Stefnir í annað einvígi milli Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 14:00 Það stefnir í kapphlaup milli Breiðabliks og Vals um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Daníel Síðasta sumar töpuðu hvorki Valur né Breiðablik leik í Pepsi Max deild kvenna. Munurinn á liðunum var sá að Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þór/KA á Kópavogsvelli þann 1. ágúst. Höfðu nær allir spekingar landsins spáð því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn yrði harðari í ár og deildin jafnari en áður. Nú þegar þrjár umferðir eru búnar virðist fátt geta komið í veg fyrir annað einvígi liðanna um titilinn eftirsótta. Munurinn á liðunum á síðustu leiktíð var lítill sem enginn eins og áður kom fram. Þau gerðu jafntefli í viðureignum sín á milli og ef Breiðablik hefði nýtt eitt af fjöldanum öllum af færum sem liðið fékk gegn Þór/KA – þar sem Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þór/KA átti meðal annars eina af vörslum sumarsins – þá hefði það endað þannig að markatala hefði skorið úr um hvar Íslandsmeistaratitillinn hefði endað. Valur hafði betur í þeirri deild en liðið skoraði 65 mörk og fékk aðeins á sig 12. Blikar skoruðu á sama tíma „aðeins“ 54 mörk og fengu á sig 15. Voru þau einu lið deildarinnar sem skoruðu meira en 30 mörk. Þegar þremur umferðum er lokið stefnir aftur í að innbyrðis viðureignir skeri úr um hvar bikarinn endar. Bæði lið eru með fullt hús stiga, bæði lið hafa skorað 11 mörk, bæði lið hafa unnið einn leik 6-0 og lent í vandræðum gegn nýliðum – ef vandræði skyldi kalla. Valur vann Þrótt Reykjavík 2-1 í leik þar sem Íslandsmeistararnir réðu ferðinni frá A til Ö. Sömu sögu er að segja af leik Breiðabliks og FH. Þó Blikar hafi landað 3-0 sigri þá komu tvö markanna undir lok leiks. Eini munur liðanna að svo stöddu er að Blikar eiga enn eftir að fá á sig mark. Spurning er hvenær það gerist en varnarleikur liðsins hefur verið einkar öflugur undanfarin ár. Ofan á baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þá eru leikmenn liðanna í baráttu um markakóngstitilinn. Á síðustu leiktíð skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir 16 mörk í liði Blika en sömu sögu er að segja af Hlín Eiríksdóttur og Elínu Mettu Jensen í liði Vals. Þá gerði Margrét Lára Viðarsdóttir 15 mörk fyrir Íslandsmeistarana en hún lagði skóna á hilluna í vetur. Berglind Björg verður í baráttunni um markadrottningatitilinn enn eitt árið.Vísir/Bára Sama er upp á teningnum í ár en Elín Metta er komin með fimm mörk nú þegar á meðan Berglind Björg og Hlín Eiríksdóttir eru báðar með fjögur mörk. Því miður þurfum við að bíða töluvert eftir uppgjöri þessara tveggja bestu liða landsins en þau mætast á Kópavogsvelli þann 21. júlí næstkomandi. Þá minnum við á Pepsi Max Mörkin í umsjá Helenu Ólafsdóttur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld en þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 21:00 Berglind: Ætlum ekkert að fela það að við stefnum á titilinn Breiðablik valtaði yfir KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 6-0 fyrir Blikum en yfirburðirnir voru gríðarlegir. 23. júní 2020 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 6-0 | Breiðablik pakkaði KR saman á Kópavogsvelli KR átti aldrei möguleika á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 6-0 Breiðablik í vil. 23. júní 2020 22:15 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Síðasta sumar töpuðu hvorki Valur né Breiðablik leik í Pepsi Max deild kvenna. Munurinn á liðunum var sá að Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þór/KA á Kópavogsvelli þann 1. ágúst. Höfðu nær allir spekingar landsins spáð því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn yrði harðari í ár og deildin jafnari en áður. Nú þegar þrjár umferðir eru búnar virðist fátt geta komið í veg fyrir annað einvígi liðanna um titilinn eftirsótta. Munurinn á liðunum á síðustu leiktíð var lítill sem enginn eins og áður kom fram. Þau gerðu jafntefli í viðureignum sín á milli og ef Breiðablik hefði nýtt eitt af fjöldanum öllum af færum sem liðið fékk gegn Þór/KA – þar sem Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þór/KA átti meðal annars eina af vörslum sumarsins – þá hefði það endað þannig að markatala hefði skorið úr um hvar Íslandsmeistaratitillinn hefði endað. Valur hafði betur í þeirri deild en liðið skoraði 65 mörk og fékk aðeins á sig 12. Blikar skoruðu á sama tíma „aðeins“ 54 mörk og fengu á sig 15. Voru þau einu lið deildarinnar sem skoruðu meira en 30 mörk. Þegar þremur umferðum er lokið stefnir aftur í að innbyrðis viðureignir skeri úr um hvar bikarinn endar. Bæði lið eru með fullt hús stiga, bæði lið hafa skorað 11 mörk, bæði lið hafa unnið einn leik 6-0 og lent í vandræðum gegn nýliðum – ef vandræði skyldi kalla. Valur vann Þrótt Reykjavík 2-1 í leik þar sem Íslandsmeistararnir réðu ferðinni frá A til Ö. Sömu sögu er að segja af leik Breiðabliks og FH. Þó Blikar hafi landað 3-0 sigri þá komu tvö markanna undir lok leiks. Eini munur liðanna að svo stöddu er að Blikar eiga enn eftir að fá á sig mark. Spurning er hvenær það gerist en varnarleikur liðsins hefur verið einkar öflugur undanfarin ár. Ofan á baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þá eru leikmenn liðanna í baráttu um markakóngstitilinn. Á síðustu leiktíð skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir 16 mörk í liði Blika en sömu sögu er að segja af Hlín Eiríksdóttur og Elínu Mettu Jensen í liði Vals. Þá gerði Margrét Lára Viðarsdóttir 15 mörk fyrir Íslandsmeistarana en hún lagði skóna á hilluna í vetur. Berglind Björg verður í baráttunni um markadrottningatitilinn enn eitt árið.Vísir/Bára Sama er upp á teningnum í ár en Elín Metta er komin með fimm mörk nú þegar á meðan Berglind Björg og Hlín Eiríksdóttir eru báðar með fjögur mörk. Því miður þurfum við að bíða töluvert eftir uppgjöri þessara tveggja bestu liða landsins en þau mætast á Kópavogsvelli þann 21. júlí næstkomandi. Þá minnum við á Pepsi Max Mörkin í umsjá Helenu Ólafsdóttur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld en þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 21:00 Berglind: Ætlum ekkert að fela það að við stefnum á titilinn Breiðablik valtaði yfir KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 6-0 fyrir Blikum en yfirburðirnir voru gríðarlegir. 23. júní 2020 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 6-0 | Breiðablik pakkaði KR saman á Kópavogsvelli KR átti aldrei möguleika á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 6-0 Breiðablik í vil. 23. júní 2020 22:15 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 21:00
Berglind: Ætlum ekkert að fela það að við stefnum á titilinn Breiðablik valtaði yfir KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 6-0 fyrir Blikum en yfirburðirnir voru gríðarlegir. 23. júní 2020 21:35
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 6-0 | Breiðablik pakkaði KR saman á Kópavogsvelli KR átti aldrei möguleika á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 6-0 Breiðablik í vil. 23. júní 2020 22:15
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki