Lykilinn að búsetu hérlendis að búa í sátt og samlyndi við náttúruöflin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 21:01 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Vísir/Vilhelm Í dag var kynnt aðgerðaráætlun í loftslagsmálum þar sem gert er ráð fyrir að 45 milljörðum verði varið til aðgerða í loftslagsmálum næstu fimm árin. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi að með aðgerðarpakkanum uppfylli Ísland ekki aðeins alþjóðlegar skuldbindingar heldur hyggist gera enn betur í loftslagsmálum. „Það er mikil áskorun að vera ráðherra umhverfis og auðlinda á tímum þar sem augu heimsins beinast sem aldrei fyrr að málaflokknum. Þess þó heldur þegar Covid kom og hliðra þurfti mikilvægasta náttúruverndarmáli Íslands – Hálendisþjóðgerði – fram á haust,“ sagði Bjarkey. Þá minntist hún þess að þann 17. júní síðastliðinn, Þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, var Geysissvæðið friðlýst og í vikunni þar á undan Goðafoss í Skjálfandafljóti. „Ég fór út í stjórnmál til að hafa áhrif á samfélagið okkar og til að gera það enn betra. Verkefnin eru ærin og sum viðvarandi,“ sagði Bjarkey. „Náttúran heldur þó áfram að minna á sig og þessa dagana skelfur jörð í minni heimabyggð á Tröllaskaga. Náttúran okkar hér á Íslandi er stórbrotin, en getur jafnframt verið varasöm og mikilvægt er að við gleymum því aldrei að lykillinn að búsetu hérlendis er að búa í sátt og samlyndi við náttúruöflin.“ Þá sagði hún reynslu okkar Íslendinga af náttúruhamförum ef til vill lykilinn að því hve vel okkur hefur tekist að takast á við kórónuveiruna. „Við erum vön því að taka náttúruhamförum alvarlega og vinna saman sem ein heild þegar þær ríða yfir. Við þurfum enn að vera á varðbergi. Við þurfum enn að taka Covid-19 alvarlega og huga að okkar persónulegu sóttvörnum.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér. Loftslagsmál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinstri græn Tengdar fréttir Oddný gagnrýnir aðgerðaleysi: „Ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn“ Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir gríðarlega mikilvægt að stór fyrirtæki leggi hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvánni. 23. júní 2020 20:15 „Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05 Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Í dag var kynnt aðgerðaráætlun í loftslagsmálum þar sem gert er ráð fyrir að 45 milljörðum verði varið til aðgerða í loftslagsmálum næstu fimm árin. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi að með aðgerðarpakkanum uppfylli Ísland ekki aðeins alþjóðlegar skuldbindingar heldur hyggist gera enn betur í loftslagsmálum. „Það er mikil áskorun að vera ráðherra umhverfis og auðlinda á tímum þar sem augu heimsins beinast sem aldrei fyrr að málaflokknum. Þess þó heldur þegar Covid kom og hliðra þurfti mikilvægasta náttúruverndarmáli Íslands – Hálendisþjóðgerði – fram á haust,“ sagði Bjarkey. Þá minntist hún þess að þann 17. júní síðastliðinn, Þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, var Geysissvæðið friðlýst og í vikunni þar á undan Goðafoss í Skjálfandafljóti. „Ég fór út í stjórnmál til að hafa áhrif á samfélagið okkar og til að gera það enn betra. Verkefnin eru ærin og sum viðvarandi,“ sagði Bjarkey. „Náttúran heldur þó áfram að minna á sig og þessa dagana skelfur jörð í minni heimabyggð á Tröllaskaga. Náttúran okkar hér á Íslandi er stórbrotin, en getur jafnframt verið varasöm og mikilvægt er að við gleymum því aldrei að lykillinn að búsetu hérlendis er að búa í sátt og samlyndi við náttúruöflin.“ Þá sagði hún reynslu okkar Íslendinga af náttúruhamförum ef til vill lykilinn að því hve vel okkur hefur tekist að takast á við kórónuveiruna. „Við erum vön því að taka náttúruhamförum alvarlega og vinna saman sem ein heild þegar þær ríða yfir. Við þurfum enn að vera á varðbergi. Við þurfum enn að taka Covid-19 alvarlega og huga að okkar persónulegu sóttvörnum.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér.
Loftslagsmál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinstri græn Tengdar fréttir Oddný gagnrýnir aðgerðaleysi: „Ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn“ Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir gríðarlega mikilvægt að stór fyrirtæki leggi hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvánni. 23. júní 2020 20:15 „Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05 Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Oddný gagnrýnir aðgerðaleysi: „Ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn“ Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir gríðarlega mikilvægt að stór fyrirtæki leggi hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvánni. 23. júní 2020 20:15
„Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05
Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55