FH-ingar auglýsa óvænt leik fyrir handboltaþyrsta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 13:30 Frá leik Stjörnunnar og FH í Olís deild karla. Bjarni Ófeigur Valdimarsson reynir að komas framhjá Bjarka Má Gunnarssyni og Ágúst Birgisson er tilbúinn inn á línunni. Vísir/Daníel Þór Það hefur ekki verið spilaður mikill handbolti á Íslandi síðustu mánuði vegna kórónuveirunnar og handboltaáhugafólk missti líka alveg af úrslitakeppninni í ár. Nágrannarnir í FH og Stjörnunni ætla að koma til móts við handboltaþyrsta með því bjóða upp á leik fyrir handboltaáhugafólk í dag. FH-ingar auglýsa á Twitter-síðu sinni að í kvöld fari fram æfingarleikur á milli FH og Stjörnunnar í Kaplakrika en leikurinn hefst klukkan 17.30. FH-Stjarnan kl 17:30 í dag!Alvöru æfingaleikur fyrir sumarfrí.Kíktu í Krikann - Við erum FH.#olisdeildin #handbolti pic.twitter.com/w4jdIjDbIr— FH Handbolti (@FH_Handbolti) June 19, 2020 FH-ingar boð þarna „alvöru æfingarleik fyrir sumarfrí“ í auglýsingu sinni á samfélagsmiðlum. Stjörnumenn hafa verið duglegir að styrkja sig eftir að allt fór í frost en Patrekur Jóhannesson er nú tekinn við liðinu. „Stjarnan hefur verið á bilinu sjöunda til níunda sæti undanfarin ár og þar á undan í fyrstu deild. Ég er með þriggja ára plan og í þeim liðum sem ég hef síðast verið að þjálfa hér á Íslandi þá hefur þetta endað vel eftir tvö ár en auðvitað vil ég alltaf berjast um efstu sætin. Það breytist aldrei sama hvar ég fer að þjálfa,“ sagði Patrekur Jóhannesson á dögunum þegar hann var spurður út í það hvar Stjarnan myndi enda á næstu leiktíð. FH-liðið var aftur á móti við toppinn í vetur og var í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Val, þegar tímabilið var flautað af. Valur fékk deildarmeistaratitilinn en enn átti eftir að spila tvær síðustu umferðirnar. Olís-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Það hefur ekki verið spilaður mikill handbolti á Íslandi síðustu mánuði vegna kórónuveirunnar og handboltaáhugafólk missti líka alveg af úrslitakeppninni í ár. Nágrannarnir í FH og Stjörnunni ætla að koma til móts við handboltaþyrsta með því bjóða upp á leik fyrir handboltaáhugafólk í dag. FH-ingar auglýsa á Twitter-síðu sinni að í kvöld fari fram æfingarleikur á milli FH og Stjörnunnar í Kaplakrika en leikurinn hefst klukkan 17.30. FH-Stjarnan kl 17:30 í dag!Alvöru æfingaleikur fyrir sumarfrí.Kíktu í Krikann - Við erum FH.#olisdeildin #handbolti pic.twitter.com/w4jdIjDbIr— FH Handbolti (@FH_Handbolti) June 19, 2020 FH-ingar boð þarna „alvöru æfingarleik fyrir sumarfrí“ í auglýsingu sinni á samfélagsmiðlum. Stjörnumenn hafa verið duglegir að styrkja sig eftir að allt fór í frost en Patrekur Jóhannesson er nú tekinn við liðinu. „Stjarnan hefur verið á bilinu sjöunda til níunda sæti undanfarin ár og þar á undan í fyrstu deild. Ég er með þriggja ára plan og í þeim liðum sem ég hef síðast verið að þjálfa hér á Íslandi þá hefur þetta endað vel eftir tvö ár en auðvitað vil ég alltaf berjast um efstu sætin. Það breytist aldrei sama hvar ég fer að þjálfa,“ sagði Patrekur Jóhannesson á dögunum þegar hann var spurður út í það hvar Stjarnan myndi enda á næstu leiktíð. FH-liðið var aftur á móti við toppinn í vetur og var í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Val, þegar tímabilið var flautað af. Valur fékk deildarmeistaratitilinn en enn átti eftir að spila tvær síðustu umferðirnar.
Olís-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira