Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Andri Eysteinsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 30. júní 2020 14:12 Breiðafjarðarferjan Baldur fer á milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Facebook/Sæferðir Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að vel hafi gengið að leysa vandann sem var fyrir hendi. „Það kom upp bilun í annarri túrbínu í vélinni sem gerði það að verkum að við misstum afl. Við fórum að bryggju á eigin vélarafli og þar var bundið. Það var aldrei nein hætta eða slíkt,“ sagði Gunnlaugur í samtali við fréttastofu í dag. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá ástandinu við Flatey í gærkvöldi. Ferjan sat því eftir í Flatey en um borð voru um 80 farþegar og 31 ökutæki auk áhafnarinnar. Gunnlaugur segir að siglt hafi verið út í Flatey á bátnum Særúnu og þeir farþegar sem höfðu áætlað að enda för sína í Brjánslæk ferjaðir yfir Breiðafjörðinn. Að því loknu hafi Særún snúið við og sótt restina af farþegunum og hluta áhafnarinnar og flutt hópinn yfir til Stykkishólms þar sem gisting hafði verið fundin fyrir farþega sem ekki vildu gista í Flatey. „Þetta er auðvitað bara hrikalega leiðinlegt, fólk á leið annaðhvort heim til sín eða í ferðalag með fjölskylduna,“ sagði Gunnlaugur. Þó nokkur fjöldi ökutækja var um borð í Baldri þegar bilunin kom upp en ekki er unnt að ferja bílana yfir með Særúnu. Gunnlaugur segir að unnið sé að því að koma Baldri til baka í Hólminn og þar verði hann af fermdur. Það er gert með aðstoð til þess að reyna ekki á vélina og vonast er til þess að því verði lokið klukkan 16 í dag. Breiðafjarðarferjan Baldur er mikilvæg samgönguleið á milli Stykkishólms á Snæfellsnesi, Flateyjar á Breiðafirði og Brjánslækjar á sunnanverðum Vestfjörðum. Gunnlaugur segir gott að vegir á milli landshlutanna séu greiðfærir þegar bilunin verður en ekki er ljóst hversu langan tíma viðgerð mun taka. „Það er búið að panta nýja túrbínu, það var gert í gærkvöldi, Við höfum góð úrræði við að koma vörum hratt á milli staða. Við erum með væntingar um að þetta verði ekki mjög langt,“ sagði Gunnlaugur og tók fram að Flatey verði þjónustuð með notkun á Særúnu og sömu sögu megi segja um Brjánslæk. Gamli Herjólfur er eitt þeirra skipa sem skilgreint er sem varaskip fyrir Baldur en Gunnlaugur segir erfitt að tjá sig um möguleikann á að hann komi til forfalla þegar ekki liggur fyrir hve lengi Baldur verður frá. „Samkvæmt samningi við Vegagerðina er hann skilgreindur sem eitt af varaskipunum. Vegagerðin er upplýst um stöðu mála.“ Stykkishólmur Samgöngur Reykhólahreppur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að vel hafi gengið að leysa vandann sem var fyrir hendi. „Það kom upp bilun í annarri túrbínu í vélinni sem gerði það að verkum að við misstum afl. Við fórum að bryggju á eigin vélarafli og þar var bundið. Það var aldrei nein hætta eða slíkt,“ sagði Gunnlaugur í samtali við fréttastofu í dag. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá ástandinu við Flatey í gærkvöldi. Ferjan sat því eftir í Flatey en um borð voru um 80 farþegar og 31 ökutæki auk áhafnarinnar. Gunnlaugur segir að siglt hafi verið út í Flatey á bátnum Særúnu og þeir farþegar sem höfðu áætlað að enda för sína í Brjánslæk ferjaðir yfir Breiðafjörðinn. Að því loknu hafi Særún snúið við og sótt restina af farþegunum og hluta áhafnarinnar og flutt hópinn yfir til Stykkishólms þar sem gisting hafði verið fundin fyrir farþega sem ekki vildu gista í Flatey. „Þetta er auðvitað bara hrikalega leiðinlegt, fólk á leið annaðhvort heim til sín eða í ferðalag með fjölskylduna,“ sagði Gunnlaugur. Þó nokkur fjöldi ökutækja var um borð í Baldri þegar bilunin kom upp en ekki er unnt að ferja bílana yfir með Særúnu. Gunnlaugur segir að unnið sé að því að koma Baldri til baka í Hólminn og þar verði hann af fermdur. Það er gert með aðstoð til þess að reyna ekki á vélina og vonast er til þess að því verði lokið klukkan 16 í dag. Breiðafjarðarferjan Baldur er mikilvæg samgönguleið á milli Stykkishólms á Snæfellsnesi, Flateyjar á Breiðafirði og Brjánslækjar á sunnanverðum Vestfjörðum. Gunnlaugur segir gott að vegir á milli landshlutanna séu greiðfærir þegar bilunin verður en ekki er ljóst hversu langan tíma viðgerð mun taka. „Það er búið að panta nýja túrbínu, það var gert í gærkvöldi, Við höfum góð úrræði við að koma vörum hratt á milli staða. Við erum með væntingar um að þetta verði ekki mjög langt,“ sagði Gunnlaugur og tók fram að Flatey verði þjónustuð með notkun á Særúnu og sömu sögu megi segja um Brjánslæk. Gamli Herjólfur er eitt þeirra skipa sem skilgreint er sem varaskip fyrir Baldur en Gunnlaugur segir erfitt að tjá sig um möguleikann á að hann komi til forfalla þegar ekki liggur fyrir hve lengi Baldur verður frá. „Samkvæmt samningi við Vegagerðina er hann skilgreindur sem eitt af varaskipunum. Vegagerðin er upplýst um stöðu mála.“
Stykkishólmur Samgöngur Reykhólahreppur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira