Nefna höfuðstöðvar NASA eftir Mary W. Jackson Samúel Karl Ólason skrifar 25. júní 2020 10:35 Höfuðstöðvar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, í Washington DC verða nefndar í höfuðið á Mary Winston Jakcson, fyrstu þeldökku konunni sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Vísir/NASA Höfuðstöðvar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, í Washington DC verða nefndar í höfuðið á Mary Winston Jakcson, fyrstu þeldökku konunni sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Jackson var ein þriggja kvenna sem fjallað er um í bókinni „Hidden Figures: The American Dream and the Untold Story of the Black Women Mathematicians Who Helped Win the Space Race” og myndinni sem byggir á bókinni. Myndin var gefin út árið 2016. Jim Bridenstein, yfirmaður NASA, tilkynnti þetta í gærkvöldi og sagði hann að Jackson hafi gefið mikið til geimáætlunar Bandaríkjanna og leitt að jafnrétti innan veggja NASA. „Mary W. Jackson var í hópi mjög mikilvægra kvenna sem hjálpaði NASA í að koma bandarískum geimförum út í geim. Mary sætti sig aldrei við viðvarandi ástand, hún hjálpaði til við að brjóta niður tálma og opna á tækifæri fyrir þeldökka Bandaríkjamenn og konur í verkfræði og tæknigeiranum,“ er haft eftir Bridendstein í yfirlýsingu á vef NASA. NASA’s Headquarters will be named the Mary W Jackson NASA Headquarters. Mary Jackson was @NASA's first African-American female engineer. She elevated America’s space program & led towards inclusion. Looking forward to holding a formal naming ceremony soon. https://t.co/R5tYNKPYNS pic.twitter.com/vKuIzMwpGN— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) June 24, 2020 Nafni götunnar sem byggingin stendur við í Washington DC var breytt í Hidden Figures Way í fyrra. Jackson hóf störf hjá National Advisory Committy for Aeronautics árið 1951. Þeirri stofnun var svo breytt í NASA árið 1958. Hún vann lengi vel í teymi þeldökkra stærðfræðinga sem voru kallaða mennsku tölvurnar. Hún stóð sig vel þar og var að endingu hækkuð í tign og send í sérstaka verkfræðingaþjálfun. Þá þurfti hún sérstakt leyfi til að mega sækja tíma með hvítum samnemendum sínum. Sama ár og NACA varð að NASA varð Jakcson fyrsta þeldökka konan sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Hún sérhæfði sig í áhrifum vinds og loftmótstöðu á flugvélar og geimflaugar. Eftir nærri því tvo áratugi hafði Jackson orðið ljóst að hún gæti ekki farið hærra í störfum sínum hjá NASA og breytti um stefnu. Hún fór að vinna hjá Langley‘s Federal Women‘s Program Manager og þar vann hún hörðum höndum að því að hafa áhrif á næstu kynslóð kvenkyns stærðfræðina, verkfræðinga og vísindamanna hjá NASA, samkvæmt æviágripi stofnunarinnar. Jackson settist í helgan stein árið 1985 og dó árið 2005, þá 84 ára gömul. Bandaríkin Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Höfuðstöðvar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, í Washington DC verða nefndar í höfuðið á Mary Winston Jakcson, fyrstu þeldökku konunni sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Jackson var ein þriggja kvenna sem fjallað er um í bókinni „Hidden Figures: The American Dream and the Untold Story of the Black Women Mathematicians Who Helped Win the Space Race” og myndinni sem byggir á bókinni. Myndin var gefin út árið 2016. Jim Bridenstein, yfirmaður NASA, tilkynnti þetta í gærkvöldi og sagði hann að Jackson hafi gefið mikið til geimáætlunar Bandaríkjanna og leitt að jafnrétti innan veggja NASA. „Mary W. Jackson var í hópi mjög mikilvægra kvenna sem hjálpaði NASA í að koma bandarískum geimförum út í geim. Mary sætti sig aldrei við viðvarandi ástand, hún hjálpaði til við að brjóta niður tálma og opna á tækifæri fyrir þeldökka Bandaríkjamenn og konur í verkfræði og tæknigeiranum,“ er haft eftir Bridendstein í yfirlýsingu á vef NASA. NASA’s Headquarters will be named the Mary W Jackson NASA Headquarters. Mary Jackson was @NASA's first African-American female engineer. She elevated America’s space program & led towards inclusion. Looking forward to holding a formal naming ceremony soon. https://t.co/R5tYNKPYNS pic.twitter.com/vKuIzMwpGN— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) June 24, 2020 Nafni götunnar sem byggingin stendur við í Washington DC var breytt í Hidden Figures Way í fyrra. Jackson hóf störf hjá National Advisory Committy for Aeronautics árið 1951. Þeirri stofnun var svo breytt í NASA árið 1958. Hún vann lengi vel í teymi þeldökkra stærðfræðinga sem voru kallaða mennsku tölvurnar. Hún stóð sig vel þar og var að endingu hækkuð í tign og send í sérstaka verkfræðingaþjálfun. Þá þurfti hún sérstakt leyfi til að mega sækja tíma með hvítum samnemendum sínum. Sama ár og NACA varð að NASA varð Jakcson fyrsta þeldökka konan sem vann sem verkfræðingur hjá stofnuninni. Hún sérhæfði sig í áhrifum vinds og loftmótstöðu á flugvélar og geimflaugar. Eftir nærri því tvo áratugi hafði Jackson orðið ljóst að hún gæti ekki farið hærra í störfum sínum hjá NASA og breytti um stefnu. Hún fór að vinna hjá Langley‘s Federal Women‘s Program Manager og þar vann hún hörðum höndum að því að hafa áhrif á næstu kynslóð kvenkyns stærðfræðina, verkfræðinga og vísindamanna hjá NASA, samkvæmt æviágripi stofnunarinnar. Jackson settist í helgan stein árið 1985 og dó árið 2005, þá 84 ára gömul.
Bandaríkin Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira