Hyggst ekki styðja Jón Þór til formennsku Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2020 07:46 Sjálfstæðismennirnir Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson og Þorsteinn Sæmundsson úr Miðflokknum. Allir eiga þeir sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki munu styðja Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, til formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. Þetta segir Brynjar í samtali við mbl.is. „Hugmyndir [Pírata] eru með þeim hætti að þau eru ekki réttu aðilarnir til að leiða þetta starf. Ég mun ekki styðja hann til formennsku,“ segir Brynjar. Píratar tilkynntu skrifstofu Alþingis á mánudaginn að Jón Þór muni taka við formennsku í nefndinni af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sagði Þórhildur Sunna Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. Þórhildur Sunna tilkynnti um afsögn sína sem formaður nefndarinnar á mánudaginn þar sem hún sakaði meirihluta nefndarinnar um að standa í vegi fyrir athugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra vegna Samherja og gagnrýndi forsætisráðherra fyrir að telja þá niðurstöðu að frumkvæðisathugun hafi verið sett á ís vera góða. „Verkfærin sem þeir nota til þess að réttlæta þennan gjörning er að draga sífellt mína persónu ofan í svaðið og nota það sem skjöld til þess að réttlæta þessar aðferðir sínar og því ætla ég ekki að taka þátt í lengur,“ sagði þingkonan. Brynjar segir í samtali við mbl að hann hafi ekki treyst Þórhildi Sunnu fyrir formennsku í nefndinni allt frá því að hún hafi verið kosin og að frá þeim tíma hafi vantraustið bara aukist. Ef hann hefði verið í sporum hennar hefði hann sömuleiðis sagt af sér þar sem hún nyti ekki trausts að minnsta kosti þriggja nefndarmanna. Því hafi það verið rökrétt skref að segja af sér. Þeir þingmenn sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokki, Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki, Kolbeinn Óttarsson Proppé Vinstri grænum, Guðmundur Andri Thorsson Samfylkingu, Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki, Jón Þór Ólafsson Pírötum og Andrés Ingi Jónsson sem er utan flokka. Alþingi Píratar Tengdar fréttir „Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma.“ 16. júní 2020 16:26 Telur Jón Þór vera formanninn sem „þessi meirihluti þarf á að halda“ Píratar hafa tilkynnt skrifstofu Alþingis að Jón Þór Ólafsson, þingmaður flokksins, muni taka við af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún segir Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. 15. júní 2020 18:52 Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki munu styðja Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, til formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. Þetta segir Brynjar í samtali við mbl.is. „Hugmyndir [Pírata] eru með þeim hætti að þau eru ekki réttu aðilarnir til að leiða þetta starf. Ég mun ekki styðja hann til formennsku,“ segir Brynjar. Píratar tilkynntu skrifstofu Alþingis á mánudaginn að Jón Þór muni taka við formennsku í nefndinni af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sagði Þórhildur Sunna Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. Þórhildur Sunna tilkynnti um afsögn sína sem formaður nefndarinnar á mánudaginn þar sem hún sakaði meirihluta nefndarinnar um að standa í vegi fyrir athugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra vegna Samherja og gagnrýndi forsætisráðherra fyrir að telja þá niðurstöðu að frumkvæðisathugun hafi verið sett á ís vera góða. „Verkfærin sem þeir nota til þess að réttlæta þennan gjörning er að draga sífellt mína persónu ofan í svaðið og nota það sem skjöld til þess að réttlæta þessar aðferðir sínar og því ætla ég ekki að taka þátt í lengur,“ sagði þingkonan. Brynjar segir í samtali við mbl að hann hafi ekki treyst Þórhildi Sunnu fyrir formennsku í nefndinni allt frá því að hún hafi verið kosin og að frá þeim tíma hafi vantraustið bara aukist. Ef hann hefði verið í sporum hennar hefði hann sömuleiðis sagt af sér þar sem hún nyti ekki trausts að minnsta kosti þriggja nefndarmanna. Því hafi það verið rökrétt skref að segja af sér. Þeir þingmenn sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokki, Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki, Kolbeinn Óttarsson Proppé Vinstri grænum, Guðmundur Andri Thorsson Samfylkingu, Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki, Jón Þór Ólafsson Pírötum og Andrés Ingi Jónsson sem er utan flokka.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir „Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma.“ 16. júní 2020 16:26 Telur Jón Þór vera formanninn sem „þessi meirihluti þarf á að halda“ Píratar hafa tilkynnt skrifstofu Alþingis að Jón Þór Ólafsson, þingmaður flokksins, muni taka við af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún segir Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. 15. júní 2020 18:52 Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma.“ 16. júní 2020 16:26
Telur Jón Þór vera formanninn sem „þessi meirihluti þarf á að halda“ Píratar hafa tilkynnt skrifstofu Alþingis að Jón Þór Ólafsson, þingmaður flokksins, muni taka við af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún segir Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. 15. júní 2020 18:52
Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19