Tíminn til þess að semja við hjúkrunarfræðinga að renna út Lillý Valgerður Pétursdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 18. júní 2020 20:10 Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala Vísir/Egill Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma þrjá sólarhringa. Hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við laun sín og segja ekki hlustað á þá en það hryggi þá að ekki sé meira lagt í sölurnar við að mæta kröfum þeirra við samningaborðið. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og hafa boðað til verkfalls á ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Fundað var í deilunni í dag án árangurs og er annar fundur fyrirhugaður á morgun. Hjúkrunarfræðingar hittust síðdegis á samstöðufundi á Grand Hóteli Reykjavík til að ræða stöðuna og var þungt hljóðið í þeim. „Það er kominn tími til að það sé bara farið að semja og fallist verður á kröfur okkar hjúkrunarfræðinga um launaliðinn. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með grunnlaunin sín,“ segir Guðrún Yrsa Ómarsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landakoti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í deiluna á Alþingi í dag og hvort til greina komi að setja lög á verkfallið ef því verður en hann svaraði því ekki. „Ég verð að segja að mér þykir mjög dapurlegt hvernig menn vilja reyna að ná pólitísku höggi á stjórnvöld hverju sinni með því að taka alltaf upp málstað þess sem er að semja við ríkið,“ sagði Bjarni. „Þetta er mjög alvarleg staða því að hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í okkar starfsemi og koma að nánast allri þjónustu sem er veitt hér,“ sagði Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. „Það er veitt bráðnauðsynleg heilbrigðisþjónusta í verkfalli og það er okkar skylda. Það er mjög margt sem er skipulagt sem þarf þá að bíða,“ sagði Ásta spurð um hvaða áhrif yfirvofandi verkfall myndi hafa á starfsemi spítalans og hvaða þjónustu þyrfti að skerða komi til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga. Ásta sagði þá einnig að skurðaðgerðir, aðrar en bráðnauðsynlegar þyrftu að bíða komi til verkfalls. Hún sagðist ekki treysta sér til þess að segja til um hvort verkfall myndi hafa áhrif á skimanir vegna kórónuveirunnar. „Það eru öryggislistar sem eru sú leyfilega mönnun, sem hefur verið samþykkt fyrir fram, það er samt ekki nóg þar sem að starfsemin hefur breyst og Covid-faraldurinn hefur þar áhrif,“ sagði Ásta spurð um fjölda þeirra sem gætu mætt til starfa í verkfalli. Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma þrjá sólarhringa. Hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við laun sín og segja ekki hlustað á þá en það hryggi þá að ekki sé meira lagt í sölurnar við að mæta kröfum þeirra við samningaborðið. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og hafa boðað til verkfalls á ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Fundað var í deilunni í dag án árangurs og er annar fundur fyrirhugaður á morgun. Hjúkrunarfræðingar hittust síðdegis á samstöðufundi á Grand Hóteli Reykjavík til að ræða stöðuna og var þungt hljóðið í þeim. „Það er kominn tími til að það sé bara farið að semja og fallist verður á kröfur okkar hjúkrunarfræðinga um launaliðinn. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með grunnlaunin sín,“ segir Guðrún Yrsa Ómarsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landakoti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í deiluna á Alþingi í dag og hvort til greina komi að setja lög á verkfallið ef því verður en hann svaraði því ekki. „Ég verð að segja að mér þykir mjög dapurlegt hvernig menn vilja reyna að ná pólitísku höggi á stjórnvöld hverju sinni með því að taka alltaf upp málstað þess sem er að semja við ríkið,“ sagði Bjarni. „Þetta er mjög alvarleg staða því að hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í okkar starfsemi og koma að nánast allri þjónustu sem er veitt hér,“ sagði Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. „Það er veitt bráðnauðsynleg heilbrigðisþjónusta í verkfalli og það er okkar skylda. Það er mjög margt sem er skipulagt sem þarf þá að bíða,“ sagði Ásta spurð um hvaða áhrif yfirvofandi verkfall myndi hafa á starfsemi spítalans og hvaða þjónustu þyrfti að skerða komi til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga. Ásta sagði þá einnig að skurðaðgerðir, aðrar en bráðnauðsynlegar þyrftu að bíða komi til verkfalls. Hún sagðist ekki treysta sér til þess að segja til um hvort verkfall myndi hafa áhrif á skimanir vegna kórónuveirunnar. „Það eru öryggislistar sem eru sú leyfilega mönnun, sem hefur verið samþykkt fyrir fram, það er samt ekki nóg þar sem að starfsemin hefur breyst og Covid-faraldurinn hefur þar áhrif,“ sagði Ásta spurð um fjölda þeirra sem gætu mætt til starfa í verkfalli.
Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira