Bjarni telur fráleitt að biðja „einhvern prófessor úti í Svíþjóð“ afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2020 12:27 Þórhildi Sunnu blöskraði svör Bjarna Benediktssonar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu nú í morgun. En Bjarni taldi það af og frá að honum bæri að biðja einhvern prófessor úti í Svíþjóð afsökunar. Hann spurði á móti hver ætlaði að biðja okkur Íslendinga afsökunar? visir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir það með fullkomnum ólíkindum hvernig Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tali um fræðasamfélagið og norræna kollega sína. „Hann heldur áfram að rægja „uppáhalds hagfræðinginn minn“ Lars Calmfors á opinberum vettvangi og sér greinilega ekki eftir neinu. Það er með ólíkindum að svona valdhroki fái að líðast í grafarþögn nú eða meðvirkni VG. Ótrúlegt!“ segir Þórhildur Sunna á Facebooksíðu sinni. Þórhildur Sunna beindi fyrirspurn til Bjarna undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á þinginu nú fyrir stundu. Hún spurði Bjarna út í afstöðu hans til yfirlýsingar Félags prófessora við ríkisháskóla þar sem mótmælt er harðlega því hvernig ráðuneytið beitti sér gegn því að Þorvaldur Gylfason prófessor væri ráðinn til að ritstýra norræna fræðiritinu Nordic Economic Policy Review. Bjarni svaraði Þórhildi Sunnu og þá prófessorunum með óbeinum hætti fullum hálsi á þinginu. Hver ætlar að biðja okkur afsökunar? Vísir hefur rætt ítarlega við Lars Calmfors, en hann hefur meðal annars sagt að hann hafi aldrei á löngum ferli verið vændur um vinahygli eins og Bjarni lét að liggja á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar fyrr í vikunni. Lars ætlaði að téð ummæli hlytu að hafa fallið í ógáti og honum þætti ekki úr vegi, eftir að Bjarni hafi hugsað málið, að hann bæði sig afsökunar á þeim ummælum. Þórhildur Sunna spurði Bjarna út í þetta en fjármálaráðherra þótti þetta algerlega fráleitt upplegg. Hann sagði þetta skrautlegan málflutning. Í fyrsta lagi væri það svo að hann hafi aldrei fullyrt eitt eða neitt heldur liti þetta svo út úr fjarlægð sem tveir kunningjar væru að spjalla saman um þetta. „Ég hefði ekki hugmynd um það. En það hefur nú komið fram í millitíðinni, staðfest, að uppáhalds prófessor þingmannsins voru vinir. Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að biðja einhvern prófessor úti í Svíþjóð afsökunar á því að benda á það sem allir sjá eftir að gögn málsins hafa komið fram? Án þess að við Íslendingar værum spurðir þá voru menn byrjaðir að tala saman og póstur farinn á prófessorinn þar sem honum var boðin staðan. Hver ætlar að biðja okkur afsökunar á því?“ sagði Bjarni. Prófessorar falla á prófinu að mati Bjarna Bjarni sagði einnig að stjórn Félags prófessora hafi fallið á prófinu. „Fallið á prófinu um raunhæfa verkefnið sem við höfum hér verið að ræða um. Ekki tekið tillit til ólíkra sjónarmiða, ekki getið heimilda og svo framvegis, byggt á einhliða frásögn af málinu og komist að niðurstöðu án þess að ígrunda allar hliðar málsins. Hér er einfaldlega ekki um að ræða mál sem réðist á pólitískum forsendum og þessi ályktun hefur ekkert vægi inn í þetta mál. Sama gildir um áhyggjur þessa prófessors úti í Svíðþjóð. Skiptir engu máli inn í umræðu dagsins í dag hver hans upplifun er,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagði að svo virðist sem Lars hafi haft áhrif á það að staðan var boðin Þorvaldi. „Án þess að við Íslendingar værum spurðir. Og það er forkastanlegt.“ Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Fyrrverandi ritstjóri gagnrýnir afskipti Bjarna af ráðningunni Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. 15. júní 2020 20:01 Bjarni hamraði á því að hann vildi konu í ritstjórastöðuna Fjármálaráðherra varðist fimlega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. 15. júní 2020 13:22 Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir það með fullkomnum ólíkindum hvernig Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tali um fræðasamfélagið og norræna kollega sína. „Hann heldur áfram að rægja „uppáhalds hagfræðinginn minn“ Lars Calmfors á opinberum vettvangi og sér greinilega ekki eftir neinu. Það er með ólíkindum að svona valdhroki fái að líðast í grafarþögn nú eða meðvirkni VG. Ótrúlegt!“ segir Þórhildur Sunna á Facebooksíðu sinni. Þórhildur Sunna beindi fyrirspurn til Bjarna undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á þinginu nú fyrir stundu. Hún spurði Bjarna út í afstöðu hans til yfirlýsingar Félags prófessora við ríkisháskóla þar sem mótmælt er harðlega því hvernig ráðuneytið beitti sér gegn því að Þorvaldur Gylfason prófessor væri ráðinn til að ritstýra norræna fræðiritinu Nordic Economic Policy Review. Bjarni svaraði Þórhildi Sunnu og þá prófessorunum með óbeinum hætti fullum hálsi á þinginu. Hver ætlar að biðja okkur afsökunar? Vísir hefur rætt ítarlega við Lars Calmfors, en hann hefur meðal annars sagt að hann hafi aldrei á löngum ferli verið vændur um vinahygli eins og Bjarni lét að liggja á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar fyrr í vikunni. Lars ætlaði að téð ummæli hlytu að hafa fallið í ógáti og honum þætti ekki úr vegi, eftir að Bjarni hafi hugsað málið, að hann bæði sig afsökunar á þeim ummælum. Þórhildur Sunna spurði Bjarna út í þetta en fjármálaráðherra þótti þetta algerlega fráleitt upplegg. Hann sagði þetta skrautlegan málflutning. Í fyrsta lagi væri það svo að hann hafi aldrei fullyrt eitt eða neitt heldur liti þetta svo út úr fjarlægð sem tveir kunningjar væru að spjalla saman um þetta. „Ég hefði ekki hugmynd um það. En það hefur nú komið fram í millitíðinni, staðfest, að uppáhalds prófessor þingmannsins voru vinir. Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að biðja einhvern prófessor úti í Svíþjóð afsökunar á því að benda á það sem allir sjá eftir að gögn málsins hafa komið fram? Án þess að við Íslendingar værum spurðir þá voru menn byrjaðir að tala saman og póstur farinn á prófessorinn þar sem honum var boðin staðan. Hver ætlar að biðja okkur afsökunar á því?“ sagði Bjarni. Prófessorar falla á prófinu að mati Bjarna Bjarni sagði einnig að stjórn Félags prófessora hafi fallið á prófinu. „Fallið á prófinu um raunhæfa verkefnið sem við höfum hér verið að ræða um. Ekki tekið tillit til ólíkra sjónarmiða, ekki getið heimilda og svo framvegis, byggt á einhliða frásögn af málinu og komist að niðurstöðu án þess að ígrunda allar hliðar málsins. Hér er einfaldlega ekki um að ræða mál sem réðist á pólitískum forsendum og þessi ályktun hefur ekkert vægi inn í þetta mál. Sama gildir um áhyggjur þessa prófessors úti í Svíðþjóð. Skiptir engu máli inn í umræðu dagsins í dag hver hans upplifun er,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagði að svo virðist sem Lars hafi haft áhrif á það að staðan var boðin Þorvaldi. „Án þess að við Íslendingar værum spurðir. Og það er forkastanlegt.“
Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Fyrrverandi ritstjóri gagnrýnir afskipti Bjarna af ráðningunni Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. 15. júní 2020 20:01 Bjarni hamraði á því að hann vildi konu í ritstjórastöðuna Fjármálaráðherra varðist fimlega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. 15. júní 2020 13:22 Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Fyrrverandi ritstjóri gagnrýnir afskipti Bjarna af ráðningunni Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. 15. júní 2020 20:01
Bjarni hamraði á því að hann vildi konu í ritstjórastöðuna Fjármálaráðherra varðist fimlega á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. 15. júní 2020 13:22
Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26