Tilkynntu ráðuneytinu um fjárfestingu félags Baldvins og Kötlu í Samherja í nóvember Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2020 12:12 Samherji er umsvifamikið sjávarútvegsfyrirtæki. Vísir/Sigurjón Þann 4. nóvember á síðasta ári barst atvinnuvegaráðuneytinu tilkynning um að K&B ehf. hefði fjárfest í Samherja hf. Tilkynningin var send ráðuneytinu þar sem félagið er að 49 prósent hluta í eigu einstaklings sem skilgreindur er sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Sá erlendi aðili er Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, annars af forstjórum Samherja. Frá þessu er greint í Kjarnanum. Tilkynning Þorsteins Más Baldvinssonar, Helgu S. Guðmundsdóttur, Kristjáns Vilhelmssonar og Kolbrúnar Ingólfsdóttur um að þau væru að færa nær allt eignarhald á Samherja hf. til barna sinna vakti mikla athygli í maí en Samherji hf. er félag sem heldur utan um megnið af starfsemi Samherjasamstæðunnar á Íslandi og í Færeyjum. K&B ehf. var skráð í október á síðasta ári og er 49 prósent í eigu Baldvins, 48,9 prósent í eigu systur hans Kötlu Þorsteinsdóttur og 2,1 prósent í eigu Þorsteins Más. Baldvin og Katla fara sameiginlega með um 43 prósenta hlut í Samherja hf. eftir breytingarnar. Greint var frá þessu á vef Samherja þann 15. maí en í frétt Kjarnans er vakin athygli á því að tilkynning um fjárfestingu K&B hafi borist ráðuneytinu þann 4. nóvember síðastliðinn. Þar segir að ástæða þess að ráðuneytinu var tilkynnt um fjárfestinguna er sú að Baldvin sé með lögheimili í Hollandi, og þannig skilgreindur sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Allar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi þarf að tilkynna til atvinnuvegaráðuneytisins. Í lögunum kemur jafnframt fram að tilkynna beri ráðherra um fjárfestingu erlendra aðila jafn skjótt og samningar þar eða ákvarðanir þar að lútandi liggi fyrir. Í tilkynningunni frá Samherja í maí kom fram að undirbúningur að breytingum á eignarhaldi Samherja hf. hafi staðið yfir undanfarin tvö ár, og formlega kynnt stjórn á miðju síðasta ári. Sem fyrr segir var greint frá viðskiptunum opinberlega í maí. Upplýsingar um að umrædd tilkynning hafi verið send til ráðuneytisins komu fyrst fram í nýlegu svari við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um eignarhald erlendra aðila í sjávarútvegsfyrirtækjum. Fram hefur komið að tilfærslan frá Þorsteini Má, Kristjáni, Helgu og Kolbrúnar hafi verið blanda af fyrirframgreiddum arfi og sölu hlutabréfa. Upplýsingar um á hvaða verði viðskiptin fóru fram hafa ekki fengist uppgefnar. Í fréttaskýringu Kjarnans er tilkynningin til ráðuneytisins sett í samhengi við það að um viku eftir að hún var send ráðuneytinu birti Kveikur rannsókn sína á umdeildum umsvifum Samherja í Namibíu, sem meðal annars varð til þess að Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Þá er einnig bent á að vikurnar áður en tilkynningin var send ráðuneytinu höfðu ráðamenn Samherja fengið upplýsingar um það að fréttamenn Kveiks hyggðust fjalla um umsvif Samherja í Namibíu. Fréttaskýringu Kjarnans má lesa hér. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þann 4. nóvember á síðasta ári barst atvinnuvegaráðuneytinu tilkynning um að K&B ehf. hefði fjárfest í Samherja hf. Tilkynningin var send ráðuneytinu þar sem félagið er að 49 prósent hluta í eigu einstaklings sem skilgreindur er sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Sá erlendi aðili er Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, annars af forstjórum Samherja. Frá þessu er greint í Kjarnanum. Tilkynning Þorsteins Más Baldvinssonar, Helgu S. Guðmundsdóttur, Kristjáns Vilhelmssonar og Kolbrúnar Ingólfsdóttur um að þau væru að færa nær allt eignarhald á Samherja hf. til barna sinna vakti mikla athygli í maí en Samherji hf. er félag sem heldur utan um megnið af starfsemi Samherjasamstæðunnar á Íslandi og í Færeyjum. K&B ehf. var skráð í október á síðasta ári og er 49 prósent í eigu Baldvins, 48,9 prósent í eigu systur hans Kötlu Þorsteinsdóttur og 2,1 prósent í eigu Þorsteins Más. Baldvin og Katla fara sameiginlega með um 43 prósenta hlut í Samherja hf. eftir breytingarnar. Greint var frá þessu á vef Samherja þann 15. maí en í frétt Kjarnans er vakin athygli á því að tilkynning um fjárfestingu K&B hafi borist ráðuneytinu þann 4. nóvember síðastliðinn. Þar segir að ástæða þess að ráðuneytinu var tilkynnt um fjárfestinguna er sú að Baldvin sé með lögheimili í Hollandi, og þannig skilgreindur sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Allar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi þarf að tilkynna til atvinnuvegaráðuneytisins. Í lögunum kemur jafnframt fram að tilkynna beri ráðherra um fjárfestingu erlendra aðila jafn skjótt og samningar þar eða ákvarðanir þar að lútandi liggi fyrir. Í tilkynningunni frá Samherja í maí kom fram að undirbúningur að breytingum á eignarhaldi Samherja hf. hafi staðið yfir undanfarin tvö ár, og formlega kynnt stjórn á miðju síðasta ári. Sem fyrr segir var greint frá viðskiptunum opinberlega í maí. Upplýsingar um að umrædd tilkynning hafi verið send til ráðuneytisins komu fyrst fram í nýlegu svari við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um eignarhald erlendra aðila í sjávarútvegsfyrirtækjum. Fram hefur komið að tilfærslan frá Þorsteini Má, Kristjáni, Helgu og Kolbrúnar hafi verið blanda af fyrirframgreiddum arfi og sölu hlutabréfa. Upplýsingar um á hvaða verði viðskiptin fóru fram hafa ekki fengist uppgefnar. Í fréttaskýringu Kjarnans er tilkynningin til ráðuneytisins sett í samhengi við það að um viku eftir að hún var send ráðuneytinu birti Kveikur rannsókn sína á umdeildum umsvifum Samherja í Namibíu, sem meðal annars varð til þess að Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Þá er einnig bent á að vikurnar áður en tilkynningin var send ráðuneytinu höfðu ráðamenn Samherja fengið upplýsingar um það að fréttamenn Kveiks hyggðust fjalla um umsvif Samherja í Namibíu. Fréttaskýringu Kjarnans má lesa hér.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira