Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2020 11:55 Vesturlandsvegi var lokað um tíma vegna slyssins síðdegis í gær. Honum verður lokað í einn til tvo tíma frá klukkan 13:00 í dag vegna áframhaldandi rannsóknar á slysinu. Vísir/Einar Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. Tveir létust í árekstri bifhjóls og húsbíls á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um þrjúleytið í gær. Þeir sem létust voru ökumaður og farþegi á bifhjóli en ökutækin komu úr gagnstæðri átt. Nýtt slitlag var á vegkaflanum þar sem slysið varð og var það sérstaklega sleipt. Skúraveðrið og hitinn bættu síðan gráu ofan á svart. Tveir verktakar vinna fyrir Vegagerðina, annars vegar verktakinn sem leggur yfir og hins vegar sá sem hefur eftirlit. Bergþóra kveðst harmi slegin vegna slyssins í gær. Vegagerðin framkvæmdi ástandsskoðun á vegkaflanum í morgun. „Við erum að hálkumæla þennan vegkafla. Það er okkar fyrsta mat að þessi yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Við erum að skoða það og eigum fund með hlutaðeigandi núna eftir hádegi. Þá vitum við meira.“ Aðspurð hvað geti falist í því að yfirlögnin hafi mögulega ekki uppfyllt útboðsskilmála segir Bergþóra. „Það geta verið ýmsir þættir sem hafa áhrif á það; hvernig það er unnið og hvaða efni er og svo framvegis. Við verðum bara að fara ofan í saumana á því,“ segir Bergþóra sem tekur fram að viðeigandi hálkuviðvaranir séu við veginn. Það sem skoðað verður eru gæði efnanna sem notuð voru í veginn, samsetning blöndunnar sem notuð var og að lokum aðstæður þegar efnið var lagt út. Bifhjólasamfélagið skekið vegna banaslyssins Bifhjólasamfélagið á Íslandi er skekið vegna slyssins en Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði vegagerðarinnar í borgartúni á morgun klukkan 13.00. Krafist er útbóta á hættulegum vegköflum. Þorgerður Guðmundsdóttir, formaður samtakanna, gerði sér ferð á slysavettvang í gærkvöldi. „Og bara að stíga á malbikið í venjulegum skóm, það er flughált.“ Þorgerður segir að mælirinn sé fullur hjá bifhjólasamfélaginu á íslandi. „Það er bara mjög þungt hljóðið í fólki. Það er slegið. Allir eru hálflamaðir eftir þetta,“ segir Þorgerður. Loka vegkaflanum á ný á þágu framhaldsrannsóknar Hluta Vesturlandsvegar verður lokað klukkan eitt í dag í þágu framhaldsrannsóknar á banaslysinu. Áætlað er að rannsóknin taki eina til tvær klukkustundir. Um er að ræða vegkaflann á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarvegar. Lokunin hefur ekki áhrif á umferð til og frá Grundarhverfi, en öðrum er bent á hjáleið um Kjósarskarðsveg. Samgönguslys Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. Tveir létust í árekstri bifhjóls og húsbíls á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um þrjúleytið í gær. Þeir sem létust voru ökumaður og farþegi á bifhjóli en ökutækin komu úr gagnstæðri átt. Nýtt slitlag var á vegkaflanum þar sem slysið varð og var það sérstaklega sleipt. Skúraveðrið og hitinn bættu síðan gráu ofan á svart. Tveir verktakar vinna fyrir Vegagerðina, annars vegar verktakinn sem leggur yfir og hins vegar sá sem hefur eftirlit. Bergþóra kveðst harmi slegin vegna slyssins í gær. Vegagerðin framkvæmdi ástandsskoðun á vegkaflanum í morgun. „Við erum að hálkumæla þennan vegkafla. Það er okkar fyrsta mat að þessi yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Við erum að skoða það og eigum fund með hlutaðeigandi núna eftir hádegi. Þá vitum við meira.“ Aðspurð hvað geti falist í því að yfirlögnin hafi mögulega ekki uppfyllt útboðsskilmála segir Bergþóra. „Það geta verið ýmsir þættir sem hafa áhrif á það; hvernig það er unnið og hvaða efni er og svo framvegis. Við verðum bara að fara ofan í saumana á því,“ segir Bergþóra sem tekur fram að viðeigandi hálkuviðvaranir séu við veginn. Það sem skoðað verður eru gæði efnanna sem notuð voru í veginn, samsetning blöndunnar sem notuð var og að lokum aðstæður þegar efnið var lagt út. Bifhjólasamfélagið skekið vegna banaslyssins Bifhjólasamfélagið á Íslandi er skekið vegna slyssins en Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði vegagerðarinnar í borgartúni á morgun klukkan 13.00. Krafist er útbóta á hættulegum vegköflum. Þorgerður Guðmundsdóttir, formaður samtakanna, gerði sér ferð á slysavettvang í gærkvöldi. „Og bara að stíga á malbikið í venjulegum skóm, það er flughált.“ Þorgerður segir að mælirinn sé fullur hjá bifhjólasamfélaginu á íslandi. „Það er bara mjög þungt hljóðið í fólki. Það er slegið. Allir eru hálflamaðir eftir þetta,“ segir Þorgerður. Loka vegkaflanum á ný á þágu framhaldsrannsóknar Hluta Vesturlandsvegar verður lokað klukkan eitt í dag í þágu framhaldsrannsóknar á banaslysinu. Áætlað er að rannsóknin taki eina til tvær klukkustundir. Um er að ræða vegkaflann á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarvegar. Lokunin hefur ekki áhrif á umferð til og frá Grundarhverfi, en öðrum er bent á hjáleið um Kjósarskarðsveg.
Samgönguslys Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33
Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu