Þreyttar á að bíða eftir nýrri stjórnarskrá og taka málin í sínar hendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júní 2020 11:49 Konurnar gengu fylktu liði að Alþingishúsinu í hádeginu. Aðsend Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá mun í dag, á kvenréttindadaginn, fylkja liði í Mæðragarðinum við Lækjargötu og heiðra nýju stjórnarskrána. Í dag ýtti félagið úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Eins gaf félagið út kynningarmyndband um hina nýju stjórnarskrá í dag. Í samtali við Vísi segir Helga Baldvins Bjargardóttir, forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá, að þær 13.500 konur sem félagið telur séu orðnar þreyttar á að bíða. „Við ætlum bara að taka málin í okkar eigin hendur. Við erum að skipuleggja okkur út um allt land. Ætlum að gera eitthvað skemmtilegt og vekja athygli á því að það á eftir að lögfesta nýju stjórnarskrána, sem þjóðin kaus um í atkvæðagreiðslu árið 2012,“ segir Helga. Hún segir konur á Íslandi vera að vakna til vitundar um kraft sinn og þær telji stjórnarskrána byggja á kvenlegum gildum á borð við sjálfstæði, jafnrétti og valddreifingu. Frá fundi félagsins í hádeginu.Aðsend „Sitjandi valdhöfum gengur mjög illa að dreifa valdinu og takmarka vald sitt sjálfir. Við ætlum bara að koma og hjálpa þeim.“ Helga gerir ráð fyrir að rúmlega hundrað konur í samtökunum komi saman nú klukkan 12 í Mæðragarðinum við Lækjargötu. Þaðan verður haldið sem leið liggur á Austurvöll þar sem sungin verða lög til heiðurs hinni nýju, ólögfestu stjórnarskrá. Í dag ýttu samtökin úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti stjórnarskrána sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012. Hér má nálgast söfnunina, en þegar þetta er skrifað hafa tæplega 600 manns sett nafn sitt á listann. Þá birtu samtökin í dag sérstakt kynningarmyndband um nýju stjórnarskrána, ferlið á bak við hana og ástæður þess að hún hefur ekki enn verið lögfest. Myndbandið má sjá hér að neðan. https://listar.island.is/Stydjum/nyjustjornarskrana Kæru Íslendingar, nú er kominn tími til að Alþingi virði...Posted by Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá on Friday, 19 June 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Stjórnarskrá Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Fleiri fréttir Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Sjá meira
Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá mun í dag, á kvenréttindadaginn, fylkja liði í Mæðragarðinum við Lækjargötu og heiðra nýju stjórnarskrána. Í dag ýtti félagið úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Eins gaf félagið út kynningarmyndband um hina nýju stjórnarskrá í dag. Í samtali við Vísi segir Helga Baldvins Bjargardóttir, forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá, að þær 13.500 konur sem félagið telur séu orðnar þreyttar á að bíða. „Við ætlum bara að taka málin í okkar eigin hendur. Við erum að skipuleggja okkur út um allt land. Ætlum að gera eitthvað skemmtilegt og vekja athygli á því að það á eftir að lögfesta nýju stjórnarskrána, sem þjóðin kaus um í atkvæðagreiðslu árið 2012,“ segir Helga. Hún segir konur á Íslandi vera að vakna til vitundar um kraft sinn og þær telji stjórnarskrána byggja á kvenlegum gildum á borð við sjálfstæði, jafnrétti og valddreifingu. Frá fundi félagsins í hádeginu.Aðsend „Sitjandi valdhöfum gengur mjög illa að dreifa valdinu og takmarka vald sitt sjálfir. Við ætlum bara að koma og hjálpa þeim.“ Helga gerir ráð fyrir að rúmlega hundrað konur í samtökunum komi saman nú klukkan 12 í Mæðragarðinum við Lækjargötu. Þaðan verður haldið sem leið liggur á Austurvöll þar sem sungin verða lög til heiðurs hinni nýju, ólögfestu stjórnarskrá. Í dag ýttu samtökin úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti stjórnarskrána sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012. Hér má nálgast söfnunina, en þegar þetta er skrifað hafa tæplega 600 manns sett nafn sitt á listann. Þá birtu samtökin í dag sérstakt kynningarmyndband um nýju stjórnarskrána, ferlið á bak við hana og ástæður þess að hún hefur ekki enn verið lögfest. Myndbandið má sjá hér að neðan. https://listar.island.is/Stydjum/nyjustjornarskrana Kæru Íslendingar, nú er kominn tími til að Alþingi virði...Posted by Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá on Friday, 19 June 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Stjórnarskrá Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Fleiri fréttir Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Sjá meira