Víðir telur líklegt að fleiri leikjum Íslandsmótsins verði frestað Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. júní 2020 12:38 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Vísir/Baldur Líklegt þykir að fleiri leikjum verði frestað í kjölfar smits sem kom upp í leikmannahópi Pepsi-Max deildarliðs Stjörnunnar í gær. Víðir Reynisson var til viðtals í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 í hádeginu þar sem hann fór yfir ferlið í þeim málum sem komið hafa upp en staðfest er að einn leikmaður í Pepsi-Max deild kvenna og einn leikmaður í Pepsi-Max deild karla er með veiruna. „Smitrakning er í gangi og margir sem bíða niðurstöðu í kjölfar smitsins sem kom upp í gær. Þetta getur haft talsvert mikil áhrif. Það má áætla að þetta hafi áhrif á næstu leiki Stjörnunnar. Ég held að það sé augljóst,“ sagði Víðir. Leik KFG og Ægis í 3.deild karla sem fyrirhugaður var í dag var frestað þar sem verið er að sótthreinsa félagssvæði Stjörnunnar en KFG leikur heimaleiki sína á svæðinu. Stjarnan á að mæta KA í Pepsi-Max deild karla á morgun en það verður að teljast afar ólíklegt að sá leikur fari fram. Víðir segir að það muni skýrast betur að smitrakningu lokinni. „Smitrakningin í kringum þennan aðila úr Stjörnunni er í fullum gangi. Það kemur í ljós á næstu klukkustundum hversu margir þurfa að fara í sóttkví. Dagurinn verður að leiða það í ljós. Það gæti þurft að fresta fleiri leikjum,“ segir Víðir. Víðir var spurður að því hvort hægt væri að komast hjá tveggja vikna sóttkví með því að fara í skimun en það kemur ekki til greina og því ljóst að þau smit sem hafa þegar komið upp munu hafa víðtæk áhrif á íslensk knattspyrnulið í sumar. „Allir sem eru útsettir þurfa að vera í sóttkví í fjórtán daga. Við munum taka sýni af öllum sem eru útsettir. Liðin (Karlalið Stjörnunnar og kvennalið Breiðabliks) verða boðuð í sýnatöku á næstunni, jafnvel um helgina,“ segir Víðir. Helstu deildir heims eru í fullum gangi þessa dagana en samkvæmt Víði er ómögulegt að bera umhverfið í íslenska boltanum saman við þær aðgerðir sem notast er við á Englandi, Þýskalandi, Spáni og víðar. „Leikmenn erlendis fara í skimun tvisvar til þrisvar í viku. Ég veit ekki hvort fjárhagur íslenskra liða myndi leyfa það,“ sagði Víðir. Smelltu hér til að hlusta á útvarpsþátt Fótbolta.net á X-inu 977. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Líklegt þykir að fleiri leikjum verði frestað í kjölfar smits sem kom upp í leikmannahópi Pepsi-Max deildarliðs Stjörnunnar í gær. Víðir Reynisson var til viðtals í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 í hádeginu þar sem hann fór yfir ferlið í þeim málum sem komið hafa upp en staðfest er að einn leikmaður í Pepsi-Max deild kvenna og einn leikmaður í Pepsi-Max deild karla er með veiruna. „Smitrakning er í gangi og margir sem bíða niðurstöðu í kjölfar smitsins sem kom upp í gær. Þetta getur haft talsvert mikil áhrif. Það má áætla að þetta hafi áhrif á næstu leiki Stjörnunnar. Ég held að það sé augljóst,“ sagði Víðir. Leik KFG og Ægis í 3.deild karla sem fyrirhugaður var í dag var frestað þar sem verið er að sótthreinsa félagssvæði Stjörnunnar en KFG leikur heimaleiki sína á svæðinu. Stjarnan á að mæta KA í Pepsi-Max deild karla á morgun en það verður að teljast afar ólíklegt að sá leikur fari fram. Víðir segir að það muni skýrast betur að smitrakningu lokinni. „Smitrakningin í kringum þennan aðila úr Stjörnunni er í fullum gangi. Það kemur í ljós á næstu klukkustundum hversu margir þurfa að fara í sóttkví. Dagurinn verður að leiða það í ljós. Það gæti þurft að fresta fleiri leikjum,“ segir Víðir. Víðir var spurður að því hvort hægt væri að komast hjá tveggja vikna sóttkví með því að fara í skimun en það kemur ekki til greina og því ljóst að þau smit sem hafa þegar komið upp munu hafa víðtæk áhrif á íslensk knattspyrnulið í sumar. „Allir sem eru útsettir þurfa að vera í sóttkví í fjórtán daga. Við munum taka sýni af öllum sem eru útsettir. Liðin (Karlalið Stjörnunnar og kvennalið Breiðabliks) verða boðuð í sýnatöku á næstunni, jafnvel um helgina,“ segir Víðir. Helstu deildir heims eru í fullum gangi þessa dagana en samkvæmt Víði er ómögulegt að bera umhverfið í íslenska boltanum saman við þær aðgerðir sem notast er við á Englandi, Þýskalandi, Spáni og víðar. „Leikmenn erlendis fara í skimun tvisvar til þrisvar í viku. Ég veit ekki hvort fjárhagur íslenskra liða myndi leyfa það,“ sagði Víðir. Smelltu hér til að hlusta á útvarpsþátt Fótbolta.net á X-inu 977.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira