Nefna höfuðstöðvar NASA eftir Mary W. Jackson Samúel Karl Ólason skrifar 25. júní 2020 10:35 Höfuðstöðvar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, í Washington DC verða nefndar í höfuðið á Mary Winston Jakcson, fyrstu þeldökku konunni sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Vísir/NASA Höfuðstöðvar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, í Washington DC verða nefndar í höfuðið á Mary Winston Jakcson, fyrstu þeldökku konunni sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Jackson var ein þriggja kvenna sem fjallað er um í bókinni „Hidden Figures: The American Dream and the Untold Story of the Black Women Mathematicians Who Helped Win the Space Race” og myndinni sem byggir á bókinni. Myndin var gefin út árið 2016. Jim Bridenstein, yfirmaður NASA, tilkynnti þetta í gærkvöldi og sagði hann að Jackson hafi gefið mikið til geimáætlunar Bandaríkjanna og leitt að jafnrétti innan veggja NASA. „Mary W. Jackson var í hópi mjög mikilvægra kvenna sem hjálpaði NASA í að koma bandarískum geimförum út í geim. Mary sætti sig aldrei við viðvarandi ástand, hún hjálpaði til við að brjóta niður tálma og opna á tækifæri fyrir þeldökka Bandaríkjamenn og konur í verkfræði og tæknigeiranum,“ er haft eftir Bridendstein í yfirlýsingu á vef NASA. NASA’s Headquarters will be named the Mary W Jackson NASA Headquarters. Mary Jackson was @NASA's first African-American female engineer. She elevated America’s space program & led towards inclusion. Looking forward to holding a formal naming ceremony soon. https://t.co/R5tYNKPYNS pic.twitter.com/vKuIzMwpGN— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) June 24, 2020 Nafni götunnar sem byggingin stendur við í Washington DC var breytt í Hidden Figures Way í fyrra. Jackson hóf störf hjá National Advisory Committy for Aeronautics árið 1951. Þeirri stofnun var svo breytt í NASA árið 1958. Hún vann lengi vel í teymi þeldökkra stærðfræðinga sem voru kallaða mennsku tölvurnar. Hún stóð sig vel þar og var að endingu hækkuð í tign og send í sérstaka verkfræðingaþjálfun. Þá þurfti hún sérstakt leyfi til að mega sækja tíma með hvítum samnemendum sínum. Sama ár og NACA varð að NASA varð Jakcson fyrsta þeldökka konan sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Hún sérhæfði sig í áhrifum vinds og loftmótstöðu á flugvélar og geimflaugar. Eftir nærri því tvo áratugi hafði Jackson orðið ljóst að hún gæti ekki farið hærra í störfum sínum hjá NASA og breytti um stefnu. Hún fór að vinna hjá Langley‘s Federal Women‘s Program Manager og þar vann hún hörðum höndum að því að hafa áhrif á næstu kynslóð kvenkyns stærðfræðina, verkfræðinga og vísindamanna hjá NASA, samkvæmt æviágripi stofnunarinnar. Jackson settist í helgan stein árið 1985 og dó árið 2005, þá 84 ára gömul. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Höfuðstöðvar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, í Washington DC verða nefndar í höfuðið á Mary Winston Jakcson, fyrstu þeldökku konunni sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Jackson var ein þriggja kvenna sem fjallað er um í bókinni „Hidden Figures: The American Dream and the Untold Story of the Black Women Mathematicians Who Helped Win the Space Race” og myndinni sem byggir á bókinni. Myndin var gefin út árið 2016. Jim Bridenstein, yfirmaður NASA, tilkynnti þetta í gærkvöldi og sagði hann að Jackson hafi gefið mikið til geimáætlunar Bandaríkjanna og leitt að jafnrétti innan veggja NASA. „Mary W. Jackson var í hópi mjög mikilvægra kvenna sem hjálpaði NASA í að koma bandarískum geimförum út í geim. Mary sætti sig aldrei við viðvarandi ástand, hún hjálpaði til við að brjóta niður tálma og opna á tækifæri fyrir þeldökka Bandaríkjamenn og konur í verkfræði og tæknigeiranum,“ er haft eftir Bridendstein í yfirlýsingu á vef NASA. NASA’s Headquarters will be named the Mary W Jackson NASA Headquarters. Mary Jackson was @NASA's first African-American female engineer. She elevated America’s space program & led towards inclusion. Looking forward to holding a formal naming ceremony soon. https://t.co/R5tYNKPYNS pic.twitter.com/vKuIzMwpGN— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) June 24, 2020 Nafni götunnar sem byggingin stendur við í Washington DC var breytt í Hidden Figures Way í fyrra. Jackson hóf störf hjá National Advisory Committy for Aeronautics árið 1951. Þeirri stofnun var svo breytt í NASA árið 1958. Hún vann lengi vel í teymi þeldökkra stærðfræðinga sem voru kallaða mennsku tölvurnar. Hún stóð sig vel þar og var að endingu hækkuð í tign og send í sérstaka verkfræðingaþjálfun. Þá þurfti hún sérstakt leyfi til að mega sækja tíma með hvítum samnemendum sínum. Sama ár og NACA varð að NASA varð Jakcson fyrsta þeldökka konan sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Hún sérhæfði sig í áhrifum vinds og loftmótstöðu á flugvélar og geimflaugar. Eftir nærri því tvo áratugi hafði Jackson orðið ljóst að hún gæti ekki farið hærra í störfum sínum hjá NASA og breytti um stefnu. Hún fór að vinna hjá Langley‘s Federal Women‘s Program Manager og þar vann hún hörðum höndum að því að hafa áhrif á næstu kynslóð kvenkyns stærðfræðina, verkfræðinga og vísindamanna hjá NASA, samkvæmt æviágripi stofnunarinnar. Jackson settist í helgan stein árið 1985 og dó árið 2005, þá 84 ára gömul.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent