Segir fólk hringja á öllum tímum sólarhrings með ásökunum um mannvonsku Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2020 11:47 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG segist nú algerlega sannfærður um að fólk lesi bara fyrirsagnir og kynni sér ekki málin. Hann segist fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta. visir/vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG segir pólitíkusa hringja á öllum tímum sólarhrings og saka aðra um mannvonsku. Þetta kemur fram í pistli sem Kolbeinn birti á Vísi. Þar segist hann hafa verulegar áhyggjur af þeirri pólaríseringu sem einkenni íslensk stjórnmál. „Við þingmenn berum þar mikla ábyrgð, með öllu tali okkar um ofbeldi og níðingsverk, valdníðslu og einelti. Fólk hikar ekki við að úthrópa stjórnmálamenn – enda hika stjórnmálamenn ekki við að úthrópa hver annan – stíga jafnvel inn fyrir veggi heimilis þeirra og hringja öllum tímum sólarhrings til að segja þeim hve vondar manneskjur þeir eru,“ segir meðal annars í pistlinum. Mikil átök urðu um frumvarp sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir og snérist um að gera refsilaust það að vera með neysluskammta fíkniefna á sér. Málið var fellt á alþingi en þingmönnum, sem og öðrum stuðningsmönnum málsins var afar heitt í hamsi. Kolbeinn, sem sagði nei, fékk í kjölfarið skilaboð í formi þriggja plastpoka sem innihéldu hvítt duft inn um lúgu útidyra sinna. Kolbeinn segist nú sannfærður, meira en nokkru sinni fyrr að fólk lesi bara fyrirsagnir. Hann sé fylgjandi efnisatriðum frumvarpsins en ekki hvernig það var unnið. Hann fer yfir það í pistli sínum. Ljóst má vera að Kolbeini var brugðið við sendinguna í gær en í athugasemdum á Facebook viðra margir þá skoðun sína að það sé vart nokkurt tiltökumál, ekki í samanburði við það að um líf fíkla sé í húfi. „Ég efast ekki um það eina sekúndu að fullt af fólki mun afskrifa þessi skrif sem algjört væl (sennilegast eru nú þegar komin komment um væl í vondum manni við þessa grein). Ég hef nefnilega sjálfur upplifað að fólk sem ég taldi býsna skynsamt telur allt í himnalagi að troða pokum með hvítu dufti inn um bréfalúgu stjórnmálamanna – ef umræddir stjórnmálamenn eru ósammála viðkomandi í einhverjum málum. Þá er það bara gott á þá,“ segir meðal annars í pistli þingmannsins. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Við refsum (ekki) veiku fólki Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt. 30. júní 2020 11:36 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG segir pólitíkusa hringja á öllum tímum sólarhrings og saka aðra um mannvonsku. Þetta kemur fram í pistli sem Kolbeinn birti á Vísi. Þar segist hann hafa verulegar áhyggjur af þeirri pólaríseringu sem einkenni íslensk stjórnmál. „Við þingmenn berum þar mikla ábyrgð, með öllu tali okkar um ofbeldi og níðingsverk, valdníðslu og einelti. Fólk hikar ekki við að úthrópa stjórnmálamenn – enda hika stjórnmálamenn ekki við að úthrópa hver annan – stíga jafnvel inn fyrir veggi heimilis þeirra og hringja öllum tímum sólarhrings til að segja þeim hve vondar manneskjur þeir eru,“ segir meðal annars í pistlinum. Mikil átök urðu um frumvarp sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir og snérist um að gera refsilaust það að vera með neysluskammta fíkniefna á sér. Málið var fellt á alþingi en þingmönnum, sem og öðrum stuðningsmönnum málsins var afar heitt í hamsi. Kolbeinn, sem sagði nei, fékk í kjölfarið skilaboð í formi þriggja plastpoka sem innihéldu hvítt duft inn um lúgu útidyra sinna. Kolbeinn segist nú sannfærður, meira en nokkru sinni fyrr að fólk lesi bara fyrirsagnir. Hann sé fylgjandi efnisatriðum frumvarpsins en ekki hvernig það var unnið. Hann fer yfir það í pistli sínum. Ljóst má vera að Kolbeini var brugðið við sendinguna í gær en í athugasemdum á Facebook viðra margir þá skoðun sína að það sé vart nokkurt tiltökumál, ekki í samanburði við það að um líf fíkla sé í húfi. „Ég efast ekki um það eina sekúndu að fullt af fólki mun afskrifa þessi skrif sem algjört væl (sennilegast eru nú þegar komin komment um væl í vondum manni við þessa grein). Ég hef nefnilega sjálfur upplifað að fólk sem ég taldi býsna skynsamt telur allt í himnalagi að troða pokum með hvítu dufti inn um bréfalúgu stjórnmálamanna – ef umræddir stjórnmálamenn eru ósammála viðkomandi í einhverjum málum. Þá er það bara gott á þá,“ segir meðal annars í pistli þingmannsins.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Við refsum (ekki) veiku fólki Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt. 30. júní 2020 11:36 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Við refsum (ekki) veiku fólki Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt. 30. júní 2020 11:36
Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30