Sólveig Anna gagnrýnir Liverpool-mynd Katrínar Sylvía Hall skrifar 26. júní 2020 21:12 Sólveig Anna segir það sjálfsagt að forsætisráðherra ræði áhugamál sín en í ljósi aðstæðna hafi það verið óviðeigandi. Vilhelm/Twitter Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki við hæfi að forsætisráðherra hafi birt mynd af sér að fagna Englandsmeistaratitli Liverpool í gær þegar fólk var í lífshættu eftir eldsvoðann á Bræðraborgarstíg. Henni sé velkomið að skrifa færslur um áhugamál sín en í ljósi aðstæðna hafi hún frekar átt að beina athyglinni að þeim harmleik sem átti sér stað. „Mér finnst ekki við hæfi að forsætisráðherra birti færslu um fótboltaleik þegar að fólk er slasað og í lífshættu eftir skelfilegan eldsvoða, en þannig var staðan í gærkvöld, og þegar slökkviliðsfólk hefur lagt sig í mikla hættu við að reyna að bjarga þeim sem föst voru inn í húsinu,“ skrifar Sólveig Anna á Facebook-síðu sína. Finally! Congratulations my dear boys and Klopp and to us all! Lets all remember to keep walking on with hope in our hearts! #YNWA pic.twitter.com/lADvH4tT4r— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) June 25, 2020 Hún segir valdafólk landsins hafa frekar átt að viðurkenna þau samfélagslegu vandamál sem hafa fengið að „grassera meira og minna óáreitt“ undir fallegu yfirborði landsins. Þrátt fyrir að Ísland sé norrænt velferðarsamfélag sé stór hópur fólks verulega jaðarsett. „Þetta fólk á það líka skilið að ráðamanneskjur hér viðurkenni tilvist þeirra. Fólkið í óíbúðarhæfu húsunum og iðnaðarhúsunum þarf mest á því að halda af öllum að með þeim sé staðið af þeim sem geta sannarlega breytt samfélaginu, og tilvera þeirra gerð mannsæmandi og góð.“ Þá gagnrýnir Sólveig Anna aðbúnað verkafólks hér á landi og segir aðstæður þeirra vera til skammar. Hún tekur undir orð Drífu Snædal þar sem hún gagnrýndi að meira púður færi í að elta uppi verkafólk en að taka á glæpamönnum og óheiðarlegum atvinnurekendum. Sérstakur bíll hefði það hlutverk að leita fólk uppi á meðan „atvinnurekendur sem nýta sér bága stöðu þessa hóps fá bókstaflega frítt spil“. Hún segist hafa nóg af yfirborðskenndri stemningu stjórnvalda og fullyrðingum að allir séu saman í liði. Þess vegna leyfi hún sér að gagnrýna myndbirtinguna. „Ég vil að við fókuserum á og tölum um það sem máli skiptir. Það er löngu tímabært.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35 Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23 Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. 26. júní 2020 19:31 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki við hæfi að forsætisráðherra hafi birt mynd af sér að fagna Englandsmeistaratitli Liverpool í gær þegar fólk var í lífshættu eftir eldsvoðann á Bræðraborgarstíg. Henni sé velkomið að skrifa færslur um áhugamál sín en í ljósi aðstæðna hafi hún frekar átt að beina athyglinni að þeim harmleik sem átti sér stað. „Mér finnst ekki við hæfi að forsætisráðherra birti færslu um fótboltaleik þegar að fólk er slasað og í lífshættu eftir skelfilegan eldsvoða, en þannig var staðan í gærkvöld, og þegar slökkviliðsfólk hefur lagt sig í mikla hættu við að reyna að bjarga þeim sem föst voru inn í húsinu,“ skrifar Sólveig Anna á Facebook-síðu sína. Finally! Congratulations my dear boys and Klopp and to us all! Lets all remember to keep walking on with hope in our hearts! #YNWA pic.twitter.com/lADvH4tT4r— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) June 25, 2020 Hún segir valdafólk landsins hafa frekar átt að viðurkenna þau samfélagslegu vandamál sem hafa fengið að „grassera meira og minna óáreitt“ undir fallegu yfirborði landsins. Þrátt fyrir að Ísland sé norrænt velferðarsamfélag sé stór hópur fólks verulega jaðarsett. „Þetta fólk á það líka skilið að ráðamanneskjur hér viðurkenni tilvist þeirra. Fólkið í óíbúðarhæfu húsunum og iðnaðarhúsunum þarf mest á því að halda af öllum að með þeim sé staðið af þeim sem geta sannarlega breytt samfélaginu, og tilvera þeirra gerð mannsæmandi og góð.“ Þá gagnrýnir Sólveig Anna aðbúnað verkafólks hér á landi og segir aðstæður þeirra vera til skammar. Hún tekur undir orð Drífu Snædal þar sem hún gagnrýndi að meira púður færi í að elta uppi verkafólk en að taka á glæpamönnum og óheiðarlegum atvinnurekendum. Sérstakur bíll hefði það hlutverk að leita fólk uppi á meðan „atvinnurekendur sem nýta sér bága stöðu þessa hóps fá bókstaflega frítt spil“. Hún segist hafa nóg af yfirborðskenndri stemningu stjórnvalda og fullyrðingum að allir séu saman í liði. Þess vegna leyfi hún sér að gagnrýna myndbirtinguna. „Ég vil að við fókuserum á og tölum um það sem máli skiptir. Það er löngu tímabært.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35 Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23 Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. 26. júní 2020 19:31 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35
Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23
Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. 26. júní 2020 19:31