Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Sylvía Hall skrifar 24. júní 2020 15:57 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu um mánaðamót og að listi um ríki sem mega ferðast til svæðisins liggi þá fyrir. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Bandaríkjamenn verði ólíklega á þeim lista. Drög að tveimur listum sem New York Times hefur undir höndum sýna að Bandaríkin eru á hvorugum lista og er ástæðan sögð vera hversu illa gengur að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir virðist vera á sama máli. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagðist hann ekki vera hrifinn af þeirri hugmynd að fá beint flug frá Bandaríkjunum hingað til lands og að menn væru almennt uggandi yfir því. Þá væri nauðsynlegt að standa vel að skimun ef svo færi. Rúmlega vika er liðinn frá því að skimun á landamærunum hófst og hafa tvö virk smit greinst við slíka skimun. Fleiri hafa greinst með gamalt smit og eru því ekki smitandi, þ.e. að leifar af veirunni finnast enn í nefkoki einstaklings en viðkomandi er þá með mótefni. Þórólfur sagði jákvætt hversu fá smit hafa greinst en þó væri of stuttur tími liðinn til þess að draga ályktanir. Hann leggur því til að skimun haldi áfram í það minnsta út júlí, enda skipti miklu máli að meta áhættuna og gögnin séu hjálpleg í því samhengi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Vill að skimað verði út júlí hið minnsta Aðeins tveir ferðamenn af þeim um það bil átta þúsund sem farið hafa í skimun vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands hafa reynst með virkt smit. Sóttvarnarlæknir vill að skimað verði áfram út næsta mánuð hið minnsta. 24. júní 2020 15:01 2000 megi koma saman 13. júlí og lengdur opnunartími skemmtistaða til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til við heilbrigðisráðherra á næstunni að takmörkunum vegna kórónuveirunnar verði næst aflétt 13. júlí næstkomandi. 24. júní 2020 14:38 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. 24. júní 2020 13:47 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu um mánaðamót og að listi um ríki sem mega ferðast til svæðisins liggi þá fyrir. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Bandaríkjamenn verði ólíklega á þeim lista. Drög að tveimur listum sem New York Times hefur undir höndum sýna að Bandaríkin eru á hvorugum lista og er ástæðan sögð vera hversu illa gengur að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir virðist vera á sama máli. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagðist hann ekki vera hrifinn af þeirri hugmynd að fá beint flug frá Bandaríkjunum hingað til lands og að menn væru almennt uggandi yfir því. Þá væri nauðsynlegt að standa vel að skimun ef svo færi. Rúmlega vika er liðinn frá því að skimun á landamærunum hófst og hafa tvö virk smit greinst við slíka skimun. Fleiri hafa greinst með gamalt smit og eru því ekki smitandi, þ.e. að leifar af veirunni finnast enn í nefkoki einstaklings en viðkomandi er þá með mótefni. Þórólfur sagði jákvætt hversu fá smit hafa greinst en þó væri of stuttur tími liðinn til þess að draga ályktanir. Hann leggur því til að skimun haldi áfram í það minnsta út júlí, enda skipti miklu máli að meta áhættuna og gögnin séu hjálpleg í því samhengi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Vill að skimað verði út júlí hið minnsta Aðeins tveir ferðamenn af þeim um það bil átta þúsund sem farið hafa í skimun vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands hafa reynst með virkt smit. Sóttvarnarlæknir vill að skimað verði áfram út næsta mánuð hið minnsta. 24. júní 2020 15:01 2000 megi koma saman 13. júlí og lengdur opnunartími skemmtistaða til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til við heilbrigðisráðherra á næstunni að takmörkunum vegna kórónuveirunnar verði næst aflétt 13. júlí næstkomandi. 24. júní 2020 14:38 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. 24. júní 2020 13:47 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Vill að skimað verði út júlí hið minnsta Aðeins tveir ferðamenn af þeim um það bil átta þúsund sem farið hafa í skimun vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands hafa reynst með virkt smit. Sóttvarnarlæknir vill að skimað verði áfram út næsta mánuð hið minnsta. 24. júní 2020 15:01
2000 megi koma saman 13. júlí og lengdur opnunartími skemmtistaða til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til við heilbrigðisráðherra á næstunni að takmörkunum vegna kórónuveirunnar verði næst aflétt 13. júlí næstkomandi. 24. júní 2020 14:38
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. 24. júní 2020 13:47