Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Andri Eysteinsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 30. júní 2020 14:12 Breiðafjarðarferjan Baldur fer á milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Facebook/Sæferðir Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að vel hafi gengið að leysa vandann sem var fyrir hendi. „Það kom upp bilun í annarri túrbínu í vélinni sem gerði það að verkum að við misstum afl. Við fórum að bryggju á eigin vélarafli og þar var bundið. Það var aldrei nein hætta eða slíkt,“ sagði Gunnlaugur í samtali við fréttastofu í dag. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá ástandinu við Flatey í gærkvöldi. Ferjan sat því eftir í Flatey en um borð voru um 80 farþegar og 31 ökutæki auk áhafnarinnar. Gunnlaugur segir að siglt hafi verið út í Flatey á bátnum Særúnu og þeir farþegar sem höfðu áætlað að enda för sína í Brjánslæk ferjaðir yfir Breiðafjörðinn. Að því loknu hafi Særún snúið við og sótt restina af farþegunum og hluta áhafnarinnar og flutt hópinn yfir til Stykkishólms þar sem gisting hafði verið fundin fyrir farþega sem ekki vildu gista í Flatey. „Þetta er auðvitað bara hrikalega leiðinlegt, fólk á leið annaðhvort heim til sín eða í ferðalag með fjölskylduna,“ sagði Gunnlaugur. Þó nokkur fjöldi ökutækja var um borð í Baldri þegar bilunin kom upp en ekki er unnt að ferja bílana yfir með Særúnu. Gunnlaugur segir að unnið sé að því að koma Baldri til baka í Hólminn og þar verði hann af fermdur. Það er gert með aðstoð til þess að reyna ekki á vélina og vonast er til þess að því verði lokið klukkan 16 í dag. Breiðafjarðarferjan Baldur er mikilvæg samgönguleið á milli Stykkishólms á Snæfellsnesi, Flateyjar á Breiðafirði og Brjánslækjar á sunnanverðum Vestfjörðum. Gunnlaugur segir gott að vegir á milli landshlutanna séu greiðfærir þegar bilunin verður en ekki er ljóst hversu langan tíma viðgerð mun taka. „Það er búið að panta nýja túrbínu, það var gert í gærkvöldi, Við höfum góð úrræði við að koma vörum hratt á milli staða. Við erum með væntingar um að þetta verði ekki mjög langt,“ sagði Gunnlaugur og tók fram að Flatey verði þjónustuð með notkun á Særúnu og sömu sögu megi segja um Brjánslæk. Gamli Herjólfur er eitt þeirra skipa sem skilgreint er sem varaskip fyrir Baldur en Gunnlaugur segir erfitt að tjá sig um möguleikann á að hann komi til forfalla þegar ekki liggur fyrir hve lengi Baldur verður frá. „Samkvæmt samningi við Vegagerðina er hann skilgreindur sem eitt af varaskipunum. Vegagerðin er upplýst um stöðu mála.“ Stykkishólmur Samgöngur Reykhólahreppur Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Sjá meira
Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að vel hafi gengið að leysa vandann sem var fyrir hendi. „Það kom upp bilun í annarri túrbínu í vélinni sem gerði það að verkum að við misstum afl. Við fórum að bryggju á eigin vélarafli og þar var bundið. Það var aldrei nein hætta eða slíkt,“ sagði Gunnlaugur í samtali við fréttastofu í dag. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá ástandinu við Flatey í gærkvöldi. Ferjan sat því eftir í Flatey en um borð voru um 80 farþegar og 31 ökutæki auk áhafnarinnar. Gunnlaugur segir að siglt hafi verið út í Flatey á bátnum Særúnu og þeir farþegar sem höfðu áætlað að enda för sína í Brjánslæk ferjaðir yfir Breiðafjörðinn. Að því loknu hafi Særún snúið við og sótt restina af farþegunum og hluta áhafnarinnar og flutt hópinn yfir til Stykkishólms þar sem gisting hafði verið fundin fyrir farþega sem ekki vildu gista í Flatey. „Þetta er auðvitað bara hrikalega leiðinlegt, fólk á leið annaðhvort heim til sín eða í ferðalag með fjölskylduna,“ sagði Gunnlaugur. Þó nokkur fjöldi ökutækja var um borð í Baldri þegar bilunin kom upp en ekki er unnt að ferja bílana yfir með Særúnu. Gunnlaugur segir að unnið sé að því að koma Baldri til baka í Hólminn og þar verði hann af fermdur. Það er gert með aðstoð til þess að reyna ekki á vélina og vonast er til þess að því verði lokið klukkan 16 í dag. Breiðafjarðarferjan Baldur er mikilvæg samgönguleið á milli Stykkishólms á Snæfellsnesi, Flateyjar á Breiðafirði og Brjánslækjar á sunnanverðum Vestfjörðum. Gunnlaugur segir gott að vegir á milli landshlutanna séu greiðfærir þegar bilunin verður en ekki er ljóst hversu langan tíma viðgerð mun taka. „Það er búið að panta nýja túrbínu, það var gert í gærkvöldi, Við höfum góð úrræði við að koma vörum hratt á milli staða. Við erum með væntingar um að þetta verði ekki mjög langt,“ sagði Gunnlaugur og tók fram að Flatey verði þjónustuð með notkun á Særúnu og sömu sögu megi segja um Brjánslæk. Gamli Herjólfur er eitt þeirra skipa sem skilgreint er sem varaskip fyrir Baldur en Gunnlaugur segir erfitt að tjá sig um möguleikann á að hann komi til forfalla þegar ekki liggur fyrir hve lengi Baldur verður frá. „Samkvæmt samningi við Vegagerðina er hann skilgreindur sem eitt af varaskipunum. Vegagerðin er upplýst um stöðu mála.“
Stykkishólmur Samgöngur Reykhólahreppur Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Sjá meira