Sex vistaðir í fangageymslu í nótt Sylvía Hall skrifar 21. júní 2020 07:16 Sex voru vistaðir í fangageymslu í nótt. Vísir/vilhelm Alls voru 97 mál skráð í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun. Þar af voru 26 útköll vegna hávaða og skemmtana í heimahúsum. Sex voru vistaðir í fangageymslu að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Á sjötta tímanum í gær var lögregla kölluð að Fiskislóð vegna manns sem hafði stolið úr verslun. Viðkomandi hafði reynt að stela osti en var stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslunina. Útskýringar mannsins voru þær að osturinn væri of dýr. Skömmu síðar, eða rétt fyrir klukkan sex, voru tvö tilfelli þar sem lögregla var kölluð til vegna ölvaðra manna á Laugavegi. Í fyrra skipti var um tvo menn að ræða, en allir þrír voru handteknir vegna ástands og vistaðir í fangageymslu. Um áttaleytið barst lögreglu svo tilkynning eftir að rafmagnshlaupahjóli var ekið á níu ára stúlku með þeim afleiðingum að hún fékk áverka á fæti. Tvær konur höfðu verið að keyra um á sitthvoru hjólinu og önnur þeirra ók á á stúlkuna með fyrrgreindum afleiðingum. Þegar búið var að hringja á neyðarlínu létu konurnar sig hverfa en sjúkrabíll mætti á vettvang og hlúði að stúlkunni, sem var þó óbrotin. Málið er í rannsókn. Á níunda tímanum var tilkynnt um þjófnað úr verslun við Laugaveg þegar ölvaður maður gekk inn í verslunina, tók með sér peysu og gæru og gekk út. Lögreglan fann manninn og þýfið skömmu síðar, en þurfti svo aftur að hafa afskipti af honum tæplega klukkutíma síðar þegar hann var aftur gripinn við það að stela úr annarri verslun. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Klukkan hálf eitt í nótt hafði lögregla afskipti af ölvuðum manni sem ók vespu við Suðurlandsbraut. Maðurinn var ekki með nein skilríki meðferðis og gat illa gert grein fyrir sér, en hann er grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda og var vistaður í fangageymslu. Á tólfta tímanum barst svo tilkynning vegna hunds sem hafði bitið konu í Hafnarfirði. Konan náði að hrista hundinn af sér að því er fram kemur í dagbók lögreglu, en eigandi hundsins kom skömmu síðar og sótti hann. Læknisskoðun leiddi í ljós að bitið olli ekki neinum skaða. Lögreglumál Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Sjá meira
Alls voru 97 mál skráð í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun. Þar af voru 26 útköll vegna hávaða og skemmtana í heimahúsum. Sex voru vistaðir í fangageymslu að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Á sjötta tímanum í gær var lögregla kölluð að Fiskislóð vegna manns sem hafði stolið úr verslun. Viðkomandi hafði reynt að stela osti en var stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslunina. Útskýringar mannsins voru þær að osturinn væri of dýr. Skömmu síðar, eða rétt fyrir klukkan sex, voru tvö tilfelli þar sem lögregla var kölluð til vegna ölvaðra manna á Laugavegi. Í fyrra skipti var um tvo menn að ræða, en allir þrír voru handteknir vegna ástands og vistaðir í fangageymslu. Um áttaleytið barst lögreglu svo tilkynning eftir að rafmagnshlaupahjóli var ekið á níu ára stúlku með þeim afleiðingum að hún fékk áverka á fæti. Tvær konur höfðu verið að keyra um á sitthvoru hjólinu og önnur þeirra ók á á stúlkuna með fyrrgreindum afleiðingum. Þegar búið var að hringja á neyðarlínu létu konurnar sig hverfa en sjúkrabíll mætti á vettvang og hlúði að stúlkunni, sem var þó óbrotin. Málið er í rannsókn. Á níunda tímanum var tilkynnt um þjófnað úr verslun við Laugaveg þegar ölvaður maður gekk inn í verslunina, tók með sér peysu og gæru og gekk út. Lögreglan fann manninn og þýfið skömmu síðar, en þurfti svo aftur að hafa afskipti af honum tæplega klukkutíma síðar þegar hann var aftur gripinn við það að stela úr annarri verslun. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Klukkan hálf eitt í nótt hafði lögregla afskipti af ölvuðum manni sem ók vespu við Suðurlandsbraut. Maðurinn var ekki með nein skilríki meðferðis og gat illa gert grein fyrir sér, en hann er grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda og var vistaður í fangageymslu. Á tólfta tímanum barst svo tilkynning vegna hunds sem hafði bitið konu í Hafnarfirði. Konan náði að hrista hundinn af sér að því er fram kemur í dagbók lögreglu, en eigandi hundsins kom skömmu síðar og sótti hann. Læknisskoðun leiddi í ljós að bitið olli ekki neinum skaða.
Lögreglumál Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Sjá meira