Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2020 12:03 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist fara vongóður inn í daginn. Vísir/Vilhelm Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. Samningafundur í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga eftir tæpa tvo sólarhringa. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir að setið verði við samningaborðið eins lengi í dag og árangursríkt er. „Við áttum þungan og erfiðan fund í gær en góðan að því leyti að umræður eru enn í gangi og samninganefndirnar leggja sig allar fram og við sjáum til hvernig gengur í dag en við erum mætt og sitjum við eins lengi og árangursríkt er,“ sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Vísir/Erla Björg Tíminn til þess að semja við hjúkrunarfræðina er að renna út og er udirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi að sögn Guðbjargar Pálsdóttur, formanns íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samninganefndirnar funduði frá klukkan tíu til fimm í gær án niðurstöðu en nefndirnar fengu verkefni með sér heim að fundi loknum. „Já þau fengu hluti til þess að velta fyrir sér sem ég geri ráð fyrir að við fáum viðbrögð við í dag,“ saagði Aðalsteinn. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að samningar náist í dag segir Aðalsteinn ómögulegt að segja til um slíkt. „Ég get ekki sagt til um það en ég get sagt að samninganefndirnar finna þétt fyrir þeirri ábyrgð sem þær hafa. Vonandi getum vð nýtt þá pressu sem allir finna fyrir á jákvæðan og uppbyggilegan hátt til þess að leita lausna,“ sagði Aðalsteinn. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Undirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. 19. júní 2020 18:21 Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. Samningafundur í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga eftir tæpa tvo sólarhringa. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir að setið verði við samningaborðið eins lengi í dag og árangursríkt er. „Við áttum þungan og erfiðan fund í gær en góðan að því leyti að umræður eru enn í gangi og samninganefndirnar leggja sig allar fram og við sjáum til hvernig gengur í dag en við erum mætt og sitjum við eins lengi og árangursríkt er,“ sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Vísir/Erla Björg Tíminn til þess að semja við hjúkrunarfræðina er að renna út og er udirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi að sögn Guðbjargar Pálsdóttur, formanns íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samninganefndirnar funduði frá klukkan tíu til fimm í gær án niðurstöðu en nefndirnar fengu verkefni með sér heim að fundi loknum. „Já þau fengu hluti til þess að velta fyrir sér sem ég geri ráð fyrir að við fáum viðbrögð við í dag,“ saagði Aðalsteinn. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að samningar náist í dag segir Aðalsteinn ómögulegt að segja til um slíkt. „Ég get ekki sagt til um það en ég get sagt að samninganefndirnar finna þétt fyrir þeirri ábyrgð sem þær hafa. Vonandi getum vð nýtt þá pressu sem allir finna fyrir á jákvæðan og uppbyggilegan hátt til þess að leita lausna,“ sagði Aðalsteinn.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Undirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. 19. júní 2020 18:21 Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Undirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. 19. júní 2020 18:21
Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17