Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 21:53 Ævar Pálmi sést hér ásamt Ölmu Möller landlækni, á einum fjölmargra upplýsingafunda landlæknis og almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Lögreglan Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. Á fimmtudag var greint frá því að leikmaður í kvennaliði Breiðabliks hefði greinst með veiruna. Á föstudag var síðan sagt frá því að leikmaður karlaliðs Stjörnunnar hefði greinst með veiruna, en í dag bárust af því fréttir að leikmaður kvennaliðs Fylkis væri sömuleiðis smitaður. Liðsfélagar viðkomandi leikmanna, auk fjölda annarra þurfa því að sæta sóttkví. „Við erum að setja okkur í sama gír og við vorum í þarna í byrjun mars. Þetta eru ansi fjölmennir hópar af fólki sem þurfa að fara í sóttkví, þannig að við erum búin að vera hérna, sex til tíu manns, frá því á föstudaginn að rekja smit og hringja í fólk og senda í sóttkví og gefa ráðleggingar og leiðbeiningar,“ segir Ævar Pálmi. Honum reiknast til að rúmlega 400 manns þurfi að sæta sóttkví vegna smitanna þriggja. Ævar Pálmi segir gert ráð fyrir því að allir sem farið hafa í sóttkví vegna smitanna verði prófaðir fyrir kórónuveirunni. Búið sé að koma þeim skilaboðum áleiðis til langstærsts hluta þeirra sem útsettir voru fyrir smiti. Mikilvægt að klára sóttkví þrátt fyrir neikvætt sýni Ævar Pálmi segir að þau sem nú eru í sóttkví, og hafi fengið skilaboð um að fara í skimun fyrir veirunni, muni þurfa að klára sóttkvína. Er það óháð því hvort próf fyrir veirunni reynist jákvætt eða neikvætt. „Sýnatakan og neikvæð niðurstaða úr henni léttir ekki sóttkví. Þetta er náttúrulega bara skimun til þess að kanna hvort veiran sé byrjuð að dreifa sér og það er mjög mikilvægt að klára þessar tvær vikur í sóttkví til þess að hefta dreifingu.“ Ævar Pálmi segir þá að smitrakningarteymið muni ljúka vinnu við að rekja umrædd þrjú smit seint í kvöld, að öllu óbreyttu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. Á fimmtudag var greint frá því að leikmaður í kvennaliði Breiðabliks hefði greinst með veiruna. Á föstudag var síðan sagt frá því að leikmaður karlaliðs Stjörnunnar hefði greinst með veiruna, en í dag bárust af því fréttir að leikmaður kvennaliðs Fylkis væri sömuleiðis smitaður. Liðsfélagar viðkomandi leikmanna, auk fjölda annarra þurfa því að sæta sóttkví. „Við erum að setja okkur í sama gír og við vorum í þarna í byrjun mars. Þetta eru ansi fjölmennir hópar af fólki sem þurfa að fara í sóttkví, þannig að við erum búin að vera hérna, sex til tíu manns, frá því á föstudaginn að rekja smit og hringja í fólk og senda í sóttkví og gefa ráðleggingar og leiðbeiningar,“ segir Ævar Pálmi. Honum reiknast til að rúmlega 400 manns þurfi að sæta sóttkví vegna smitanna þriggja. Ævar Pálmi segir gert ráð fyrir því að allir sem farið hafa í sóttkví vegna smitanna verði prófaðir fyrir kórónuveirunni. Búið sé að koma þeim skilaboðum áleiðis til langstærsts hluta þeirra sem útsettir voru fyrir smiti. Mikilvægt að klára sóttkví þrátt fyrir neikvætt sýni Ævar Pálmi segir að þau sem nú eru í sóttkví, og hafi fengið skilaboð um að fara í skimun fyrir veirunni, muni þurfa að klára sóttkvína. Er það óháð því hvort próf fyrir veirunni reynist jákvætt eða neikvætt. „Sýnatakan og neikvæð niðurstaða úr henni léttir ekki sóttkví. Þetta er náttúrulega bara skimun til þess að kanna hvort veiran sé byrjuð að dreifa sér og það er mjög mikilvægt að klára þessar tvær vikur í sóttkví til þess að hefta dreifingu.“ Ævar Pálmi segir þá að smitrakningarteymið muni ljúka vinnu við að rekja umrædd þrjú smit seint í kvöld, að öllu óbreyttu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira