Senda sýnatökuteymi fyrir Norrænu til Danmerkur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 20:42 Norræna við höfn í Seyðisfirði. Vísir/Jóhann K. Stefnt er að því að senda sýnatökuteymi til móts við Norrænu í Hirtshals í Danmörku fyrir næstu ferð hennar til Færeyja og Íslands. Ferjan er komin á sumaráætlun og liggur því einungis við höfn í Seyðisfirði í tvo á hálfan tíma. Vegna þess er sýnataka um borð í skipinu í höfn mjög erfið auk þess sem gert er ráð fyrir að farþegum fjölgi og er því leitað leiða til að auðvelda sýnatöku. Frá því að Norræna kom fyrst til hafnar í Seyðisfirði eftir að ferðatakmörkunum var létt hefur sýnataka farið fram í höfn í Seyðisfirði. Til stóð, þegar ferjan kom hingað þann 16. júní síðastliðinn, að senda skimunarteymi til Færeyja með flugvél Landhelgisgæslunnar svo að hægt væri að skima um borð í ferjunni. Ekkert varð þó úr því en fresta þurfti ferðinni, fyrst vegna svartaþoku sem lá yfir Færeyjum en svo þurfti að hætta við ferðina vegna tæknilegra vandamála hjá vél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Síðan þá hefur skimunin farið fram á Seyðisfirði. Norræna kom til hafnar nú síðast í morgun og af þeim 460 farþegum um borð fóru um 300 í sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Hinir þurftu ekki að fara í sýnatöku þar sem þeir höfðu ekki dvalið í landi er telst til áhættusvæða síðustu fjórtán daga. Sýnatakan gekk vel að sögn lögreglunnar á Austurlandi. Sýnatakan hófst fljótlega eftir komu hennar klukkan níu og var að mestu lokið fyrir hádegi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Færeyjar Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Norræna Tengdar fréttir Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. 23. júní 2020 13:08 Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45 Hætta við skimun í Norrænu vegna tæknilegra vandamála Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála. 15. júní 2020 11:42 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Stefnt er að því að senda sýnatökuteymi til móts við Norrænu í Hirtshals í Danmörku fyrir næstu ferð hennar til Færeyja og Íslands. Ferjan er komin á sumaráætlun og liggur því einungis við höfn í Seyðisfirði í tvo á hálfan tíma. Vegna þess er sýnataka um borð í skipinu í höfn mjög erfið auk þess sem gert er ráð fyrir að farþegum fjölgi og er því leitað leiða til að auðvelda sýnatöku. Frá því að Norræna kom fyrst til hafnar í Seyðisfirði eftir að ferðatakmörkunum var létt hefur sýnataka farið fram í höfn í Seyðisfirði. Til stóð, þegar ferjan kom hingað þann 16. júní síðastliðinn, að senda skimunarteymi til Færeyja með flugvél Landhelgisgæslunnar svo að hægt væri að skima um borð í ferjunni. Ekkert varð þó úr því en fresta þurfti ferðinni, fyrst vegna svartaþoku sem lá yfir Færeyjum en svo þurfti að hætta við ferðina vegna tæknilegra vandamála hjá vél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Síðan þá hefur skimunin farið fram á Seyðisfirði. Norræna kom til hafnar nú síðast í morgun og af þeim 460 farþegum um borð fóru um 300 í sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Hinir þurftu ekki að fara í sýnatöku þar sem þeir höfðu ekki dvalið í landi er telst til áhættusvæða síðustu fjórtán daga. Sýnatakan gekk vel að sögn lögreglunnar á Austurlandi. Sýnatakan hófst fljótlega eftir komu hennar klukkan níu og var að mestu lokið fyrir hádegi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Færeyjar Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Norræna Tengdar fréttir Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. 23. júní 2020 13:08 Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45 Hætta við skimun í Norrænu vegna tæknilegra vandamála Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála. 15. júní 2020 11:42 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. 23. júní 2020 13:08
Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45
Hætta við skimun í Norrænu vegna tæknilegra vandamála Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála. 15. júní 2020 11:42