Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Andri Eysteinsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 30. júní 2020 14:12 Breiðafjarðarferjan Baldur fer á milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Facebook/Sæferðir Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að vel hafi gengið að leysa vandann sem var fyrir hendi. „Það kom upp bilun í annarri túrbínu í vélinni sem gerði það að verkum að við misstum afl. Við fórum að bryggju á eigin vélarafli og þar var bundið. Það var aldrei nein hætta eða slíkt,“ sagði Gunnlaugur í samtali við fréttastofu í dag. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá ástandinu við Flatey í gærkvöldi. Ferjan sat því eftir í Flatey en um borð voru um 80 farþegar og 31 ökutæki auk áhafnarinnar. Gunnlaugur segir að siglt hafi verið út í Flatey á bátnum Særúnu og þeir farþegar sem höfðu áætlað að enda för sína í Brjánslæk ferjaðir yfir Breiðafjörðinn. Að því loknu hafi Særún snúið við og sótt restina af farþegunum og hluta áhafnarinnar og flutt hópinn yfir til Stykkishólms þar sem gisting hafði verið fundin fyrir farþega sem ekki vildu gista í Flatey. „Þetta er auðvitað bara hrikalega leiðinlegt, fólk á leið annaðhvort heim til sín eða í ferðalag með fjölskylduna,“ sagði Gunnlaugur. Þó nokkur fjöldi ökutækja var um borð í Baldri þegar bilunin kom upp en ekki er unnt að ferja bílana yfir með Særúnu. Gunnlaugur segir að unnið sé að því að koma Baldri til baka í Hólminn og þar verði hann af fermdur. Það er gert með aðstoð til þess að reyna ekki á vélina og vonast er til þess að því verði lokið klukkan 16 í dag. Breiðafjarðarferjan Baldur er mikilvæg samgönguleið á milli Stykkishólms á Snæfellsnesi, Flateyjar á Breiðafirði og Brjánslækjar á sunnanverðum Vestfjörðum. Gunnlaugur segir gott að vegir á milli landshlutanna séu greiðfærir þegar bilunin verður en ekki er ljóst hversu langan tíma viðgerð mun taka. „Það er búið að panta nýja túrbínu, það var gert í gærkvöldi, Við höfum góð úrræði við að koma vörum hratt á milli staða. Við erum með væntingar um að þetta verði ekki mjög langt,“ sagði Gunnlaugur og tók fram að Flatey verði þjónustuð með notkun á Særúnu og sömu sögu megi segja um Brjánslæk. Gamli Herjólfur er eitt þeirra skipa sem skilgreint er sem varaskip fyrir Baldur en Gunnlaugur segir erfitt að tjá sig um möguleikann á að hann komi til forfalla þegar ekki liggur fyrir hve lengi Baldur verður frá. „Samkvæmt samningi við Vegagerðina er hann skilgreindur sem eitt af varaskipunum. Vegagerðin er upplýst um stöðu mála.“ Stykkishólmur Samgöngur Reykhólahreppur Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að vel hafi gengið að leysa vandann sem var fyrir hendi. „Það kom upp bilun í annarri túrbínu í vélinni sem gerði það að verkum að við misstum afl. Við fórum að bryggju á eigin vélarafli og þar var bundið. Það var aldrei nein hætta eða slíkt,“ sagði Gunnlaugur í samtali við fréttastofu í dag. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá ástandinu við Flatey í gærkvöldi. Ferjan sat því eftir í Flatey en um borð voru um 80 farþegar og 31 ökutæki auk áhafnarinnar. Gunnlaugur segir að siglt hafi verið út í Flatey á bátnum Særúnu og þeir farþegar sem höfðu áætlað að enda för sína í Brjánslæk ferjaðir yfir Breiðafjörðinn. Að því loknu hafi Særún snúið við og sótt restina af farþegunum og hluta áhafnarinnar og flutt hópinn yfir til Stykkishólms þar sem gisting hafði verið fundin fyrir farþega sem ekki vildu gista í Flatey. „Þetta er auðvitað bara hrikalega leiðinlegt, fólk á leið annaðhvort heim til sín eða í ferðalag með fjölskylduna,“ sagði Gunnlaugur. Þó nokkur fjöldi ökutækja var um borð í Baldri þegar bilunin kom upp en ekki er unnt að ferja bílana yfir með Særúnu. Gunnlaugur segir að unnið sé að því að koma Baldri til baka í Hólminn og þar verði hann af fermdur. Það er gert með aðstoð til þess að reyna ekki á vélina og vonast er til þess að því verði lokið klukkan 16 í dag. Breiðafjarðarferjan Baldur er mikilvæg samgönguleið á milli Stykkishólms á Snæfellsnesi, Flateyjar á Breiðafirði og Brjánslækjar á sunnanverðum Vestfjörðum. Gunnlaugur segir gott að vegir á milli landshlutanna séu greiðfærir þegar bilunin verður en ekki er ljóst hversu langan tíma viðgerð mun taka. „Það er búið að panta nýja túrbínu, það var gert í gærkvöldi, Við höfum góð úrræði við að koma vörum hratt á milli staða. Við erum með væntingar um að þetta verði ekki mjög langt,“ sagði Gunnlaugur og tók fram að Flatey verði þjónustuð með notkun á Særúnu og sömu sögu megi segja um Brjánslæk. Gamli Herjólfur er eitt þeirra skipa sem skilgreint er sem varaskip fyrir Baldur en Gunnlaugur segir erfitt að tjá sig um möguleikann á að hann komi til forfalla þegar ekki liggur fyrir hve lengi Baldur verður frá. „Samkvæmt samningi við Vegagerðina er hann skilgreindur sem eitt af varaskipunum. Vegagerðin er upplýst um stöðu mála.“
Stykkishólmur Samgöngur Reykhólahreppur Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira