Gaf út plötu á föstudaginn og fór til FH í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2020 11:06 Logi fagnar eftir að Víkingur varð bikarmeistari eftir 1-0 sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fyrra. Logi er nú farinn til FH og leikur með liðinu, allavega út tímabilið. vísir/vilhelm Það er skammt stórra högga á milli hjá Loga Tómassyni. Á föstudaginn gaf hann út nýja plötu og í gær gekk hann í raðir FH frá Víkingi. FH fékk Loga á láni út tímabilið. Að því loknu getur félagið svo keypt hann. Logi segir að aðdragandi félagaskiptanna hafi verið mjög stuttur. „Þetta kom bara upp í gær. Ég vildi fara á lán og þegar áhuginn kom fór þetta á fullt og var klárað í gærkvöldi,“ sagði Logi í samtali við Vísi í dag. Hann kom við sögu í fyrstu tveimur leikjum Víkings í Pepsi Max-deildinni en var ekki í leikmannahópnum gegn FH á mánudaginn. Víkingar unnu þá 4-1 sigur, sem var þeirra fyrsti á tímabilinu. „Ég var alveg viss um að ég myndi spila hjá Víkingi. En ég vildi prófa að skipta um umhverfi. Og þegar FH vill mann er erfitt að segja nei. Mér fannst þetta strax spennandi,“ sagði Logi sem mætir á sína fyrstu æfingu hjá FH á morgun. Næsti leikur FH-inga er ekki fyrr en 8. júlí þegar liðið sækir Breiðablik heim. Leik FH og Stjörnunnar, sem átti að fara fram á sunnudaginn, var frestað. Logi skaust fram á sjónarsviðið í upphafsleik Pepsi Max-deildarinnar í fyrra þegar hann skoraði stórkostlegt mark í 3-3 jafntefli Vals og Víkings á Hlíðarenda. Logi, sem er á fullu í tónlist meðfram fótboltanum, samdi m.a. lag um markið. Breyttir tímar, ný plata Loga Tómassonar, tónlistar- og fótboltamanns. Logi, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gaf út samnefnda plötu í fyrra. Á miðnætti, aðfaranótt föstudags, kom svo hans önnur plata út, Breyttir tímar. Hún telur tólf lög en meðal gesta á plötunni eru Jón Jónsson, Króli, Herra Hnetusmjör og Guðmundur Benediktsson. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við plötunni. Hún hefur fengið góða hlustun og ég hef fengið mikið hrós fyrir hana. Aðaleinbeiting er á fótboltanum en það er gaman að gera þetta til hliðar,“ sagði Logi. Hlusta má á plötuna hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla FH Tónlist Tengdar fréttir Logi Tómasson í FH | Ívar Örn til HK | Fjölnir fá danskan framherja Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og það stefnir í fjörugt kvöld á skrifstofu KSÍ. 30. júní 2020 21:28 Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli hjá Loga Tómassyni. Á föstudaginn gaf hann út nýja plötu og í gær gekk hann í raðir FH frá Víkingi. FH fékk Loga á láni út tímabilið. Að því loknu getur félagið svo keypt hann. Logi segir að aðdragandi félagaskiptanna hafi verið mjög stuttur. „Þetta kom bara upp í gær. Ég vildi fara á lán og þegar áhuginn kom fór þetta á fullt og var klárað í gærkvöldi,“ sagði Logi í samtali við Vísi í dag. Hann kom við sögu í fyrstu tveimur leikjum Víkings í Pepsi Max-deildinni en var ekki í leikmannahópnum gegn FH á mánudaginn. Víkingar unnu þá 4-1 sigur, sem var þeirra fyrsti á tímabilinu. „Ég var alveg viss um að ég myndi spila hjá Víkingi. En ég vildi prófa að skipta um umhverfi. Og þegar FH vill mann er erfitt að segja nei. Mér fannst þetta strax spennandi,“ sagði Logi sem mætir á sína fyrstu æfingu hjá FH á morgun. Næsti leikur FH-inga er ekki fyrr en 8. júlí þegar liðið sækir Breiðablik heim. Leik FH og Stjörnunnar, sem átti að fara fram á sunnudaginn, var frestað. Logi skaust fram á sjónarsviðið í upphafsleik Pepsi Max-deildarinnar í fyrra þegar hann skoraði stórkostlegt mark í 3-3 jafntefli Vals og Víkings á Hlíðarenda. Logi, sem er á fullu í tónlist meðfram fótboltanum, samdi m.a. lag um markið. Breyttir tímar, ný plata Loga Tómassonar, tónlistar- og fótboltamanns. Logi, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gaf út samnefnda plötu í fyrra. Á miðnætti, aðfaranótt föstudags, kom svo hans önnur plata út, Breyttir tímar. Hún telur tólf lög en meðal gesta á plötunni eru Jón Jónsson, Króli, Herra Hnetusmjör og Guðmundur Benediktsson. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við plötunni. Hún hefur fengið góða hlustun og ég hef fengið mikið hrós fyrir hana. Aðaleinbeiting er á fótboltanum en það er gaman að gera þetta til hliðar,“ sagði Logi. Hlusta má á plötuna hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla FH Tónlist Tengdar fréttir Logi Tómasson í FH | Ívar Örn til HK | Fjölnir fá danskan framherja Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og það stefnir í fjörugt kvöld á skrifstofu KSÍ. 30. júní 2020 21:28 Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira
Logi Tómasson í FH | Ívar Örn til HK | Fjölnir fá danskan framherja Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og það stefnir í fjörugt kvöld á skrifstofu KSÍ. 30. júní 2020 21:28
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti