Segir alvarlegt að kjaradeila hjúkrunarfræðinga fari í gerðardóm Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2020 21:31 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist vilja að félagsmenn hennar kynni sér vel samning félagsins við ríkið og að þeir myndi sér skoðanir á honum áður en atkvæði verða greidd um hann. Hún segir alvarlegt að hluta kjaradeilunnar hafi verið vísað til gerðardóms. Samningurinn var kynntur fyrir félagsmönnum FÍH á fundi í dag. „Okkur náttúrulega finnst það bara grafalvarlegt mál. Að við skulum vera stödd þar, árið 2020, að launaliður svona stórrar kvennastéttar, skuli fara tvisvar sinnum í röð í gerðardóm. Þetta er náttúrulega bara rannsóknarefni og hér þarf að taka upp þessi mál og skoða þau af mikilli alvöru,“ segir Guðbjörg. Verkfalli hjúkrunarfræðinga, sem átti að hefjast í dag, var afstýrt seint í gærkvöldi með samkomulagi um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Þó náðist ekki samstaða um launaliðinn, en Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í kjölfar fundar aðila að hann verði sendur til gerðardóms, sem hann kemur til með að skipa. Guðbjörg segir FÍH líta það alvarlegum augum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Vísir/Vilhelm Vill ekki spá í spilin Aðspurð segist Guðbjörg ekki vilja spá fyrir um hvort félagsmenn FÍH samþykki þann samning sem nú liggur fyrir, og var kynntur í dag. „Eftir 15 mánaða setu í samninganefndinni með einn samning felldan þá spái ég ekki, og hef reyndar ekki gert. Ég vil bara 100% þátttöku af hálfu hjúkrunarfræðinga og að fólk myndi sér skoðanir.“ Hún segir að í samkomulaginu felist stytting vinnuvikunnar, sambærileg þeirri sem aðrar stéttir sem átt hafa í kjaraviðræðum við ríkið hafa fengið. Breytingar er lúta að styttri vinnuviku og bættu starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga taki gildi á næsta ári. Guðbjörg segir þann hluta samningsins veigamikinn þátt í öðrum samningum sem ríkið hefur gert undanfarið. Eins sé farið í þessum samningi. „Þetta er einn stærsti áhersluþátturinn af hálfu ríkisins og við fögnum því, því þetta var mjög stórt atriði í okkar kröfugerð, það er stytting vinnuvikunnar. Hún skiptir máli,“ segir Guðbjörg. Verkfall ef tillagan verður felld Guðbjörg segir að fari svo að tillagan sem nú verður borin undir félagsmenn FÍH verði felld, stefni allt í verkfall hjúkrunarfræðinga. „Ef tillagan er felld, þá stöndum við í nákvæmlega sömu sporum og við stóðum í gær. Þá bara förum við í verkfallsaðgerðir og höldum áfram baráttunni þar sem frá var horfið.“ Þá segir Guðbjörg að félagið verði að taka þeirri niðurstöðu sem gerðardómur kemst að. „Það er enginn að ákveða að ætla að biðja gerðardóm að ákveða launin sín. En við erum tilbúin að taka þeirri niðurstöðu, því það er það djúpstæð gjá á milli okkar og ríkisins, að við munum aldrei ná saman.“ Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt 21. júní 2020 23:26 Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Sjá meira
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist vilja að félagsmenn hennar kynni sér vel samning félagsins við ríkið og að þeir myndi sér skoðanir á honum áður en atkvæði verða greidd um hann. Hún segir alvarlegt að hluta kjaradeilunnar hafi verið vísað til gerðardóms. Samningurinn var kynntur fyrir félagsmönnum FÍH á fundi í dag. „Okkur náttúrulega finnst það bara grafalvarlegt mál. Að við skulum vera stödd þar, árið 2020, að launaliður svona stórrar kvennastéttar, skuli fara tvisvar sinnum í röð í gerðardóm. Þetta er náttúrulega bara rannsóknarefni og hér þarf að taka upp þessi mál og skoða þau af mikilli alvöru,“ segir Guðbjörg. Verkfalli hjúkrunarfræðinga, sem átti að hefjast í dag, var afstýrt seint í gærkvöldi með samkomulagi um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Þó náðist ekki samstaða um launaliðinn, en Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í kjölfar fundar aðila að hann verði sendur til gerðardóms, sem hann kemur til með að skipa. Guðbjörg segir FÍH líta það alvarlegum augum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Vísir/Vilhelm Vill ekki spá í spilin Aðspurð segist Guðbjörg ekki vilja spá fyrir um hvort félagsmenn FÍH samþykki þann samning sem nú liggur fyrir, og var kynntur í dag. „Eftir 15 mánaða setu í samninganefndinni með einn samning felldan þá spái ég ekki, og hef reyndar ekki gert. Ég vil bara 100% þátttöku af hálfu hjúkrunarfræðinga og að fólk myndi sér skoðanir.“ Hún segir að í samkomulaginu felist stytting vinnuvikunnar, sambærileg þeirri sem aðrar stéttir sem átt hafa í kjaraviðræðum við ríkið hafa fengið. Breytingar er lúta að styttri vinnuviku og bættu starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga taki gildi á næsta ári. Guðbjörg segir þann hluta samningsins veigamikinn þátt í öðrum samningum sem ríkið hefur gert undanfarið. Eins sé farið í þessum samningi. „Þetta er einn stærsti áhersluþátturinn af hálfu ríkisins og við fögnum því, því þetta var mjög stórt atriði í okkar kröfugerð, það er stytting vinnuvikunnar. Hún skiptir máli,“ segir Guðbjörg. Verkfall ef tillagan verður felld Guðbjörg segir að fari svo að tillagan sem nú verður borin undir félagsmenn FÍH verði felld, stefni allt í verkfall hjúkrunarfræðinga. „Ef tillagan er felld, þá stöndum við í nákvæmlega sömu sporum og við stóðum í gær. Þá bara förum við í verkfallsaðgerðir og höldum áfram baráttunni þar sem frá var horfið.“ Þá segir Guðbjörg að félagið verði að taka þeirri niðurstöðu sem gerðardómur kemst að. „Það er enginn að ákveða að ætla að biðja gerðardóm að ákveða launin sín. En við erum tilbúin að taka þeirri niðurstöðu, því það er það djúpstæð gjá á milli okkar og ríkisins, að við munum aldrei ná saman.“
Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt 21. júní 2020 23:26 Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Sjá meira
Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt 21. júní 2020 23:26
Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39