Sögðust stefna að því að vera í toppbaráttu en hafa ekki enn unnið leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2020 16:30 Arnar á hliðarlínunni. Vísir/Daniel Bikarmeistarar Víkings voru – og eru eflaust enn – stórhuga fyrir tímabilið. Fyrir tímabil var það gefið út að þeir stefndu á að landa þeim stóra, Íslandsmeistaratitlinum. Nú þegar liðið hefur leikið fjóra leiki, tvo á Íslandsmóti,einn í bikarkeppni og svo einn leik í meistarakeppni KSÍ, á það enn eftir að vinna leik í venjulegum leiktíma. Víkingar eru ríkjandi Mjólkurbikarmeistarar og stefna á að verja þann titil. Þá vilja þeir blanda sér í toppbaráttuna. Kári Árnason og Óttar Magnús Karlsson eru með liðinu frá upphafi tímabils en þeir komu inn á miðri síðustu leiktíð. Liðinu var spáð í kringum 4. til 6. sæti en Arnar sagði í viðtali við Fótbolta.net að liðið yrði „pottþétt ofar en þetta.“ Ingvar Jónsson kom í markið en hann hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin ár. Þá fékk liðið unga og efnilega leikmenn til liðs við sig fyrir tímabilið en það hefur einkennt stjórnartíð Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara liðsins. Það virðist þó sem eitthvað eigi enn eftir að smella í Fossvoginum. Þó svo að það sé deginum ljósara að liðið er stútfullt af hæfileikum – enda með frábæra leikmenn í flestum stöðum vallarins – þá er það einnig ljóst að það vantar ákveðið krydd í leik liðsins. Guðmundur Andri Tryggvason skoraði sjö mörk í 16 leikjum í deildinni á síðustu leiktíð. Hann var á láni hjá Víkingum frá IK Start í Noregi þar sem hann er í dag. Þá var Kwame Quee einnig á láni frá Breiðabliki en hann skoraði fjögur mörk í 12 leikjum. Guðmundur Andri í bikarúrslitaleiknum gegn FH á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Þarna eru 11 mörk af þeim 37 sem Víkingar skoruðu horfin á braut sem og einu náttúrulegu vængmenn liðsins. Arnar notaði reyndar mikið 4-4-2 leikkerfi með tígul miðju þegar fór að líða á síðast sumar. Þá var Guðmundur Andri oftar en ekki með Óttari Magnúsi í fremstu víglínu en Guðmundur var þó mikið vinstra megin á vellinum og keyrði síðan þaðan á vörn mótherjanna. Þó Víkingar hafi endaði í 7. sæti deildarinnar þá voru þeir samt sem áðru aðeins einu stigi frá ÍA sem endaði í 10. sæti. Líkt og áður sagði hafa Víkingar leikið fjóra leiki án þess að landa sigri í venjulegum leiktíma. Liðið tapaði 1-0 gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. Leikurinn var ekki ekkert endilega illa leikinn af hálfu Víkinga en þeir lentu í miklum vandræðum með pressu KR í upphafi og áttu svo einkar erfitt með að brjóta þá niður eftir að þeir lentu undir. Úr leik Víkings og KR í Meistarakeppni KSÍ.Vísir/HAG Óttar Magnús kom þeim yfir með marki úr aukaspyrnu gegn Fjölni en það dugði skammt. Nýliðarnir jöfnuðu í síðari hálfleik og þar við sat. Liðið gerði markalaust jafntefli við KA á Akureyri í leik sem Tómas Ingi Tómasson – sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar – var langt því frá sáttur með. Þá þurfti liðið mark í uppbótartíma til að tryggja sér framlengingu gegn nöfnum sínum frá Ólafsvík í Mjólkurbikarnum. Víkingar voru svo manni fleiri í 18 mínútur í framlengingunni eftir að James Dale var vikið af velli í liði Ólsara. Þrátt fyrir það tókst þeim ekki að tryggja sér sigur og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni. Þó sumarið sé rétt að hefjast er eðlilegt að velta fyrir sér hvort lið sem hefur aðeins skorað tvö mörk á 390 mínútum, þá er uppbótartími ekki talinn með, geti barist um Íslandsmeistaratitilinn. Næstu þrír leikir Víkings eru svo FH (H), Valur (Ú) og KR (H). Það er ljóst að erfitt verkefni bíður Víkinga en nú er bara að standa við stóru orðin. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Bikarmeistarar Víkings voru – og eru eflaust enn – stórhuga fyrir tímabilið. Fyrir tímabil var það gefið út að þeir stefndu á að landa þeim stóra, Íslandsmeistaratitlinum. Nú þegar liðið hefur leikið fjóra leiki, tvo á Íslandsmóti,einn í bikarkeppni og svo einn leik í meistarakeppni KSÍ, á það enn eftir að vinna leik í venjulegum leiktíma. Víkingar eru ríkjandi Mjólkurbikarmeistarar og stefna á að verja þann titil. Þá vilja þeir blanda sér í toppbaráttuna. Kári Árnason og Óttar Magnús Karlsson eru með liðinu frá upphafi tímabils en þeir komu inn á miðri síðustu leiktíð. Liðinu var spáð í kringum 4. til 6. sæti en Arnar sagði í viðtali við Fótbolta.net að liðið yrði „pottþétt ofar en þetta.“ Ingvar Jónsson kom í markið en hann hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin ár. Þá fékk liðið unga og efnilega leikmenn til liðs við sig fyrir tímabilið en það hefur einkennt stjórnartíð Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara liðsins. Það virðist þó sem eitthvað eigi enn eftir að smella í Fossvoginum. Þó svo að það sé deginum ljósara að liðið er stútfullt af hæfileikum – enda með frábæra leikmenn í flestum stöðum vallarins – þá er það einnig ljóst að það vantar ákveðið krydd í leik liðsins. Guðmundur Andri Tryggvason skoraði sjö mörk í 16 leikjum í deildinni á síðustu leiktíð. Hann var á láni hjá Víkingum frá IK Start í Noregi þar sem hann er í dag. Þá var Kwame Quee einnig á láni frá Breiðabliki en hann skoraði fjögur mörk í 12 leikjum. Guðmundur Andri í bikarúrslitaleiknum gegn FH á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Þarna eru 11 mörk af þeim 37 sem Víkingar skoruðu horfin á braut sem og einu náttúrulegu vængmenn liðsins. Arnar notaði reyndar mikið 4-4-2 leikkerfi með tígul miðju þegar fór að líða á síðast sumar. Þá var Guðmundur Andri oftar en ekki með Óttari Magnúsi í fremstu víglínu en Guðmundur var þó mikið vinstra megin á vellinum og keyrði síðan þaðan á vörn mótherjanna. Þó Víkingar hafi endaði í 7. sæti deildarinnar þá voru þeir samt sem áðru aðeins einu stigi frá ÍA sem endaði í 10. sæti. Líkt og áður sagði hafa Víkingar leikið fjóra leiki án þess að landa sigri í venjulegum leiktíma. Liðið tapaði 1-0 gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. Leikurinn var ekki ekkert endilega illa leikinn af hálfu Víkinga en þeir lentu í miklum vandræðum með pressu KR í upphafi og áttu svo einkar erfitt með að brjóta þá niður eftir að þeir lentu undir. Úr leik Víkings og KR í Meistarakeppni KSÍ.Vísir/HAG Óttar Magnús kom þeim yfir með marki úr aukaspyrnu gegn Fjölni en það dugði skammt. Nýliðarnir jöfnuðu í síðari hálfleik og þar við sat. Liðið gerði markalaust jafntefli við KA á Akureyri í leik sem Tómas Ingi Tómasson – sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar – var langt því frá sáttur með. Þá þurfti liðið mark í uppbótartíma til að tryggja sér framlengingu gegn nöfnum sínum frá Ólafsvík í Mjólkurbikarnum. Víkingar voru svo manni fleiri í 18 mínútur í framlengingunni eftir að James Dale var vikið af velli í liði Ólsara. Þrátt fyrir það tókst þeim ekki að tryggja sér sigur og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni. Þó sumarið sé rétt að hefjast er eðlilegt að velta fyrir sér hvort lið sem hefur aðeins skorað tvö mörk á 390 mínútum, þá er uppbótartími ekki talinn með, geti barist um Íslandsmeistaratitilinn. Næstu þrír leikir Víkings eru svo FH (H), Valur (Ú) og KR (H). Það er ljóst að erfitt verkefni bíður Víkinga en nú er bara að standa við stóru orðin.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira