Telur of snemmt að tala um málþóf: „Það er heilmikið ósagt í þessum málum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júní 2020 18:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki stunda málþóf í umræðu um samgönguáætlun. Aftur á móti geti verið tilefni til þess. Ekki liggur fyrir hvenær Alþingi fer í sumarfrí en starfsáætlun var tekin úr sambandi í dag. Þetta er í annað sinn á vorþingi sem starfsáætlun er tekin úr sambandi á vorþingi en til stóð að þingið færi í sumarfrí við lok þessarar viku. Ólíklegt þykir að sú verði raunin. Þingmenn Miðflokksins sátu voru nær einir í þingsal þegar umræða um samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára hélt áfram í morgun og hlýddu á ræður hvers annars. Flokkurinn hefur verið sakaður um málþóf. „Frá því ég byrjaði í stjórnmálum fyrir rúmum áratug síðan þá eru umræður yfirleitt lengri þegar líður að lokum þings og menn þurfa að klára að gera málin upp. Hins vegar tel ég of snemmt að kalla þetta málþóf vegna þess að við erum enn að benda á grundvallarstaðreyndir málsins. Þannig að það sé ekki komið að því að það sé komið málþóf um þetta atriði þó svo að það gæti alveg orðið tilefni til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann vísar því á bug að flokkurinn haldi þinginu í gíslingu. „Það er heilmikið ósagt í þessum málum ef öll eru tekin saman,“ segir Sigmundur og vísar þar til tveggja þingsályktunartillagna um samgönguáætlun og frumvarps um heimild til stofnunar hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum ekki bara verið að tala um borgarlínuna, ég hef til dæmis talað mjög mikið um innanlandsflugið sem ég hef mjög miklar áhyggjur af hvert stefni miðað við þessa áætlun en borgarlínudæmið gengur í rauninni bara út á það að það á að láta ríkið borga tugi milljarða, leggja ný veggjöld á almenning, selja Keldnalandið og jafnvel Íslandsbanka til að geta tekið tvær akreinar af umferð á mikilvægustu samgönguæðum borgarinnar og þá stoppað alveg umferð fjölskyldubílsins til að neyða fólk í borgarlínu,“ segir Sigmundur. Að óbreyttu geti þetta haft í för með sér „vandræði fyrir almenning á Íslandi til áratuga.“ Þingforseti upplýsti við lok þingfundar á laugardaginn að Miðflokkurinn hafi talað í 16 til 17 klukkustundir og flutt 160 ræður í síðari umræðu um samgönguáætlun. Ræðunum og klukkustundunum hefur í dag farið fjölgandi en þegar þetta er skrifað stendur umræðan enn og aðeins þingmenn Miðflokksins eru á mælendaskrá. Hversu lengi í viðbót teljið þið ykkur þurfa að ræða þessi mál? „Ég er búinn að ræða aðeins um borgarlínu og innanlandsflugið en ég á eftir að segja eitt og annað um vegina og hafnir og eitt og annað svoleiðis að það er ekki gott að segja,“ svarar Sigmundur. Trúir því ekki að menn ætli að bregða fæti fyrir samgönguáætlun Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra ræddi stöðuna sem uppi er í Víglínunni á Stöð 2 í gær. „Ég hef bara enga trú á því að nokkur flokkur ætli að bregða fæti fyrir að klára samgönguáætlun. Það er svo mikið undir. Við erum að fjárfesta í framtíðinni, við erum að fjárfesta í störfum og sérstaklega á þessum tímum þá er það akkúrat það sem við þurfum,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki stunda málþóf í umræðu um samgönguáætlun. Aftur á móti geti verið tilefni til þess. Ekki liggur fyrir hvenær Alþingi fer í sumarfrí en starfsáætlun var tekin úr sambandi í dag. Þetta er í annað sinn á vorþingi sem starfsáætlun er tekin úr sambandi á vorþingi en til stóð að þingið færi í sumarfrí við lok þessarar viku. Ólíklegt þykir að sú verði raunin. Þingmenn Miðflokksins sátu voru nær einir í þingsal þegar umræða um samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára hélt áfram í morgun og hlýddu á ræður hvers annars. Flokkurinn hefur verið sakaður um málþóf. „Frá því ég byrjaði í stjórnmálum fyrir rúmum áratug síðan þá eru umræður yfirleitt lengri þegar líður að lokum þings og menn þurfa að klára að gera málin upp. Hins vegar tel ég of snemmt að kalla þetta málþóf vegna þess að við erum enn að benda á grundvallarstaðreyndir málsins. Þannig að það sé ekki komið að því að það sé komið málþóf um þetta atriði þó svo að það gæti alveg orðið tilefni til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann vísar því á bug að flokkurinn haldi þinginu í gíslingu. „Það er heilmikið ósagt í þessum málum ef öll eru tekin saman,“ segir Sigmundur og vísar þar til tveggja þingsályktunartillagna um samgönguáætlun og frumvarps um heimild til stofnunar hlutafélags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum ekki bara verið að tala um borgarlínuna, ég hef til dæmis talað mjög mikið um innanlandsflugið sem ég hef mjög miklar áhyggjur af hvert stefni miðað við þessa áætlun en borgarlínudæmið gengur í rauninni bara út á það að það á að láta ríkið borga tugi milljarða, leggja ný veggjöld á almenning, selja Keldnalandið og jafnvel Íslandsbanka til að geta tekið tvær akreinar af umferð á mikilvægustu samgönguæðum borgarinnar og þá stoppað alveg umferð fjölskyldubílsins til að neyða fólk í borgarlínu,“ segir Sigmundur. Að óbreyttu geti þetta haft í för með sér „vandræði fyrir almenning á Íslandi til áratuga.“ Þingforseti upplýsti við lok þingfundar á laugardaginn að Miðflokkurinn hafi talað í 16 til 17 klukkustundir og flutt 160 ræður í síðari umræðu um samgönguáætlun. Ræðunum og klukkustundunum hefur í dag farið fjölgandi en þegar þetta er skrifað stendur umræðan enn og aðeins þingmenn Miðflokksins eru á mælendaskrá. Hversu lengi í viðbót teljið þið ykkur þurfa að ræða þessi mál? „Ég er búinn að ræða aðeins um borgarlínu og innanlandsflugið en ég á eftir að segja eitt og annað um vegina og hafnir og eitt og annað svoleiðis að það er ekki gott að segja,“ svarar Sigmundur. Trúir því ekki að menn ætli að bregða fæti fyrir samgönguáætlun Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra ræddi stöðuna sem uppi er í Víglínunni á Stöð 2 í gær. „Ég hef bara enga trú á því að nokkur flokkur ætli að bregða fæti fyrir að klára samgönguáætlun. Það er svo mikið undir. Við erum að fjárfesta í framtíðinni, við erum að fjárfesta í störfum og sérstaklega á þessum tímum þá er það akkúrat það sem við þurfum,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars.
Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira