8.700 störf á næstu fimm árum: „Ekki bara karlar í vörubílum, ýtum og gröfum“ Andri Eysteinsson skrifar 1. júlí 2020 12:06 Sigurður Ingi sagði mikið framundan í samgöngumálum til ársins 2034. Vísir/Vilhelm „Við leggjum af stað í þessu ríkisstjórnarsamstarfi með þá vitneskju að við höfum gert of lítið. Við höfðum ekki sinnt, í langan tíma, viðhaldi og uppbyggingu eða vexti í kerfinu. Það var ánægjulegt þegar við náðum loksins að klára öll þessi mál,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Fyrir þinglok í vikunni var tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020 -2034 samþykkt með 55 samhljóða atkvæðum en tillagan felur í sér endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Sigurður ræddi samgönguáætlunina í Bítinu í morgun. Sigurður sagði mikið fram undan og allt í allt sé gert ráð fyrir framkvæmdum upp á 900 milljarða króna á næstu fimmtán árum. „Það eru Austfjarðagöngin þrjú svo er auðvitað verið að klára Dýrafjarðargöngin. Síðan er í þessu samvinnufrumvarpi stutt göng undir Reynisfjall við Mýrdal og svo er aldrei að vita nema að einn og einn af þessum stokkum innan höfuðborgarsáttmálans verði einhvers konar göng,“ sagði ráðherrann og bætti við að allt sé til skoðunar. Þá sagði Sigurður að unnið verði næstu mánuði að því að koma framkvæmdum við Sundabraut í gang. Þá sé áhersla lögð í áætluninni að fækka einbreiðum brúm á hringveginum og ræddi Sigurður Suðurlandið þar sérstaklega. Umferð um svæðið hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og enn er að finna þónokkuð af einbreiðum brúm í almannaleið. Sigurður sagði að á síðustu árum hafi umferð um svæðið verið stjarnfræðileg. „Við höfum verið að leggja áherslu á að fækka einbreiðum brúm á hringveginum og erum með sérstakt markmið í samgönguáætluninni,“ sagði Sigurður og bætti við að bæði yrði unnið að því að fækka þeim stóru og þeim litlu. Ljóst er að með miklum framkvæmdum skapast fjölmörg störf og segir Sigurður Ingi að mannskapur sé vissulega til reiðu til þess að fylla í störfin sem skapast. „Margir halda að það sé ekkert að gerast fyrr en grafan er farin af stað en í raun erum við búin að setja mjög mörg af þessum verkefnum sem byggð verða næstu fimm árin af stað. Þetta eru 8.700 störf næstu fimm árin og þetta eru 2.000 sem eru í hönnunarferlinu, undirbúningsferlinu og eftirlitsgeiranum. Þetta eru ekki bara karlar í vörubílum, ýtum og gröfum. Það er fjölbreyttur hópur fólks sem kemur að þessu,“ sagði Sigurður. Bestu aðstæður sem til eru til opinberrar fjárfestingar Miklir fjármunir munu fara í verkefnin sem gert er ráð fyrir í áætluninni og var Sigurður Ingi spurður hvaðan þeir muni koma. „Við vorum algjörlega sammála um að það væri mjög mikilvægt að setja mikla fjármuni í þetta og höfum gert það á kjörtímabilinu. Náttúrulega breytist margt vegna faraldursins og við þurfum í raun og veru að fjármagna allskonar hluti núna með lántöku, sagði Sigurður. „Þá er það frábært hvernig við höfum búið okkur undir þessa kreppu. Búið okkur í haginn ríkisfjármálalega og það er algjörlega augljóst að bestu aðstæður fyrir opinbera fjárfestingu sem eru til eru núna. Það er ekki bara skynsamlegt heldur er það nauðsynlegt til þess að hækka atvinnustigið. Svo er lánsfé á hvað hagkvæmustu vöxtum núna svo það er skynsamlegt að taka lán núna,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Bítinu í Bylgjunni í dag. Samgöngur Alþingi Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Sundabraut Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
„Við leggjum af stað í þessu ríkisstjórnarsamstarfi með þá vitneskju að við höfum gert of lítið. Við höfðum ekki sinnt, í langan tíma, viðhaldi og uppbyggingu eða vexti í kerfinu. Það var ánægjulegt þegar við náðum loksins að klára öll þessi mál,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Fyrir þinglok í vikunni var tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020 -2034 samþykkt með 55 samhljóða atkvæðum en tillagan felur í sér endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Sigurður ræddi samgönguáætlunina í Bítinu í morgun. Sigurður sagði mikið fram undan og allt í allt sé gert ráð fyrir framkvæmdum upp á 900 milljarða króna á næstu fimmtán árum. „Það eru Austfjarðagöngin þrjú svo er auðvitað verið að klára Dýrafjarðargöngin. Síðan er í þessu samvinnufrumvarpi stutt göng undir Reynisfjall við Mýrdal og svo er aldrei að vita nema að einn og einn af þessum stokkum innan höfuðborgarsáttmálans verði einhvers konar göng,“ sagði ráðherrann og bætti við að allt sé til skoðunar. Þá sagði Sigurður að unnið verði næstu mánuði að því að koma framkvæmdum við Sundabraut í gang. Þá sé áhersla lögð í áætluninni að fækka einbreiðum brúm á hringveginum og ræddi Sigurður Suðurlandið þar sérstaklega. Umferð um svæðið hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og enn er að finna þónokkuð af einbreiðum brúm í almannaleið. Sigurður sagði að á síðustu árum hafi umferð um svæðið verið stjarnfræðileg. „Við höfum verið að leggja áherslu á að fækka einbreiðum brúm á hringveginum og erum með sérstakt markmið í samgönguáætluninni,“ sagði Sigurður og bætti við að bæði yrði unnið að því að fækka þeim stóru og þeim litlu. Ljóst er að með miklum framkvæmdum skapast fjölmörg störf og segir Sigurður Ingi að mannskapur sé vissulega til reiðu til þess að fylla í störfin sem skapast. „Margir halda að það sé ekkert að gerast fyrr en grafan er farin af stað en í raun erum við búin að setja mjög mörg af þessum verkefnum sem byggð verða næstu fimm árin af stað. Þetta eru 8.700 störf næstu fimm árin og þetta eru 2.000 sem eru í hönnunarferlinu, undirbúningsferlinu og eftirlitsgeiranum. Þetta eru ekki bara karlar í vörubílum, ýtum og gröfum. Það er fjölbreyttur hópur fólks sem kemur að þessu,“ sagði Sigurður. Bestu aðstæður sem til eru til opinberrar fjárfestingar Miklir fjármunir munu fara í verkefnin sem gert er ráð fyrir í áætluninni og var Sigurður Ingi spurður hvaðan þeir muni koma. „Við vorum algjörlega sammála um að það væri mjög mikilvægt að setja mikla fjármuni í þetta og höfum gert það á kjörtímabilinu. Náttúrulega breytist margt vegna faraldursins og við þurfum í raun og veru að fjármagna allskonar hluti núna með lántöku, sagði Sigurður. „Þá er það frábært hvernig við höfum búið okkur undir þessa kreppu. Búið okkur í haginn ríkisfjármálalega og það er algjörlega augljóst að bestu aðstæður fyrir opinbera fjárfestingu sem eru til eru núna. Það er ekki bara skynsamlegt heldur er það nauðsynlegt til þess að hækka atvinnustigið. Svo er lánsfé á hvað hagkvæmustu vöxtum núna svo það er skynsamlegt að taka lán núna,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Bítinu í Bylgjunni í dag.
Samgöngur Alþingi Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Sundabraut Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira