Jöfn og frjáls! Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 19. júní 2020 22:54 Á Kvenréttindadaginn minnumst við langrar og erfiðrar baráttu kvenna fyrir kvenfrelsi, kosningarétti og kjörgengi og dagurinn í ár var jafn hátíðlegur og hvetjandi og alltaf. Við gleymum nefnilega oft í dagsins önn að þakka þeim konum sem tóku slaginn fyrir kynsystur sínar og kröfðust þess að konur væru líka menn. Um leið og við fyllumst þakklæti og lítum til baka þá er líka mikilvægt að horfa fram og velta fyrir sér hvar erum við stödd. Við eigum því miður enn langt í land að ná fullkomnu jafnrétti á Íslandi og birtingarmyndir þess samfélagsbundna óréttlætis eru margar og þekktar. Þar má nefna launamun kynjanna, kynbundið ofbeldi, kynbundin forystuhlutverk, hlutfall viðmælenda fjölmiðla og svo fleira og fleira. Við í Reykjavíkurborg höfum undir stjórn Samfylkingar tekið stór og mikilvæg skref í jafnréttisátt. Við höfum unnið markvisst að því að eyða launamun með þeim árangri að hann mælist varla. Jafnréttisborgin Reykjavík Á síðasta kjörtímabili settum við á fót ofbeldisvarnarnefnd sem hefur forgangsraðað aðgerðum hvað varðar heimilisofbeldi og kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Við höfum sett viðbragðsreglur um hvernig bregðast skuli við áreitni og ofbeldi starfsemi borgarinnar og við nýtum okkur verkfæri kynjaðrar fjárhagsáætlunar til að reyna að tryggja að áhrif aðgerða okkar og framkvæmda hafi ekki neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna eða jafnrétti almennt. Til að mynda eiga skólar, íþróttafélög og aðrir að setja sér jafnréttisáætlanir og fylgja þeim. Á síðasta ári höfum við horft mikið til kvenna af erlendum uppruna, fatlaðra kvenna, heimilislausra kvenna, eldri kvenna og hinsegin fólks sem við þurfum að taka með okkur í baráttuna fyrir jöfnum rétti og tækifærum allra. Við erum öll jöfn, við höfum náð miklum árangri í kvennabaráttunni og ef við tökum öll höndum saman getum við náð fullu jafnrétti á Íslandi. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Heiða Björg Hilmisdóttir Jafnréttismál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á Kvenréttindadaginn minnumst við langrar og erfiðrar baráttu kvenna fyrir kvenfrelsi, kosningarétti og kjörgengi og dagurinn í ár var jafn hátíðlegur og hvetjandi og alltaf. Við gleymum nefnilega oft í dagsins önn að þakka þeim konum sem tóku slaginn fyrir kynsystur sínar og kröfðust þess að konur væru líka menn. Um leið og við fyllumst þakklæti og lítum til baka þá er líka mikilvægt að horfa fram og velta fyrir sér hvar erum við stödd. Við eigum því miður enn langt í land að ná fullkomnu jafnrétti á Íslandi og birtingarmyndir þess samfélagsbundna óréttlætis eru margar og þekktar. Þar má nefna launamun kynjanna, kynbundið ofbeldi, kynbundin forystuhlutverk, hlutfall viðmælenda fjölmiðla og svo fleira og fleira. Við í Reykjavíkurborg höfum undir stjórn Samfylkingar tekið stór og mikilvæg skref í jafnréttisátt. Við höfum unnið markvisst að því að eyða launamun með þeim árangri að hann mælist varla. Jafnréttisborgin Reykjavík Á síðasta kjörtímabili settum við á fót ofbeldisvarnarnefnd sem hefur forgangsraðað aðgerðum hvað varðar heimilisofbeldi og kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Við höfum sett viðbragðsreglur um hvernig bregðast skuli við áreitni og ofbeldi starfsemi borgarinnar og við nýtum okkur verkfæri kynjaðrar fjárhagsáætlunar til að reyna að tryggja að áhrif aðgerða okkar og framkvæmda hafi ekki neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna eða jafnrétti almennt. Til að mynda eiga skólar, íþróttafélög og aðrir að setja sér jafnréttisáætlanir og fylgja þeim. Á síðasta ári höfum við horft mikið til kvenna af erlendum uppruna, fatlaðra kvenna, heimilislausra kvenna, eldri kvenna og hinsegin fólks sem við þurfum að taka með okkur í baráttuna fyrir jöfnum rétti og tækifærum allra. Við erum öll jöfn, við höfum náð miklum árangri í kvennabaráttunni og ef við tökum öll höndum saman getum við náð fullu jafnrétti á Íslandi. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar