Hlaut lífstíðardóm fyrir að hafa kastað sex ára dreng fram af svölum Tate Modern Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 13:49 Jonty Bravery var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa kastað sex ára gömlum dreng niður af svölum Tate Modern listasafnsins í fyrra. AP/Met Police - Getty/Barry Lewis Átján ára gamall karlmaður var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa kastað sex ára gömlum dreng fram af svölum á tíundu hæð Tate Modern listasafnsins í Lundúnum í fyrra. Maðurinn þarf að sitja minnst fimmtán ár í fangelsi áður en hann mun eiga möguleika á reynslulausn. Drengurinn féll niður um þrjátíu metra og slasaðist mjög alvarlega. Hann fékk blæðingu inn á heila, mæna hans varð fyrir skemmdum og hann hlaut fjölda beinbrota. Karlmaðurinn, sem ber nafnið Jonty Bravery, er sagður hafa skipulag árásina og beint spjótum sínum að ungum börnum þegar atvikið átti sér stað í ágúst síðastliðnum. Upptökur úr öryggismyndavélum safnsins sýna að Bravery elti ung börn sem voru á safninu og litaðist um á svölum, að því er virðist til að gá hvernig öryggishandrið væru staðsett. Þá náðist einnig á myndband þegar drengurinn gekk í átt að Bravery, en drengurinn var á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Lundúnum en þau eru frönsk. Þá sagði Deanna Heer, saksóknari í málinu, að á myndbandinu megi einnig sjá hvernig Bravery greip í drenginn, gekk með hann að handriðinu og kastaði honum yfir án þess að hika. Drengurinn féll með höfuðið á undan og lenti á svölum á fimmtu hæð. Eins og áður sagði slasaðist drengurinn alvarlega og mun hann þarfnast sólarhrings aðstoðar að minnsta kosti til ársins 2022 segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Drengurinn hefur verið í hjólastól frá atvikinu og er enn á sjúkrahúsi. Bretland England Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Átján ára gamall karlmaður var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa kastað sex ára gömlum dreng fram af svölum á tíundu hæð Tate Modern listasafnsins í Lundúnum í fyrra. Maðurinn þarf að sitja minnst fimmtán ár í fangelsi áður en hann mun eiga möguleika á reynslulausn. Drengurinn féll niður um þrjátíu metra og slasaðist mjög alvarlega. Hann fékk blæðingu inn á heila, mæna hans varð fyrir skemmdum og hann hlaut fjölda beinbrota. Karlmaðurinn, sem ber nafnið Jonty Bravery, er sagður hafa skipulag árásina og beint spjótum sínum að ungum börnum þegar atvikið átti sér stað í ágúst síðastliðnum. Upptökur úr öryggismyndavélum safnsins sýna að Bravery elti ung börn sem voru á safninu og litaðist um á svölum, að því er virðist til að gá hvernig öryggishandrið væru staðsett. Þá náðist einnig á myndband þegar drengurinn gekk í átt að Bravery, en drengurinn var á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Lundúnum en þau eru frönsk. Þá sagði Deanna Heer, saksóknari í málinu, að á myndbandinu megi einnig sjá hvernig Bravery greip í drenginn, gekk með hann að handriðinu og kastaði honum yfir án þess að hika. Drengurinn féll með höfuðið á undan og lenti á svölum á fimmtu hæð. Eins og áður sagði slasaðist drengurinn alvarlega og mun hann þarfnast sólarhrings aðstoðar að minnsta kosti til ársins 2022 segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Drengurinn hefur verið í hjólastól frá atvikinu og er enn á sjúkrahúsi.
Bretland England Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira