Ánægjulegt að framhalds- og háskólum sé tryggt nægt fjármagn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 22:07 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmenn Framsóknarflokksins, þær Líneik Anna Sævarsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir, fjölluðu báðar um nýjan Menntasjóð námsmanna í ræðum sínum á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Báðar sögðu þær nýtt námslánakerfi mikla úrbót fyrir námsmenn en lögin taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. „Um er að ræða kerfisbreytingu sem mun hafa gríðarlegar kjarabætur í för með sér fyrir námsmenn,“ sagði Silja Dögg. Nýtt námslánakerfi er að norrænni fyrirmynd og felst meginbreytingin í því að kerfið verður tvískipt. Sjálfbær lánahluti og svo styrkjakerfi sem fjármagnað er af ríkinu. „Þá geta námsmenn sem ljúka námi innan tilskilins tíma fengið 30 prósenta niðurfellingu á höfuðstól námsláns og foreldrar fá styrk með hverju barni. Námslánin verða greidd út mánaðarlega og hægt verður að velja um verðtryggð eða óverðtryggð lán.“ Þá sagði Líneik Anna það gríðarlega mikilvægt að litið sé til fjölgunar starfa í hefðbundnum atvinnugreinum og verðmætaaukningar í samfélaginu. „Aukin aðsókn að starfs- og tækninámi skapar einmitt tækifæri í samspili við ný störf. Í þessu samhengi er tillaga mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að tryggja fjármagn til að mæta aukinni aðsókn í framhalds- og háskóla í haust lykilákvörðun.“ Þá segir Silja að til standi að fjárveitingar til skóla verði útfærðar við vinnslu fjáraukalaga vegna ársins 2020, þegar fjárþörf skólanna liggur endanlega fyrir. Ríkisstjórnin hafi jafnframt lagt mikla áherslu á að í viðbrögðum við kórónuveiruna hafi fólk kost á að fara í nám. „Því var afar ánægjulegt að sjá frétt í gær að ríkisstjórnin væri búin að tryggja framhalds- og háskólum nægt fjármagn til að mæta metaðsókn í skólana,“ segir Silja. Gert er ráð fyrir að á komandi skólaári fjölgi nemendum á framhaldsskólastigi um allt að tvö þúsund og allt að fimmtán hundruð á háskólastigi. „Umsóknum um háskólavist fjölgar um 23% milli ára og mikil aðsókn er í fjölbreytt starfs- og iðnnám framhaldsskólanna.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér. Alþingi Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Ríkisstjórnin mynduð um allt annað en skýra framtíðarsýn“ Hann Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir kórónuveirufaraldurinn hafa hjálpað ríkisstjórninni að keyra illa búin mál í gegn um þingið á met hraða og hylma yfir slæmt efnahagsástand. 23. júní 2020 21:51 Inga biður fátækasta fólk landsins afsökunar Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, bað fátækasta fólk Íslands afsökunar úr ræðustól í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. 23. júní 2020 21:51 „Þið eigið heima hér“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins, þær Líneik Anna Sævarsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir, fjölluðu báðar um nýjan Menntasjóð námsmanna í ræðum sínum á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Báðar sögðu þær nýtt námslánakerfi mikla úrbót fyrir námsmenn en lögin taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. „Um er að ræða kerfisbreytingu sem mun hafa gríðarlegar kjarabætur í för með sér fyrir námsmenn,“ sagði Silja Dögg. Nýtt námslánakerfi er að norrænni fyrirmynd og felst meginbreytingin í því að kerfið verður tvískipt. Sjálfbær lánahluti og svo styrkjakerfi sem fjármagnað er af ríkinu. „Þá geta námsmenn sem ljúka námi innan tilskilins tíma fengið 30 prósenta niðurfellingu á höfuðstól námsláns og foreldrar fá styrk með hverju barni. Námslánin verða greidd út mánaðarlega og hægt verður að velja um verðtryggð eða óverðtryggð lán.“ Þá sagði Líneik Anna það gríðarlega mikilvægt að litið sé til fjölgunar starfa í hefðbundnum atvinnugreinum og verðmætaaukningar í samfélaginu. „Aukin aðsókn að starfs- og tækninámi skapar einmitt tækifæri í samspili við ný störf. Í þessu samhengi er tillaga mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að tryggja fjármagn til að mæta aukinni aðsókn í framhalds- og háskóla í haust lykilákvörðun.“ Þá segir Silja að til standi að fjárveitingar til skóla verði útfærðar við vinnslu fjáraukalaga vegna ársins 2020, þegar fjárþörf skólanna liggur endanlega fyrir. Ríkisstjórnin hafi jafnframt lagt mikla áherslu á að í viðbrögðum við kórónuveiruna hafi fólk kost á að fara í nám. „Því var afar ánægjulegt að sjá frétt í gær að ríkisstjórnin væri búin að tryggja framhalds- og háskólum nægt fjármagn til að mæta metaðsókn í skólana,“ segir Silja. Gert er ráð fyrir að á komandi skólaári fjölgi nemendum á framhaldsskólastigi um allt að tvö þúsund og allt að fimmtán hundruð á háskólastigi. „Umsóknum um háskólavist fjölgar um 23% milli ára og mikil aðsókn er í fjölbreytt starfs- og iðnnám framhaldsskólanna.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér.
Alþingi Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Ríkisstjórnin mynduð um allt annað en skýra framtíðarsýn“ Hann Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir kórónuveirufaraldurinn hafa hjálpað ríkisstjórninni að keyra illa búin mál í gegn um þingið á met hraða og hylma yfir slæmt efnahagsástand. 23. júní 2020 21:51 Inga biður fátækasta fólk landsins afsökunar Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, bað fátækasta fólk Íslands afsökunar úr ræðustól í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. 23. júní 2020 21:51 „Þið eigið heima hér“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
„Ríkisstjórnin mynduð um allt annað en skýra framtíðarsýn“ Hann Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir kórónuveirufaraldurinn hafa hjálpað ríkisstjórninni að keyra illa búin mál í gegn um þingið á met hraða og hylma yfir slæmt efnahagsástand. 23. júní 2020 21:51
Inga biður fátækasta fólk landsins afsökunar Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, bað fátækasta fólk Íslands afsökunar úr ræðustól í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. 23. júní 2020 21:51
„Þið eigið heima hér“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. 23. júní 2020 21:18
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?