Tumi vill vinna titla með vinum sínum í Val - „Gerist ekki betra en að fá Snorra sem þjálfara“ Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2020 15:30 Tumi Steinn Rúnarsson hefur leikið mikilvægt hlutverk hjá Aftureldingu síðustu tvö ár. VÍSIR/BÁRA „Ég saknaði þess að vera í Val og spila fyrir uppeldisfélagið,“ segir Tumi Steinn Rúnarsson sem er orðinn leikmaður Vals á nýjan leik eftir að hafa leikið með Aftureldingu síðustu tvö handknattleikstímabil. Tumi, sem er tvítugur leikstjórnandi, hefur verið í stóru hlutverki hjá Aftureldingu sem varð í 3. sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð. Leiktíðin var styttri en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Nú heldur hann hins vegar heim á Hlíðarenda og byrjar æfingar þar að nýju um miðjan næsta mánuð, eftir að hafa komist að samkomulagi við Aftureldingu um riftun samnings sem gilti til næsta árs. „Það eru leikmenn á mínum aldri sem ég ólst upp með, eins og Arnór [Óskarsson], Tjörvi [Gíslason] og Stiven [Valencia], að stíga upp og fá stærra hlutverk í meistaraflokki Vals núna. Ég upplifði það að vinna titla með þeim í yngri flokkum og langar að gera það aftur, og þá gerir maður það í Val, þar sem mér líður best,“ segir Tumi sem óttast ekki samkeppnina hjá liðinu sem varð deildarmeistari á síðustu leiktíð. „Á Einari Andra endalaust mikið að þakka“ „Samkeppni er alltaf holl. Það var líka að koma samkeppni í Aftureldingu svo ég hugsaði með mér að ég gæti líka farið í samkeppni í Val. Það er geggjaður klúbbur og svo hef ég mjög sterka trú á Snorra sem þjálfara. Hann var náttúrulega líka miðjumaður, í heimsklassa, og það gerist ekki betra en að fá Snorra sem þjálfara,“ segir Tumi um Snorra Stein Guðjónsson. Hann er þakklátur Aftureldingu og þjálfaranum Einari Andra Einarssyni sem stýrði liðinu þar til í sumar: „Ég á Aftureldingu alveg hrikalega mikið að þakka, að hafa gefið einhverjum ungum leikmanni úr 3. flokki sénsinn til að spila og þroskast sem leikmaður. Ég á Einari Andra endalaust mikið að þakka. Þvílíkur toppmaður. Og körlunum þarna sem leyfðu manni að vera á miðjunni, eins og Einari Inga, Elvari Ásgeirs, Birki Ben og fleirum. Við skildum í góðu, allir vinir og svona er bara boltinn.“ Olís-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
„Ég saknaði þess að vera í Val og spila fyrir uppeldisfélagið,“ segir Tumi Steinn Rúnarsson sem er orðinn leikmaður Vals á nýjan leik eftir að hafa leikið með Aftureldingu síðustu tvö handknattleikstímabil. Tumi, sem er tvítugur leikstjórnandi, hefur verið í stóru hlutverki hjá Aftureldingu sem varð í 3. sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð. Leiktíðin var styttri en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Nú heldur hann hins vegar heim á Hlíðarenda og byrjar æfingar þar að nýju um miðjan næsta mánuð, eftir að hafa komist að samkomulagi við Aftureldingu um riftun samnings sem gilti til næsta árs. „Það eru leikmenn á mínum aldri sem ég ólst upp með, eins og Arnór [Óskarsson], Tjörvi [Gíslason] og Stiven [Valencia], að stíga upp og fá stærra hlutverk í meistaraflokki Vals núna. Ég upplifði það að vinna titla með þeim í yngri flokkum og langar að gera það aftur, og þá gerir maður það í Val, þar sem mér líður best,“ segir Tumi sem óttast ekki samkeppnina hjá liðinu sem varð deildarmeistari á síðustu leiktíð. „Á Einari Andra endalaust mikið að þakka“ „Samkeppni er alltaf holl. Það var líka að koma samkeppni í Aftureldingu svo ég hugsaði með mér að ég gæti líka farið í samkeppni í Val. Það er geggjaður klúbbur og svo hef ég mjög sterka trú á Snorra sem þjálfara. Hann var náttúrulega líka miðjumaður, í heimsklassa, og það gerist ekki betra en að fá Snorra sem þjálfara,“ segir Tumi um Snorra Stein Guðjónsson. Hann er þakklátur Aftureldingu og þjálfaranum Einari Andra Einarssyni sem stýrði liðinu þar til í sumar: „Ég á Aftureldingu alveg hrikalega mikið að þakka, að hafa gefið einhverjum ungum leikmanni úr 3. flokki sénsinn til að spila og þroskast sem leikmaður. Ég á Einari Andra endalaust mikið að þakka. Þvílíkur toppmaður. Og körlunum þarna sem leyfðu manni að vera á miðjunni, eins og Einari Inga, Elvari Ásgeirs, Birki Ben og fleirum. Við skildum í góðu, allir vinir og svona er bara boltinn.“
Olís-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira