Yfir sig ástfanginn eftir fjörutíu ára hjónaband Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júní 2020 11:29 Gísli og Jóhanna hafa verið gift í fjörutíu ár og kynntust þau í Versló. Athafnamaðurinn Gísli Gíslason og flugfreyjan Jóhanna Björnsdóttir eru einstök hjón og voru að halda uppá fjörutíu ára brúðkaupsafmælið sitt og ákváðu að gista á Grand Hótel og njóta svo þar veitinga verðlaunakokksins Úlfars Finnbjörnssonar á Grand Brasserie og upplifa ákveðna utanlandsferð bara hér heima í Reykjavík. Vala Matt hitti þessi skemmtilegu hjón í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að heyra hver galdurinn er við svona langt og hamingjusamt hjónaband. „Við vorum bæði í Versló og ég hélt auðvitað að ég væri aðal töffarinn,“ segir Gísli Gíslason um það hvernig hjónin kynntust. „Hún sá mig labba framhjá sjoppunni og fór að veðja við vinkonu sína hvort hún gæti fengið að kyssa mig. Þetta er alveg eins og í bíómyndunum. Ég er síðan kominn í stærðfræðitíma klukkan tíu um morguninn þegar það er bankað á dyrnar og kennarinn segir að það sé verið að spyrja um mig hérna frammi. Þá stendur þar stúlka í lopapeysu og í smekkbuxum og passaði ekki alveg inn í staðalímyndina hjá stelpunum í Versló. Hún segir, heyrðu viltu kyssa mig. Ég horfði á þessa stúlku og hugsaði með mér, þetta er eitthvað skrýtið. Ég sagði nei og fór inn og lokaði,“ segir Gísli léttur. Hann hugsaði um þessa stúlku töluvert eftir þetta og það tók síðan Gísla nokkra mánuði að ná henni til baka. Alltaf gaman hjá Jóhönnu og Gísla. „Mér fannst verst að tapa verðmálinu og þurfa borga samlokurnar sem við höfðum veðjað um,“ segir Jóhanna. „Það tókst að ná henni til baka og við höfum í raun ekki sleppt hvort öðru síðan þá. Maður þurfti heldur betur að leggja á sig og ég byrjaði í kórnum af því að hún var þar. Svo var farið að kela fyrir aftan ísbúðina í Laugalæk og allur pakkinn. Þetta tók sinn tíma og borgaði sig,“ segir Gísli. Í dag eiga þau fimm börn og fimm barnabörn. Þau héldu upp á fjörutíu ára brúðkaupsafmælið með því að gista á Grand Hótel og líta í raun á það sem utanlandsferð. „Ég er ekkert vanur því að það sé í rauninni hægt að fara til útlanda á Íslandi. Við ákváðum að prufa og þetta var í rauninni betra en að fara til útlanda. Fólk á að nýta sér þetta að vera innanlands. Það er frábært spa hérna og það er allt hérna,“ segir Gísli en bæði eru þau sammála um galdurinn á bakvið það að vera hamingjusamlega gift í fjörutíu ár. „Það er bara alltaf gaman hjá okkur,“ segja þau bæði í kór. „Við komumst í gegnum þetta Covid og vorum saman í nokkra mánuði og þá held ég að þetta sé komið,“ segir Gísli. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Fleiri fréttir Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Sjá meira
Athafnamaðurinn Gísli Gíslason og flugfreyjan Jóhanna Björnsdóttir eru einstök hjón og voru að halda uppá fjörutíu ára brúðkaupsafmælið sitt og ákváðu að gista á Grand Hótel og njóta svo þar veitinga verðlaunakokksins Úlfars Finnbjörnssonar á Grand Brasserie og upplifa ákveðna utanlandsferð bara hér heima í Reykjavík. Vala Matt hitti þessi skemmtilegu hjón í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að heyra hver galdurinn er við svona langt og hamingjusamt hjónaband. „Við vorum bæði í Versló og ég hélt auðvitað að ég væri aðal töffarinn,“ segir Gísli Gíslason um það hvernig hjónin kynntust. „Hún sá mig labba framhjá sjoppunni og fór að veðja við vinkonu sína hvort hún gæti fengið að kyssa mig. Þetta er alveg eins og í bíómyndunum. Ég er síðan kominn í stærðfræðitíma klukkan tíu um morguninn þegar það er bankað á dyrnar og kennarinn segir að það sé verið að spyrja um mig hérna frammi. Þá stendur þar stúlka í lopapeysu og í smekkbuxum og passaði ekki alveg inn í staðalímyndina hjá stelpunum í Versló. Hún segir, heyrðu viltu kyssa mig. Ég horfði á þessa stúlku og hugsaði með mér, þetta er eitthvað skrýtið. Ég sagði nei og fór inn og lokaði,“ segir Gísli léttur. Hann hugsaði um þessa stúlku töluvert eftir þetta og það tók síðan Gísla nokkra mánuði að ná henni til baka. Alltaf gaman hjá Jóhönnu og Gísla. „Mér fannst verst að tapa verðmálinu og þurfa borga samlokurnar sem við höfðum veðjað um,“ segir Jóhanna. „Það tókst að ná henni til baka og við höfum í raun ekki sleppt hvort öðru síðan þá. Maður þurfti heldur betur að leggja á sig og ég byrjaði í kórnum af því að hún var þar. Svo var farið að kela fyrir aftan ísbúðina í Laugalæk og allur pakkinn. Þetta tók sinn tíma og borgaði sig,“ segir Gísli. Í dag eiga þau fimm börn og fimm barnabörn. Þau héldu upp á fjörutíu ára brúðkaupsafmælið með því að gista á Grand Hótel og líta í raun á það sem utanlandsferð. „Ég er ekkert vanur því að það sé í rauninni hægt að fara til útlanda á Íslandi. Við ákváðum að prufa og þetta var í rauninni betra en að fara til útlanda. Fólk á að nýta sér þetta að vera innanlands. Það er frábært spa hérna og það er allt hérna,“ segir Gísli en bæði eru þau sammála um galdurinn á bakvið það að vera hamingjusamlega gift í fjörutíu ár. „Það er bara alltaf gaman hjá okkur,“ segja þau bæði í kór. „Við komumst í gegnum þetta Covid og vorum saman í nokkra mánuði og þá held ég að þetta sé komið,“ segir Gísli. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Fleiri fréttir Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Sjá meira