Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2020 12:03 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist fara vongóður inn í daginn. Vísir/Vilhelm Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. Samningafundur í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga eftir tæpa tvo sólarhringa. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir að setið verði við samningaborðið eins lengi í dag og árangursríkt er. „Við áttum þungan og erfiðan fund í gær en góðan að því leyti að umræður eru enn í gangi og samninganefndirnar leggja sig allar fram og við sjáum til hvernig gengur í dag en við erum mætt og sitjum við eins lengi og árangursríkt er,“ sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Vísir/Erla Björg Tíminn til þess að semja við hjúkrunarfræðina er að renna út og er udirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi að sögn Guðbjargar Pálsdóttur, formanns íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samninganefndirnar funduði frá klukkan tíu til fimm í gær án niðurstöðu en nefndirnar fengu verkefni með sér heim að fundi loknum. „Já þau fengu hluti til þess að velta fyrir sér sem ég geri ráð fyrir að við fáum viðbrögð við í dag,“ saagði Aðalsteinn. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að samningar náist í dag segir Aðalsteinn ómögulegt að segja til um slíkt. „Ég get ekki sagt til um það en ég get sagt að samninganefndirnar finna þétt fyrir þeirri ábyrgð sem þær hafa. Vonandi getum vð nýtt þá pressu sem allir finna fyrir á jákvæðan og uppbyggilegan hátt til þess að leita lausna,“ sagði Aðalsteinn. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Undirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. 19. júní 2020 18:21 Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Sjá meira
Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun. Samningafundur í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga eftir tæpa tvo sólarhringa. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir að setið verði við samningaborðið eins lengi í dag og árangursríkt er. „Við áttum þungan og erfiðan fund í gær en góðan að því leyti að umræður eru enn í gangi og samninganefndirnar leggja sig allar fram og við sjáum til hvernig gengur í dag en við erum mætt og sitjum við eins lengi og árangursríkt er,“ sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Vísir/Erla Björg Tíminn til þess að semja við hjúkrunarfræðina er að renna út og er udirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi að sögn Guðbjargar Pálsdóttur, formanns íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samninganefndirnar funduði frá klukkan tíu til fimm í gær án niðurstöðu en nefndirnar fengu verkefni með sér heim að fundi loknum. „Já þau fengu hluti til þess að velta fyrir sér sem ég geri ráð fyrir að við fáum viðbrögð við í dag,“ saagði Aðalsteinn. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að samningar náist í dag segir Aðalsteinn ómögulegt að segja til um slíkt. „Ég get ekki sagt til um það en ég get sagt að samninganefndirnar finna þétt fyrir þeirri ábyrgð sem þær hafa. Vonandi getum vð nýtt þá pressu sem allir finna fyrir á jákvæðan og uppbyggilegan hátt til þess að leita lausna,“ sagði Aðalsteinn.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Undirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. 19. júní 2020 18:21 Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Sjá meira
Undirbúningur verkfalls hjúkrunarfræðinga á lokastigi Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi. 19. júní 2020 18:21
Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins heldur áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag hjá ríkissáttasemjara án niðurstöðu. 19. júní 2020 17:17