Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2020 11:55 Vesturlandsvegi var lokað um tíma vegna slyssins síðdegis í gær. Honum verður lokað í einn til tvo tíma frá klukkan 13:00 í dag vegna áframhaldandi rannsóknar á slysinu. Vísir/Einar Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. Tveir létust í árekstri bifhjóls og húsbíls á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um þrjúleytið í gær. Þeir sem létust voru ökumaður og farþegi á bifhjóli en ökutækin komu úr gagnstæðri átt. Nýtt slitlag var á vegkaflanum þar sem slysið varð og var það sérstaklega sleipt. Skúraveðrið og hitinn bættu síðan gráu ofan á svart. Tveir verktakar vinna fyrir Vegagerðina, annars vegar verktakinn sem leggur yfir og hins vegar sá sem hefur eftirlit. Bergþóra kveðst harmi slegin vegna slyssins í gær. Vegagerðin framkvæmdi ástandsskoðun á vegkaflanum í morgun. „Við erum að hálkumæla þennan vegkafla. Það er okkar fyrsta mat að þessi yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Við erum að skoða það og eigum fund með hlutaðeigandi núna eftir hádegi. Þá vitum við meira.“ Aðspurð hvað geti falist í því að yfirlögnin hafi mögulega ekki uppfyllt útboðsskilmála segir Bergþóra. „Það geta verið ýmsir þættir sem hafa áhrif á það; hvernig það er unnið og hvaða efni er og svo framvegis. Við verðum bara að fara ofan í saumana á því,“ segir Bergþóra sem tekur fram að viðeigandi hálkuviðvaranir séu við veginn. Það sem skoðað verður eru gæði efnanna sem notuð voru í veginn, samsetning blöndunnar sem notuð var og að lokum aðstæður þegar efnið var lagt út. Bifhjólasamfélagið skekið vegna banaslyssins Bifhjólasamfélagið á Íslandi er skekið vegna slyssins en Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði vegagerðarinnar í borgartúni á morgun klukkan 13.00. Krafist er útbóta á hættulegum vegköflum. Þorgerður Guðmundsdóttir, formaður samtakanna, gerði sér ferð á slysavettvang í gærkvöldi. „Og bara að stíga á malbikið í venjulegum skóm, það er flughált.“ Þorgerður segir að mælirinn sé fullur hjá bifhjólasamfélaginu á íslandi. „Það er bara mjög þungt hljóðið í fólki. Það er slegið. Allir eru hálflamaðir eftir þetta,“ segir Þorgerður. Loka vegkaflanum á ný á þágu framhaldsrannsóknar Hluta Vesturlandsvegar verður lokað klukkan eitt í dag í þágu framhaldsrannsóknar á banaslysinu. Áætlað er að rannsóknin taki eina til tvær klukkustundir. Um er að ræða vegkaflann á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarvegar. Lokunin hefur ekki áhrif á umferð til og frá Grundarhverfi, en öðrum er bent á hjáleið um Kjósarskarðsveg. Samgönguslys Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. Tveir létust í árekstri bifhjóls og húsbíls á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um þrjúleytið í gær. Þeir sem létust voru ökumaður og farþegi á bifhjóli en ökutækin komu úr gagnstæðri átt. Nýtt slitlag var á vegkaflanum þar sem slysið varð og var það sérstaklega sleipt. Skúraveðrið og hitinn bættu síðan gráu ofan á svart. Tveir verktakar vinna fyrir Vegagerðina, annars vegar verktakinn sem leggur yfir og hins vegar sá sem hefur eftirlit. Bergþóra kveðst harmi slegin vegna slyssins í gær. Vegagerðin framkvæmdi ástandsskoðun á vegkaflanum í morgun. „Við erum að hálkumæla þennan vegkafla. Það er okkar fyrsta mat að þessi yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Við erum að skoða það og eigum fund með hlutaðeigandi núna eftir hádegi. Þá vitum við meira.“ Aðspurð hvað geti falist í því að yfirlögnin hafi mögulega ekki uppfyllt útboðsskilmála segir Bergþóra. „Það geta verið ýmsir þættir sem hafa áhrif á það; hvernig það er unnið og hvaða efni er og svo framvegis. Við verðum bara að fara ofan í saumana á því,“ segir Bergþóra sem tekur fram að viðeigandi hálkuviðvaranir séu við veginn. Það sem skoðað verður eru gæði efnanna sem notuð voru í veginn, samsetning blöndunnar sem notuð var og að lokum aðstæður þegar efnið var lagt út. Bifhjólasamfélagið skekið vegna banaslyssins Bifhjólasamfélagið á Íslandi er skekið vegna slyssins en Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði vegagerðarinnar í borgartúni á morgun klukkan 13.00. Krafist er útbóta á hættulegum vegköflum. Þorgerður Guðmundsdóttir, formaður samtakanna, gerði sér ferð á slysavettvang í gærkvöldi. „Og bara að stíga á malbikið í venjulegum skóm, það er flughált.“ Þorgerður segir að mælirinn sé fullur hjá bifhjólasamfélaginu á íslandi. „Það er bara mjög þungt hljóðið í fólki. Það er slegið. Allir eru hálflamaðir eftir þetta,“ segir Þorgerður. Loka vegkaflanum á ný á þágu framhaldsrannsóknar Hluta Vesturlandsvegar verður lokað klukkan eitt í dag í þágu framhaldsrannsóknar á banaslysinu. Áætlað er að rannsóknin taki eina til tvær klukkustundir. Um er að ræða vegkaflann á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarvegar. Lokunin hefur ekki áhrif á umferð til og frá Grundarhverfi, en öðrum er bent á hjáleið um Kjósarskarðsveg.
Samgönguslys Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Sjá meira
Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33
Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26