Bað Miðflokksmenn um að sofa vel á tölfræði um ræðuhöld þeirra Andri Eysteinsson skrifar 20. júní 2020 23:38 Steingrímur taldi upp tölfræði um ræðuhöld Miðflokksmanna. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis var ekki á eitt sáttur með aðfarir þingmanna Miðflokksins við umræður á Alþingi um samgönguáætlanir til fimm ára annars vegar og fimmtán ára hins vegar. Þingmenn Miðflokksins höfðu lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Þá hafði þingmaður Vinstri-Grænna, Kolbeinn Óttarsson Proppé sakað Miðflokksmenn um málþóf á þinginu í dag sem formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í pontu að væri „óneitanlega sérkennilegar“ fullyrðingar þegar þær kæmu frá þingmanni Vinstri grænna. Við lok þinghalds í dag þuldi Forseti Alþingis upp tölfræði frá síðari umræðu um samgönguáætlanir og sagði hann að háttsemi Miðflokksins væri honum vonbrigði. „Forseti vill engu að síður segja að það eru honum vonbrigði að við skulum sitja hér föst á nákvæmlega sama stað og þegar við skildum við dagskrármálin á fjórða tímanum aðfaranótt föstudagsins. Steingrímur minnti á að hann hafði eftir þann þingfund beint þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að með tilliti til aðstæðna, þar sem stutt er í þinglok, skyldu þeir stilla ræðuhöldum sínum í hóf til þess að þingið kæmist yfir mikilvægt mál. „Það má segja að þingmenn Miðflokksins hafi svarað þessu ákalli forseta með því að tala í rétt tæpar átta klukkustundir í dag í viðbót og flytja eitthvað á milli 70 og 80 ræður,“ sagði Steingrímur. „Til upplýsinga má nefna að þingmenn Miðflokksins hafa nú í þessari síðari umræðu um samgönguáætlun samtals talað í rétt tæpar þúsund mínútur á milli 16 og 17 klukkustundir og haldið um 160 ræður“ sagði Forseti Alþingis áður en hann lauk tölu sinni á því að biðja Miðflokkinn um að sofa vel á þessum upplýsingum. „Ég bið háttvirta þingmenn Miðflokksins að sofa á þessum upplýsingum um helgina og sofa vel.“ Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis var ekki á eitt sáttur með aðfarir þingmanna Miðflokksins við umræður á Alþingi um samgönguáætlanir til fimm ára annars vegar og fimmtán ára hins vegar. Þingmenn Miðflokksins höfðu lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu. Þá hafði þingmaður Vinstri-Grænna, Kolbeinn Óttarsson Proppé sakað Miðflokksmenn um málþóf á þinginu í dag sem formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í pontu að væri „óneitanlega sérkennilegar“ fullyrðingar þegar þær kæmu frá þingmanni Vinstri grænna. Við lok þinghalds í dag þuldi Forseti Alþingis upp tölfræði frá síðari umræðu um samgönguáætlanir og sagði hann að háttsemi Miðflokksins væri honum vonbrigði. „Forseti vill engu að síður segja að það eru honum vonbrigði að við skulum sitja hér föst á nákvæmlega sama stað og þegar við skildum við dagskrármálin á fjórða tímanum aðfaranótt föstudagsins. Steingrímur minnti á að hann hafði eftir þann þingfund beint þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að með tilliti til aðstæðna, þar sem stutt er í þinglok, skyldu þeir stilla ræðuhöldum sínum í hóf til þess að þingið kæmist yfir mikilvægt mál. „Það má segja að þingmenn Miðflokksins hafi svarað þessu ákalli forseta með því að tala í rétt tæpar átta klukkustundir í dag í viðbót og flytja eitthvað á milli 70 og 80 ræður,“ sagði Steingrímur. „Til upplýsinga má nefna að þingmenn Miðflokksins hafa nú í þessari síðari umræðu um samgönguáætlun samtals talað í rétt tæpar þúsund mínútur á milli 16 og 17 klukkustundir og haldið um 160 ræður“ sagði Forseti Alþingis áður en hann lauk tölu sinni á því að biðja Miðflokkinn um að sofa vel á þessum upplýsingum. „Ég bið háttvirta þingmenn Miðflokksins að sofa á þessum upplýsingum um helgina og sofa vel.“
Alþingi Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent