miklar girðingar „Það er auðvitað þannig að árið 1944 þegar að núgildandi ákvæði var samið þá var fjöldi kosningabærra manna eitthvað um sjötíu þúsund og í dag er hann um 250 þúsund í síðustu kosningum, þannig að í raun og veru hefur hlutfallsleg krafa til fjölda meðmælenda lækkað mjög mikið á síðustu áratugum og hugmyndin í frumvarpinu er sú að þetta eigi að vera nokkurn vegin sama krafa og í upphafi, 1944, og jafnframt er þá talið að sú krafa sé í hófi og þetta séu ekki miklar girðingar sem þarna er verið að setja upp gagnvart frambjóðendum til forseta,“ útskýrir Skúli.
Stjórnarskrá Forseti Íslands Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira