Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2020 12:00 Gunnar Þór Gunnarsson mun ekki leika meiri fótbolta á þessu ári. Hann verður 35 ára á árinu og ferlinum gæti verið lokið. VÍSIR/BÁRA KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. Gunnar Þór Gunnarsson, miðvörður KR, sleit krossband í hné þegar önnur löpp hans festist í vellinum og ferli hans gæti verið lokið. Í vetur sleit annar KR-ingur, Emil Ásmundsson, krossband í hné á sama velli. Vængir Júpiters, sem leika í 3. deild, spila reyndar vanalega heimaleiki sína á gervigrasvellinum fyrir utan Egilshöllina. Úr því að sjálfir Íslandsmeistararnir voru að koma í heimsókn, og því von á fleiri áhorfendum en vanalega, var ákveðið að hafa leikinn inni í Egilshöllinni. Leikurinn hefði líklega verið færður á Extravöllinn í Dalhúsum, heimavöll Fjölnis, ef ekki færi þar fram bikarleikur Fjölnis og Selfoss í kvöld. Fái ekki heimaleik í krafti aðstöðumunar Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir um bikarkeppnina: „Draga skal um hvaða lið mætast og skal það lið sem dregið er á undan leika á heimavelli[…]“ Þessi regla kom í veg fyrir að hægt væri að færa leikinn í Vesturbæinn, eins og bæði lið vildu. „Eðli bikarkeppninnar er þannig að það lið sem dregið er á undan skal leika á heimavelli. Svo er bara eitt undanþáguákvæði, sem er sökum fjarlægðar og á augljóslega ekki við í þessu tilviki,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ. Í því undanþáguákvæði segir að leikur geti í ákveðnum tilvikum farið fram á „hlutlausum velli“ berist ósk um það frá báðum aðilum, en ljóst er að heimavöllur KR er ekki hlutlaus völlur. „KR hringdi bara en það kom aldrei formleg ósk frá félögunum um þetta. En þetta er bara ekki heimilt samkvæmt reglugerð og þessu hefur margoft verið neitað. Til dæmis er það þannig í forkeppninni að þau lið sem eiga ekki heimavöll geta ekki fært sig á heimavöll andstæðingsins. Þau verða að finna annan völl til að leika á. Það hefur verið talað um að menn geti ekki í krafti aðstöðumunar fengið til sín heimaleiki. Drátturinn á að ráða því,“ segir Birkir. KR vann leikinn 8-1 og komst þar með áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Pepsi Max-deild karla KR KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. Gunnar Þór Gunnarsson, miðvörður KR, sleit krossband í hné þegar önnur löpp hans festist í vellinum og ferli hans gæti verið lokið. Í vetur sleit annar KR-ingur, Emil Ásmundsson, krossband í hné á sama velli. Vængir Júpiters, sem leika í 3. deild, spila reyndar vanalega heimaleiki sína á gervigrasvellinum fyrir utan Egilshöllina. Úr því að sjálfir Íslandsmeistararnir voru að koma í heimsókn, og því von á fleiri áhorfendum en vanalega, var ákveðið að hafa leikinn inni í Egilshöllinni. Leikurinn hefði líklega verið færður á Extravöllinn í Dalhúsum, heimavöll Fjölnis, ef ekki færi þar fram bikarleikur Fjölnis og Selfoss í kvöld. Fái ekki heimaleik í krafti aðstöðumunar Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir um bikarkeppnina: „Draga skal um hvaða lið mætast og skal það lið sem dregið er á undan leika á heimavelli[…]“ Þessi regla kom í veg fyrir að hægt væri að færa leikinn í Vesturbæinn, eins og bæði lið vildu. „Eðli bikarkeppninnar er þannig að það lið sem dregið er á undan skal leika á heimavelli. Svo er bara eitt undanþáguákvæði, sem er sökum fjarlægðar og á augljóslega ekki við í þessu tilviki,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ. Í því undanþáguákvæði segir að leikur geti í ákveðnum tilvikum farið fram á „hlutlausum velli“ berist ósk um það frá báðum aðilum, en ljóst er að heimavöllur KR er ekki hlutlaus völlur. „KR hringdi bara en það kom aldrei formleg ósk frá félögunum um þetta. En þetta er bara ekki heimilt samkvæmt reglugerð og þessu hefur margoft verið neitað. Til dæmis er það þannig í forkeppninni að þau lið sem eiga ekki heimavöll geta ekki fært sig á heimavöll andstæðingsins. Þau verða að finna annan völl til að leika á. Það hefur verið talað um að menn geti ekki í krafti aðstöðumunar fengið til sín heimaleiki. Drátturinn á að ráða því,“ segir Birkir. KR vann leikinn 8-1 og komst þar með áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Pepsi Max-deild karla KR KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann