Erlent

Hönnuður New York-ástar­lógósins er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Milton Glaser hannaði merkið fyrir herferð sem ætlað var að lokka ferðamenn til borgarinnar árið 1977.
Milton Glaser hannaði merkið fyrir herferð sem ætlað var að lokka ferðamenn til borgarinnar árið 1977. Getty

Grafíski hönnuðurinn Milton Glaser, sem hannaði „I ♥ NY“ myndmerkið er látinn, 91 ára að aldri.

Glaser hannaði merkið fyrir herferð sem ætlað var að lokka ferðamenn til borgarinnar árið 1977. Merkið náði fljótt miklum vinsældum á heimsvísu og hafa verið gerðar ótal útgáfur af merkinu þar sem innblástur hefur verið sóttur í upphaflegt merki Glaser.

Milton Glaser.Getty

Í frétt BBC segir að Glaser hafi síðar sagst vera mjög undrandi á vinsældum þessari „einföldu hugmynd“.

Glaser hannaði einnig frægt plakat af tónlistarmanninum Bob Dylan og var einn stofnenda New York Magazine.

Bob Dylan-plakat Milton Glaser.Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×