Lykilinn að búsetu hérlendis að búa í sátt og samlyndi við náttúruöflin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 21:01 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Vísir/Vilhelm Í dag var kynnt aðgerðaráætlun í loftslagsmálum þar sem gert er ráð fyrir að 45 milljörðum verði varið til aðgerða í loftslagsmálum næstu fimm árin. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi að með aðgerðarpakkanum uppfylli Ísland ekki aðeins alþjóðlegar skuldbindingar heldur hyggist gera enn betur í loftslagsmálum. „Það er mikil áskorun að vera ráðherra umhverfis og auðlinda á tímum þar sem augu heimsins beinast sem aldrei fyrr að málaflokknum. Þess þó heldur þegar Covid kom og hliðra þurfti mikilvægasta náttúruverndarmáli Íslands – Hálendisþjóðgerði – fram á haust,“ sagði Bjarkey. Þá minntist hún þess að þann 17. júní síðastliðinn, Þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, var Geysissvæðið friðlýst og í vikunni þar á undan Goðafoss í Skjálfandafljóti. „Ég fór út í stjórnmál til að hafa áhrif á samfélagið okkar og til að gera það enn betra. Verkefnin eru ærin og sum viðvarandi,“ sagði Bjarkey. „Náttúran heldur þó áfram að minna á sig og þessa dagana skelfur jörð í minni heimabyggð á Tröllaskaga. Náttúran okkar hér á Íslandi er stórbrotin, en getur jafnframt verið varasöm og mikilvægt er að við gleymum því aldrei að lykillinn að búsetu hérlendis er að búa í sátt og samlyndi við náttúruöflin.“ Þá sagði hún reynslu okkar Íslendinga af náttúruhamförum ef til vill lykilinn að því hve vel okkur hefur tekist að takast á við kórónuveiruna. „Við erum vön því að taka náttúruhamförum alvarlega og vinna saman sem ein heild þegar þær ríða yfir. Við þurfum enn að vera á varðbergi. Við þurfum enn að taka Covid-19 alvarlega og huga að okkar persónulegu sóttvörnum.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér. Loftslagsmál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinstri græn Tengdar fréttir Oddný gagnrýnir aðgerðaleysi: „Ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn“ Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir gríðarlega mikilvægt að stór fyrirtæki leggi hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvánni. 23. júní 2020 20:15 „Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05 Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Í dag var kynnt aðgerðaráætlun í loftslagsmálum þar sem gert er ráð fyrir að 45 milljörðum verði varið til aðgerða í loftslagsmálum næstu fimm árin. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi að með aðgerðarpakkanum uppfylli Ísland ekki aðeins alþjóðlegar skuldbindingar heldur hyggist gera enn betur í loftslagsmálum. „Það er mikil áskorun að vera ráðherra umhverfis og auðlinda á tímum þar sem augu heimsins beinast sem aldrei fyrr að málaflokknum. Þess þó heldur þegar Covid kom og hliðra þurfti mikilvægasta náttúruverndarmáli Íslands – Hálendisþjóðgerði – fram á haust,“ sagði Bjarkey. Þá minntist hún þess að þann 17. júní síðastliðinn, Þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, var Geysissvæðið friðlýst og í vikunni þar á undan Goðafoss í Skjálfandafljóti. „Ég fór út í stjórnmál til að hafa áhrif á samfélagið okkar og til að gera það enn betra. Verkefnin eru ærin og sum viðvarandi,“ sagði Bjarkey. „Náttúran heldur þó áfram að minna á sig og þessa dagana skelfur jörð í minni heimabyggð á Tröllaskaga. Náttúran okkar hér á Íslandi er stórbrotin, en getur jafnframt verið varasöm og mikilvægt er að við gleymum því aldrei að lykillinn að búsetu hérlendis er að búa í sátt og samlyndi við náttúruöflin.“ Þá sagði hún reynslu okkar Íslendinga af náttúruhamförum ef til vill lykilinn að því hve vel okkur hefur tekist að takast á við kórónuveiruna. „Við erum vön því að taka náttúruhamförum alvarlega og vinna saman sem ein heild þegar þær ríða yfir. Við þurfum enn að vera á varðbergi. Við þurfum enn að taka Covid-19 alvarlega og huga að okkar persónulegu sóttvörnum.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér.
Loftslagsmál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinstri græn Tengdar fréttir Oddný gagnrýnir aðgerðaleysi: „Ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn“ Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir gríðarlega mikilvægt að stór fyrirtæki leggi hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvánni. 23. júní 2020 20:15 „Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05 Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Oddný gagnrýnir aðgerðaleysi: „Ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn“ Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir gríðarlega mikilvægt að stór fyrirtæki leggi hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvánni. 23. júní 2020 20:15
„Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05
Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent