Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 21:53 Ævar Pálmi sést hér ásamt Ölmu Möller landlækni, á einum fjölmargra upplýsingafunda landlæknis og almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Lögreglan Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. Á fimmtudag var greint frá því að leikmaður í kvennaliði Breiðabliks hefði greinst með veiruna. Á föstudag var síðan sagt frá því að leikmaður karlaliðs Stjörnunnar hefði greinst með veiruna, en í dag bárust af því fréttir að leikmaður kvennaliðs Fylkis væri sömuleiðis smitaður. Liðsfélagar viðkomandi leikmanna, auk fjölda annarra þurfa því að sæta sóttkví. „Við erum að setja okkur í sama gír og við vorum í þarna í byrjun mars. Þetta eru ansi fjölmennir hópar af fólki sem þurfa að fara í sóttkví, þannig að við erum búin að vera hérna, sex til tíu manns, frá því á föstudaginn að rekja smit og hringja í fólk og senda í sóttkví og gefa ráðleggingar og leiðbeiningar,“ segir Ævar Pálmi. Honum reiknast til að rúmlega 400 manns þurfi að sæta sóttkví vegna smitanna þriggja. Ævar Pálmi segir gert ráð fyrir því að allir sem farið hafa í sóttkví vegna smitanna verði prófaðir fyrir kórónuveirunni. Búið sé að koma þeim skilaboðum áleiðis til langstærsts hluta þeirra sem útsettir voru fyrir smiti. Mikilvægt að klára sóttkví þrátt fyrir neikvætt sýni Ævar Pálmi segir að þau sem nú eru í sóttkví, og hafi fengið skilaboð um að fara í skimun fyrir veirunni, muni þurfa að klára sóttkvína. Er það óháð því hvort próf fyrir veirunni reynist jákvætt eða neikvætt. „Sýnatakan og neikvæð niðurstaða úr henni léttir ekki sóttkví. Þetta er náttúrulega bara skimun til þess að kanna hvort veiran sé byrjuð að dreifa sér og það er mjög mikilvægt að klára þessar tvær vikur í sóttkví til þess að hefta dreifingu.“ Ævar Pálmi segir þá að smitrakningarteymið muni ljúka vinnu við að rekja umrædd þrjú smit seint í kvöld, að öllu óbreyttu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. Á fimmtudag var greint frá því að leikmaður í kvennaliði Breiðabliks hefði greinst með veiruna. Á föstudag var síðan sagt frá því að leikmaður karlaliðs Stjörnunnar hefði greinst með veiruna, en í dag bárust af því fréttir að leikmaður kvennaliðs Fylkis væri sömuleiðis smitaður. Liðsfélagar viðkomandi leikmanna, auk fjölda annarra þurfa því að sæta sóttkví. „Við erum að setja okkur í sama gír og við vorum í þarna í byrjun mars. Þetta eru ansi fjölmennir hópar af fólki sem þurfa að fara í sóttkví, þannig að við erum búin að vera hérna, sex til tíu manns, frá því á föstudaginn að rekja smit og hringja í fólk og senda í sóttkví og gefa ráðleggingar og leiðbeiningar,“ segir Ævar Pálmi. Honum reiknast til að rúmlega 400 manns þurfi að sæta sóttkví vegna smitanna þriggja. Ævar Pálmi segir gert ráð fyrir því að allir sem farið hafa í sóttkví vegna smitanna verði prófaðir fyrir kórónuveirunni. Búið sé að koma þeim skilaboðum áleiðis til langstærsts hluta þeirra sem útsettir voru fyrir smiti. Mikilvægt að klára sóttkví þrátt fyrir neikvætt sýni Ævar Pálmi segir að þau sem nú eru í sóttkví, og hafi fengið skilaboð um að fara í skimun fyrir veirunni, muni þurfa að klára sóttkvína. Er það óháð því hvort próf fyrir veirunni reynist jákvætt eða neikvætt. „Sýnatakan og neikvæð niðurstaða úr henni léttir ekki sóttkví. Þetta er náttúrulega bara skimun til þess að kanna hvort veiran sé byrjuð að dreifa sér og það er mjög mikilvægt að klára þessar tvær vikur í sóttkví til þess að hefta dreifingu.“ Ævar Pálmi segir þá að smitrakningarteymið muni ljúka vinnu við að rekja umrædd þrjú smit seint í kvöld, að öllu óbreyttu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira