Fannst látinn þar sem reisa á smáhýsi í Hlíðahverfi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2020 18:38 Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. Í upphafi vikunnar fannst maður látinn utandyra á svæðinu og fékkst það staðfest frá lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er grunur um að hann hafi látist vegna ofneyslu vímuefna. Til stendur að reisa smáhýsi í Hlíðahverfi, fyrir neðan Eskihlíð. Smáhýsi eru ætluð einstaklingum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eða annarra veikinda. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði á svæðinu. Hægra megin við smáhýsin er Konukot starfrækt og þar fyrir neðan er heimili fyrir geðfatlaða karlmenn. Nokkrir íbúar sendu bréf á borgina þar sem fram kemur að þeim þyki það stórkostlegt ábyrgðarleysi að reisa smáhýsi á sama svæði og fyrrnefnd úrræði. Fram kemur að íbúar séu nokkuð varir við núverandi starfsemi. Víða séu sprautur og nálar í nærumhverfinu sem og í anddyrum blokka. „Það er ekki langt síðan það gerðist að ungur krakki fann fullt af sprautunálum á svæðinu,“ sagði Lena Viderø, formaður Foreldrafélags Hlíðaskóla. „Hér er gönguleið sem liggur að Valsheimilinu og hér er kassi ætlaður notuðum sprautunálum.“ Fyrir framan smáhýsin er göngu- og hjólastígur. En um hann fara börn reglulega til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Ályktun frá Knattspyrnufélagi Vals.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Stjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur sent ályktun á Velferðarsvið borgarinnar þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna nálægðar við Hlíðarenda þar sem íþróttastarfsemi fer fram. „Fólk verður auðvitað að búa einhvers staðar. Fólk með þennan vanda verður að fá lausn sinna mála en málið er það að nú þegar eru þung úrræði í þessu hverfi og það er spurning hvort það sé á það bætandi,“ sagði Lena. Lena er formaður foreldrafélags Hlíðaskóla. Hún segir mikilvægt að hjálpa þeim hópi sem þarf á þjónustu smáhýsa að halda, en staðsetningin sé vanhugsuð.Stöð 2 Lena gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir samskiptaleysi. „Mér finnst mjög mikilvægt að foreldrar fái leyfi til að hafa áhyggjur og fái að viðra þær,“ sagði Lena. Ert þú ánægð með samtal borgarinnar? „Nei það get ég ekki sagt,“ sagði Lena. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. Í upphafi vikunnar fannst maður látinn utandyra á svæðinu og fékkst það staðfest frá lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er grunur um að hann hafi látist vegna ofneyslu vímuefna. Til stendur að reisa smáhýsi í Hlíðahverfi, fyrir neðan Eskihlíð. Smáhýsi eru ætluð einstaklingum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eða annarra veikinda. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði á svæðinu. Hægra megin við smáhýsin er Konukot starfrækt og þar fyrir neðan er heimili fyrir geðfatlaða karlmenn. Nokkrir íbúar sendu bréf á borgina þar sem fram kemur að þeim þyki það stórkostlegt ábyrgðarleysi að reisa smáhýsi á sama svæði og fyrrnefnd úrræði. Fram kemur að íbúar séu nokkuð varir við núverandi starfsemi. Víða séu sprautur og nálar í nærumhverfinu sem og í anddyrum blokka. „Það er ekki langt síðan það gerðist að ungur krakki fann fullt af sprautunálum á svæðinu,“ sagði Lena Viderø, formaður Foreldrafélags Hlíðaskóla. „Hér er gönguleið sem liggur að Valsheimilinu og hér er kassi ætlaður notuðum sprautunálum.“ Fyrir framan smáhýsin er göngu- og hjólastígur. En um hann fara börn reglulega til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Ályktun frá Knattspyrnufélagi Vals.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Stjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur sent ályktun á Velferðarsvið borgarinnar þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna nálægðar við Hlíðarenda þar sem íþróttastarfsemi fer fram. „Fólk verður auðvitað að búa einhvers staðar. Fólk með þennan vanda verður að fá lausn sinna mála en málið er það að nú þegar eru þung úrræði í þessu hverfi og það er spurning hvort það sé á það bætandi,“ sagði Lena. Lena er formaður foreldrafélags Hlíðaskóla. Hún segir mikilvægt að hjálpa þeim hópi sem þarf á þjónustu smáhýsa að halda, en staðsetningin sé vanhugsuð.Stöð 2 Lena gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir samskiptaleysi. „Mér finnst mjög mikilvægt að foreldrar fái leyfi til að hafa áhyggjur og fái að viðra þær,“ sagði Lena. Ert þú ánægð með samtal borgarinnar? „Nei það get ég ekki sagt,“ sagði Lena.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira