„Það er ekkert endilega erfitt fyrir tölvur að læra íslensku“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. júní 2020 21:00 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms Aðsend mynd Fyrsta tækið sem innihélt einhvers konar raddstýringu kom árið 1952 svo saga raddstýringar nær lengra aftur en margir gera sér grein fyrir. Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er fjallað um raddstýringu tækja, eins og Siri og Google Assistant. „Hvernig virka þessi forrit og hvað er í gangi á Íslandi?“ Þessum spurningum og fleirum er svarað í þættinum. Í þættinum ræða þáttastjórnendurnir Arnar Kjartansson og María Rós Kaldalóns meðal annars við Davíð Erik, meistaranema Háskólans í Reykjavík í máltækni, til þess að gefa innsýn í heim íslenskrar raddstýringar. Hann segir að þetta snúist í grunninn um að kenna tölvum að tala íslensku og að kenna þeim líka að skilja íslensku. Auðvitað er ýmislegt annað sem fylgir líka. Gera íslensku aðgengilega til notkunar í hugbúnaðarþróun Í þættinum er einnig rætt við Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms. Almannarómur er sjálfseignarstofnun um eflingu máltæknilausna fyrir íslensku og vinnur að því að tryggja að íslenskan standi jafnfætis öðrum tungumálum í tækniheiminum. „Markmiðið að gera íslensku aðgengilega til notkunar í hugbúnaðarþróun í stafrænum heimi,“ segir Jóhanna. Hún segir að það sé oft talað um að það sé erfitt fyrir fólk að læra íslensku, sem sé ef til vill mýta. „Það er ekkert endilega erfitt fyrir tölvur að læra íslensku, það þarf ekkert endilega sama að gilda. Vegna þess að tengslin á milli bókstafa og hljóða eru einkar regluleg í íslensku. Það auðveldar við talgreiningu og talgervingu sem dæmi.“ Almannarómur rekur miðstöð um máltækni og ber ábyrgð samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið sem byggður er á verkáætlun um máltækni 2018-2022. Mörg spennandi verkefni eru nú þegar í vinnslu og þar á meðal eru Embla og Samrómur. Að Almannarómi standa háskóla- og rannsóknastofnanir, fyrirtæki og félagasamtök. Meginhlutverk Almannaróms er að tryggja að íslenska standi jafnfætis öðrum tungumálum í hinu stafræna umhverfi og Jóhanna Vigdís ber meðal annars ábyrgð á gerð samninga við stærstu tæknifyrirtæki heims og úthlutun fjármagns til rannsókna og innviðauppbyggingar á sviði máltækni. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtalið við Jóhönnu Vigdísi hefst á mínútu Gagnaverið Tækni Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslensk fyrirtæki þurfa að auglýsa á TikTok í gegnum krókaleiðir Davíð Lúther Sigurðarson sérfræðingur í samfélagsmiðlum og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að Instagram sé orðinn þreyttur miðill. Hann segir að áhrifavaldar hér á landi mættu vanda sig meira. 3. júní 2020 21:00 „Ég hélt að ég væri bara búinn að sigra heiminn“ Arnar Gauti er með yfir 230.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 10 milljón einstaklingar hafa skoðað eitt myndbandanna. 25. maí 2020 16:30 Gagnaverið: Allt sem þú þarft að vita um TikTok Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er fjallað um samfélagsmiðilinn TikTok. Hann hefur náð gífurlegum vinsældum á síðustu tveimur árum og þá sérstaklega vegna útbreiðslu Covid-19. 22. maí 2020 09:03 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Fleiri fréttir Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Sjá meira
Fyrsta tækið sem innihélt einhvers konar raddstýringu kom árið 1952 svo saga raddstýringar nær lengra aftur en margir gera sér grein fyrir. Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er fjallað um raddstýringu tækja, eins og Siri og Google Assistant. „Hvernig virka þessi forrit og hvað er í gangi á Íslandi?“ Þessum spurningum og fleirum er svarað í þættinum. Í þættinum ræða þáttastjórnendurnir Arnar Kjartansson og María Rós Kaldalóns meðal annars við Davíð Erik, meistaranema Háskólans í Reykjavík í máltækni, til þess að gefa innsýn í heim íslenskrar raddstýringar. Hann segir að þetta snúist í grunninn um að kenna tölvum að tala íslensku og að kenna þeim líka að skilja íslensku. Auðvitað er ýmislegt annað sem fylgir líka. Gera íslensku aðgengilega til notkunar í hugbúnaðarþróun Í þættinum er einnig rætt við Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms. Almannarómur er sjálfseignarstofnun um eflingu máltæknilausna fyrir íslensku og vinnur að því að tryggja að íslenskan standi jafnfætis öðrum tungumálum í tækniheiminum. „Markmiðið að gera íslensku aðgengilega til notkunar í hugbúnaðarþróun í stafrænum heimi,“ segir Jóhanna. Hún segir að það sé oft talað um að það sé erfitt fyrir fólk að læra íslensku, sem sé ef til vill mýta. „Það er ekkert endilega erfitt fyrir tölvur að læra íslensku, það þarf ekkert endilega sama að gilda. Vegna þess að tengslin á milli bókstafa og hljóða eru einkar regluleg í íslensku. Það auðveldar við talgreiningu og talgervingu sem dæmi.“ Almannarómur rekur miðstöð um máltækni og ber ábyrgð samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið sem byggður er á verkáætlun um máltækni 2018-2022. Mörg spennandi verkefni eru nú þegar í vinnslu og þar á meðal eru Embla og Samrómur. Að Almannarómi standa háskóla- og rannsóknastofnanir, fyrirtæki og félagasamtök. Meginhlutverk Almannaróms er að tryggja að íslenska standi jafnfætis öðrum tungumálum í hinu stafræna umhverfi og Jóhanna Vigdís ber meðal annars ábyrgð á gerð samninga við stærstu tæknifyrirtæki heims og úthlutun fjármagns til rannsókna og innviðauppbyggingar á sviði máltækni. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtalið við Jóhönnu Vigdísi hefst á mínútu
Gagnaverið Tækni Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslensk fyrirtæki þurfa að auglýsa á TikTok í gegnum krókaleiðir Davíð Lúther Sigurðarson sérfræðingur í samfélagsmiðlum og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að Instagram sé orðinn þreyttur miðill. Hann segir að áhrifavaldar hér á landi mættu vanda sig meira. 3. júní 2020 21:00 „Ég hélt að ég væri bara búinn að sigra heiminn“ Arnar Gauti er með yfir 230.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 10 milljón einstaklingar hafa skoðað eitt myndbandanna. 25. maí 2020 16:30 Gagnaverið: Allt sem þú þarft að vita um TikTok Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er fjallað um samfélagsmiðilinn TikTok. Hann hefur náð gífurlegum vinsældum á síðustu tveimur árum og þá sérstaklega vegna útbreiðslu Covid-19. 22. maí 2020 09:03 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Lífið Fleiri fréttir Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Sjá meira
Íslensk fyrirtæki þurfa að auglýsa á TikTok í gegnum krókaleiðir Davíð Lúther Sigurðarson sérfræðingur í samfélagsmiðlum og framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að Instagram sé orðinn þreyttur miðill. Hann segir að áhrifavaldar hér á landi mættu vanda sig meira. 3. júní 2020 21:00
„Ég hélt að ég væri bara búinn að sigra heiminn“ Arnar Gauti er með yfir 230.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Yfir 10 milljón einstaklingar hafa skoðað eitt myndbandanna. 25. maí 2020 16:30
Gagnaverið: Allt sem þú þarft að vita um TikTok Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er fjallað um samfélagsmiðilinn TikTok. Hann hefur náð gífurlegum vinsældum á síðustu tveimur árum og þá sérstaklega vegna útbreiðslu Covid-19. 22. maí 2020 09:03