Segir fólk hringja á öllum tímum sólarhrings með ásökunum um mannvonsku Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2020 11:47 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG segist nú algerlega sannfærður um að fólk lesi bara fyrirsagnir og kynni sér ekki málin. Hann segist fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta. visir/vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG segir pólitíkusa hringja á öllum tímum sólarhrings og saka aðra um mannvonsku. Þetta kemur fram í pistli sem Kolbeinn birti á Vísi. Þar segist hann hafa verulegar áhyggjur af þeirri pólaríseringu sem einkenni íslensk stjórnmál. „Við þingmenn berum þar mikla ábyrgð, með öllu tali okkar um ofbeldi og níðingsverk, valdníðslu og einelti. Fólk hikar ekki við að úthrópa stjórnmálamenn – enda hika stjórnmálamenn ekki við að úthrópa hver annan – stíga jafnvel inn fyrir veggi heimilis þeirra og hringja öllum tímum sólarhrings til að segja þeim hve vondar manneskjur þeir eru,“ segir meðal annars í pistlinum. Mikil átök urðu um frumvarp sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir og snérist um að gera refsilaust það að vera með neysluskammta fíkniefna á sér. Málið var fellt á alþingi en þingmönnum, sem og öðrum stuðningsmönnum málsins var afar heitt í hamsi. Kolbeinn, sem sagði nei, fékk í kjölfarið skilaboð í formi þriggja plastpoka sem innihéldu hvítt duft inn um lúgu útidyra sinna. Kolbeinn segist nú sannfærður, meira en nokkru sinni fyrr að fólk lesi bara fyrirsagnir. Hann sé fylgjandi efnisatriðum frumvarpsins en ekki hvernig það var unnið. Hann fer yfir það í pistli sínum. Ljóst má vera að Kolbeini var brugðið við sendinguna í gær en í athugasemdum á Facebook viðra margir þá skoðun sína að það sé vart nokkurt tiltökumál, ekki í samanburði við það að um líf fíkla sé í húfi. „Ég efast ekki um það eina sekúndu að fullt af fólki mun afskrifa þessi skrif sem algjört væl (sennilegast eru nú þegar komin komment um væl í vondum manni við þessa grein). Ég hef nefnilega sjálfur upplifað að fólk sem ég taldi býsna skynsamt telur allt í himnalagi að troða pokum með hvítu dufti inn um bréfalúgu stjórnmálamanna – ef umræddir stjórnmálamenn eru ósammála viðkomandi í einhverjum málum. Þá er það bara gott á þá,“ segir meðal annars í pistli þingmannsins. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Við refsum (ekki) veiku fólki Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt. 30. júní 2020 11:36 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG segir pólitíkusa hringja á öllum tímum sólarhrings og saka aðra um mannvonsku. Þetta kemur fram í pistli sem Kolbeinn birti á Vísi. Þar segist hann hafa verulegar áhyggjur af þeirri pólaríseringu sem einkenni íslensk stjórnmál. „Við þingmenn berum þar mikla ábyrgð, með öllu tali okkar um ofbeldi og níðingsverk, valdníðslu og einelti. Fólk hikar ekki við að úthrópa stjórnmálamenn – enda hika stjórnmálamenn ekki við að úthrópa hver annan – stíga jafnvel inn fyrir veggi heimilis þeirra og hringja öllum tímum sólarhrings til að segja þeim hve vondar manneskjur þeir eru,“ segir meðal annars í pistlinum. Mikil átök urðu um frumvarp sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir og snérist um að gera refsilaust það að vera með neysluskammta fíkniefna á sér. Málið var fellt á alþingi en þingmönnum, sem og öðrum stuðningsmönnum málsins var afar heitt í hamsi. Kolbeinn, sem sagði nei, fékk í kjölfarið skilaboð í formi þriggja plastpoka sem innihéldu hvítt duft inn um lúgu útidyra sinna. Kolbeinn segist nú sannfærður, meira en nokkru sinni fyrr að fólk lesi bara fyrirsagnir. Hann sé fylgjandi efnisatriðum frumvarpsins en ekki hvernig það var unnið. Hann fer yfir það í pistli sínum. Ljóst má vera að Kolbeini var brugðið við sendinguna í gær en í athugasemdum á Facebook viðra margir þá skoðun sína að það sé vart nokkurt tiltökumál, ekki í samanburði við það að um líf fíkla sé í húfi. „Ég efast ekki um það eina sekúndu að fullt af fólki mun afskrifa þessi skrif sem algjört væl (sennilegast eru nú þegar komin komment um væl í vondum manni við þessa grein). Ég hef nefnilega sjálfur upplifað að fólk sem ég taldi býsna skynsamt telur allt í himnalagi að troða pokum með hvítu dufti inn um bréfalúgu stjórnmálamanna – ef umræddir stjórnmálamenn eru ósammála viðkomandi í einhverjum málum. Þá er það bara gott á þá,“ segir meðal annars í pistli þingmannsins.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Við refsum (ekki) veiku fólki Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt. 30. júní 2020 11:36 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Sjá meira
Við refsum (ekki) veiku fólki Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt. 30. júní 2020 11:36
Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30